Frækorn - 20.09.1907, Page 7
FRÆKORN
291
Namur árið 1692, þá rigndi ákaflega
mikið á St. Medardus dag (hinn 8.
júní). Hermennirnir reiddust yfir
þessu, því þeirálitu það fyrirboði uppá
40 regnveðursdaga, og þeir létu reiði
sína koma niður á dyrðlingnum, og
eyðilögðu allar myndir af honum, sem
þeir gátu náð í.
Þessi dæmi, sem flest heyra til vorra
tíma, sýna mjög ljóslega, hve almenn
hjátrúin er í kathólskum löndum. Það
er þýðingarlaust fyrir kathólsku prest-
ana að halda þvi fram, að kathólskir
tilbiðji ekki myndastytturnar og hina
ýmsu krossa,heldur þá menn, sem þess-
ar líkneskjur eru myndir af; því stað-
reyndin er sú, að kathólsk alþýða stend-
ur á svo lágu stigi, að tilbeiðslan
verður líkast myndadýrkan heiðingj-
anna.
FRÉTTIR.
Simskeyti til Frœkorna frá R. B.
Khöfn 17. sept.
Wellmann er nú kominn aftur; tilraun
til að kamast á stað frá Spitsbergen mis-
heppnaðist og loftfarið skemdist.
I stúdentafélaginu (Studenterforeningen,
þ. e hægrim. studentafél. danska) fóru
fram á laugardagskvöldið var umræður
um samband íslands og Danmerkur. Or-
luf skólakennari frá Vejle hóf umræð-
urnar. Mag. Guðm. Finnbogason sagði,
að ekki væri hægt að ræða málið á þeim
grundvelli, sem lagður væri með ræðu
málshefjanda og gekk út úr fundarsalnum
í fússi og með honum allir hinlr yngri
Islendingar. Séra Hafsteinn Pétursson
tók þátt í umræðunum á eftir.
Símað er frá Tókíó, að sprenging hafi
orðið á herskipinn Kashíma og 40 menn
særst eða beðið bana.
Ýmsar fréttir.
Kaupmhöfn, 16. sept.
Al. Warburg er orðinn gjaldþrota;
skuldir ll/2 milíón.
Kolding-Hansen hefir lagt niður um-
boð sitt sem konungkjörinn ríkisþing-
maður.
(Hansen niálaflutningsmaðnr frá Kolding varð
kommgkjörinn þingmaður fyrir eitthvað 2 ár-
uni, og þótti furða. þ.ví að maðurinn hafði
ekki það orð á sér, er gerði hann líklegan til
þess. Nú var nýfallinn dómur í máli, er feldi
talsverðan blett á hann, þótt ekki varðaði við
hegningarlög, og auk þess varð uppvíst, að
hann lánaði öðrum fé með okur-kjörum, þótt
svo kænlega væri umbúið, að hann yrði ekki
dæmdur fyrir okur - iánaði t. d. manni 3000
kr., en lét iiann gefa sér skuldabréf fyrir 4000
kr. og greiða 5°/0 af þeirri upphæð árlega og
endurborga lánið með 4000 kr. - Þetta þótti
fella þann biett á hann, að hann hefir ekki
séð sér annað fært en að leggja niður þing-
mannsumboðið. Ekki er þess getið, hvort
hann hefir skilað aftur riddarakrossi þeiin, sem
hann hafði fengið.
Hansen var einn í dansk-íslenzku nefndinni,
sem konungur skipaði, er hann var hér, og verð-
ur það umboð væntanlega ógilt, er hann sagði
af sér þingmenskunni, svo að þar verður lik-
lega skarð að fylla með öðrum þingmanni úr
flokki stjórnarliða. ,,Rvík.“)
Alþingi
var slitið 14. þ. m. Éað sögulegasta
þann dag var það, að stjórnarandstæð-
ingar gerðu »verkfall« (og einn eða tveir
meirihlutamenn með þeim), þeir mættu
ekki við einn fund, þegar ætlast var til
j að samþykkja traustsyfirlýsingu til stjórn-
I arinnar, og gengu út af öðrum fundi,
þegar ieynt var hið sama.
íslenzkur andatráarmaður fyrirfer sér.
Að Gimli í Nýja-íslandi, Manitoba,
kemur út vikublað allstórt, er >Baldur«
heitir. Ritstjóri þess var Einar Olafsson
frá Firði í Mjóafirði í Suður-Múlasýslu.
Laust eftir hádegi föstud. 16. f. m.
I fanst hann dauður á skrifstofu sinni,