Frækorn


Frækorn - 15.11.1907, Side 1

Frækorn - 15.11.1907, Side 1
VIII. ÁRG. REYKJAVÍK, 15. NÓV. 1907. 45. TBL. Slðurdur €irlk$$on reglubodi. Hann er án ails efa landsins afkastamesti bindindis-starfsmaður. Pað þykir fyrnum sæta að heyra það, að hann hafi stofnað inilli 70 og 80 templarastúk- ur og komið fleiri hundruðum í bindindi, leitt fjölda drykkjumanna af ógæfubrautinni og þannig stuðlað að því, að þeir hafa orð- ið að dugandi mönn- um, heimilisfólki sínu til gleði og landi sínu til sóma. Hann ætti skilið að fá einhverja við- urkenningu fyrirslíkt starf. En það mun ekki vera ofmikið til- ætlast af stjótninni, sem nú er, jafn- mikið og hún hefir gert að því að meta rétt starfsemi margra landsmanna. En hvort sem það verður eða verður ekki, þá er víst, að Sigurður Eiríksson fær það, sem meira er tim vert; þakklæíi frá konum og börnum drykkjumanna, sem hann hefir borið gæfu til að hjálpa. — Hvernig hefir Sigurður getað afkastað slíku stórvirki, sem hann hefir gert? — Hann erenginn mælskugarpur, þótt hann sé greindur vel og allvel máli farinn. Þeir eru margir, sem -geta haldið fegurri og hljóm- betri ræður en hann. Enda er það víst, að hann hefir ekki unnið helstu og mestu sigrana sina í ræðustólnum. Þeir eru unnir heima hjá stórbændum og kotungum. Sigurður hefir eitthvert alveg sérstakt lag á að tala við ein- staklingana. Og bindindismálinu ann hann hugástum. Og ekki hefir verið fyrir fé að gangast. Þótt hann hafi verið í þjónustu Stórstúku íslands meira og minna í 10-11 ár, þá hefir hann mestallan þann tíma haft aumlega lítil laun, og stóra fjöl- skyldu hefir hann haft fram að færa. Stórstúka íslands ersamt farinað finna, hvílíkur 'starfsmaður Sigurður er, þótt eigi sé hún enn búin að endurgjalda honum skuld sína fyrir vel unnið starf. Á 50-ára afmæli hans í vor afhenti stórtemplar Þórður). Thoroddsen honum sértakt heiðursein- kenni frá Stórstúk- unni. Umleiðgáfu reglusystur í Rvík honum vandað hljóð- færi, og reglubræð- ur gáfu honuin lóð undir hús, sem hann er búinn að koma sér upp nú. Þessar gjafir munu — auk þess að vera þakklætis-vottar fyrir dyggilega unnið starf - meðfram hafa komið fram sem nokkuríkonar uppbót fyrir hin lágu laun Sigurðar um fleiri undanfarin ár. — Slíkar greinar og þessi byrja vanalega með að segja frá ætt og uppruna mannsins. Að endingu skulum vér geta þess, að Sig- urður er fæddur á Ólafsvöllum i Árnessýslu 12. maí 1857. Afi hans var Eiríkur danne- brogsmaður á Reykjum. Kona hans, Svanhildur Sigurðardóttir, er Sgurður Eirtksson.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.