Frækorn - 15.11.1907, Blaðsíða 2
250
FRÆKORN
líka ættuð úr Árnessýslu. Eiga þau hjón sex
börn. Elsti sonur þeirra gengur í hinum alm.
mentaskóla hér í Rvík.
Kraftaoerk — eiga Jjau $ér $taö á
oorunt doðum?
Niðurlag.
Ennfremur ber oss að gæta þess,
að þótt guð sé ekki hættur að gjöra
í kyrþey kraftaverk fyrir börn sín, þá
gilda þó yfir liöfuð að tala um hin ber-
sýnilegu, stóru kraftaverk orð Sal-
ómons konungs, er hann segir: »Alt
hefir sinn tíma.< í biblíunni stendur
ekkert um, að guð hafi gjört opinber
kraftaverk 15 ald r fyrir syndaflóðið;
því hann tók Enok burtu í kyrþey. 1.
Mós. 5, 24. Pað er líka kenning
biblíunnar — sem oft verður tekið
fram í sálmunum — að eftir að guð
útvaldi Abraham, þá var það aðeins
hans fólk sem hann opinberaði sig í
augljósum og áþreiíanlegum krafta-
verkum. Rau 400 ár, sem ísraelsmenn
voru í þrældómnum í Egyptalandi, hefði
guð ekki gjört kraftaverk fyrir þá ; því
hann hafði snúið augiiti sínu frá þeim.
Pannig hefir Irann einnig gjört í síð-
ustu 18 aldir og ekki svarað bænum
þeirra Sá sem er kunnugur biblíunni
og spádómum hennar, getur séð, að
með Jerúsaiems eyðileggingu endar
kraftaverkatíminn, að svo miklu leyti
sem er opinbert fyrir heiminum, og
samkvæmt spádómi Jóels munu þau
fyrst byrja aftur, þegar guð líknar fólki
sinu og leysir það úr ánauðinni. Áuk
þess mundi það vera eins os að kasta
perlum fyrir svín, að gjöra augljós
kraftaverk fyrir nútíðar-kynslóðinni,
sem er orðin svo spilt og fyrir lítur
guðs orð og sannleika hans, það mundi
verða einungis til að leiða þýngri dóm
yfiross. ÍMatt. 11. 20-24. lesum vér um
gyðinga í tilliti til kraftaverka hans:
»þeir urðu allir óttaslegnir og lofuðu
guð.«- Mundu menn líka gjöra það,
ef kraftaverk væru gjörð á torgunum
eða götunum í París, Lundúnum, Ber-
lin eða Wien ? . .
Jafnvel nú, á þessum spiltu tímum,
lætur guð sig ekki án vitnisburðar.
Síðan ísrael varð forhertur, kallar hann
og safnar óaflátanlega fólki af öllum
þjóðum og túngumálum inn í söfnuð
sinn, sem hann ekki lengur, eins og
ísraels þjóð, lofar jarðneskum, heldur
himneskum gæðum. Því veitir hann
ekki þessari kirkju veraldlegan sigur
með kraftaverkum, hvorki þurkar upp
fljótineða lætur Jerikós múra falla, en
í stað hins ytra, áþreifanlega framleið-
ir hann innri, andleg kraftaverk í sál-
um manna. Þannig grípur hann á
degi eða nóttu, í myllunni, eðaáeng-
inu, í einveru, eða fjölmenni og há-
vaða lífsins einn eða annan mann, og
snýr hjarta hans þannig, að hann elsk-
ar það, sem hann áður hataði og hat-
ar það, sem hann áður elskaði, svo
sorg hans verður að gleði og gleðin
að sorg, svo að heimurinn bliknar í
augum hans og verður sem hverfandi
skuggi, en hið himneska riki, sefn hann
ekki hefir trúað á fyr, verður nú hið
eina verulega fyrir hann, svo hann deyr
í friði, já, jafnvel þráir að leysast héð-
an í stað þess að heimsins börn ótt-
ast dauðann. — Er ekki þetta krafta-
verk? — Pú, sem enn þá efast, bið
þú guð að framkvæma það í þinni
sál, þá hefir þú kraftaverkið í þínu
eigin lífi og getur glaðst, þegar þeir
neita því, sem ekki þekkja það sjálfir.