Frækorn


Frækorn - 29.11.1907, Side 1

Frækorn - 29.11.1907, Side 1
Rirdísbréf páfa. Páfinn hefir nýskeð sent út hirðis- bréf (encyclika), og blöðin út um heim ræða það bréf með miklum áhuga. »Verdens Oang« segir: »Hið nýja hirðisbréf páfans, sem er beint á móti öllum nútíðarhreyfing- um, er prentað í Osservatore Romano og vekur ákaflega mikla eftirtekt. Páf- inn segir, að hinn nýi tíðarandi (Mo- dernismen) hefir nú gripið svo um sig, að hann sé orðinn að mikiili hættu fyrir kirkjuna, og það sé eitt af helstu skylduverkum páfans að vinna á móti allri vfsindalegri rann- sókn af »sannindum« kirkjunnar. Hinn j nýi tíðarandi muni í ýmsu — eins og t. a. m. í tiliiti til breytiþróunarkenn- ingarinnar og hinnar sögulegu gagn- rýni, persónulegra trúarskýringa og tilrauna til þess að endurbæta kirkju- trúna — leiða til guðsafneitunar. Hinn ( taumlausi þekkingarþorsti og persónu- leg ærugirni stafa af því, að menn lítilsvirða hin sönnu kaþólsku vísindi j og eru ekki nægilega skylduræknir gagnvart kaþólsku kirkjunni. Pað er þetta, sem hefir orsakað það, að hinn nýi tíðarandi hefir náð sér svo djúpt niðri meðal svo margra kaþólskra manna og jafnvel meðal prestanna. Páfinn skipar svo fyrir, að fræðsl- an í skólaspeki og guðfræði miðald- anna skuli nú gefin við allar kaþólskar mentastofnanir í sönnum kaþólskum anda. Allir kennarar, sem fylgja hin- um nýja tíðaranda, verða að fjarlægj- ast frá kaþólskum kennaraskólum og prestaskólum. Biskupar og allir útsend- arar hins heilaga stóls eiga að gæta þess, að prestarnir og hinir trúuðu ekki komist undir áhrif nútíðar-blað- anna. í hvert stifti á að setja á stofn ritdómanefnd (Censurcollegium), sem á að prófa allar kaþólskar bækur og rit, áður en þau verða prentuð. Prest- unum er bannað að halda ráðstefnur, nema í sérstökum tilfellum. Eftirlíts- nefnd í hvert skifti á að vaka yfir, að engin nútíðarvilla nái útbreiðslu.« Blaðið »Köbenhavn« segir:

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.