Frækorn


Frækorn - 29.11.1907, Síða 4

Frækorn - 29.11.1907, Síða 4
368 FRÆKORN »í fornkirkjunni var siður að dýfa mönnum fullkomlega niður í vatnið (immersio) og það var eigi fyr en á 12. öld, að það lagðist af og farið Var að ausa vatninu yfir menn (as- persio); þessi hin forna skírnaraðferð var að því leyti fagur siður, sem með því var ljóslega táknuð greftranin og upprisan.* Vegsamast nú ekki Kristur bezt með því að halda við óbreyttri þeirri skírn, sem hann innsetti í kirkjuna og eftirfylgendur hans alt fram á 12. öld héldu við, þeirri skírnaraðferð, sem íslendingar í fornöld voru skírð- ir með, þeirri skírnaraðferð, sem Lúth- er segir, að sé »í því innífalin, að | oss er dýft niður í vatnið svo það | gengur yfir oss og vér síðan dregn- ir upp úr því.« (Sjá barnalærdóms- bók Lúthers). Sumir vilja auðvitað halda því fram, að það sé Kristi mest ti! vegsemdar, j að skírnin sé haldin í sama lagi og hún er nú, þrátt fyrir það, þótt ó- neitanlegt sé, að hún er stórlega af- löguð frá hinu upphaflega. En þá verða menn alvarlega að athuga, hvort það sé Kristi til vegsemdar að breyta svo ótvíræðlega frá orðum heilagrar ritningar, eða hvort ekki höfundur trú- ar vorrar vegsamast bezt með því »að fylgja hik/aust oiði guðs í heilagr' ritningu* (eins og blað eitt nýlega komst svo ágætlega vel að orði). Enn er eitt atriði, sem er talið að ekki vegsami Krist. Það er að trúa orðum hans og ritningarinnar viðvíkj- andi svefni framliðinna. Látum oss sjá, hvað Jesús segir: »Lazarus vinur vor. er sofnaður.c. >En Jesús talaði um hans dauða.« Jóh. 11, 11. 13. »Mærin er ekki dauð, heldur sefur hún.« Mark. 5, 39. Postular drottins kendu hið sama: »Guð mun . . . fyrir Jesúm ásamt honum leiða til sín þá, sem sofnaðir eru.« »Vér, sem eftir verðum lífs við tilkomu drottins, munum ekki fyrri verða en hinir burtsofnuðu.« 1. Tess. 4, 14. 15. »Ef Kristur er ekki upprisinn, þá er trú yðar ónýt, . . . og þeir, sem sofnaðir eru í Kristi, glataðir.« »Vér munum ekki allir sofna, en allir um- breytast í vetfangi, í einu augnabliki, við hinn síðasta lúðurs hljóm.« 1. Kor. 15, 17. 18. 51. 52. Guðs heilagi andi kendi hið sama í gamla testamentinu. Sjá 1. Kor. 2, 10.; Dan. 12, 2. 13. o. m. fl. st. Að trúa og kenna blátt áfram sam- hljóða þessum orðum álítur blaðið, sem ætlar sér að bera Ijós yfir ísland, — að sé Kristi til vegsemdar —; það álítur blaðið að sé villa. —. Blaðið heldur því fram, að það sé Kristi til vansæmdar, að framliðnir sofi til hins dýrðlega upprisudags, »sofi í Kristi,« eins og heilög ritning orðar það. Sé það drotni til óheiðurs, þá er ef til vill allur svefn samskonar eðlis, eftir ætlun blaðsins, jafnvel það, að trúaðir eins og vantrúaðir menn þurfa að sofa meðvitundarlausumsvefni 7 — 8 klukkustundir á hverjum sólarhring; að öðru er varla hægt að komast, eft- ir kenningu blaðsins, en að sá svefn sé drotni líka til óheiðurs. Vér fáum ekki betur séð, en að það eina, sem vegsamar drottin vorn Jes- úm sé að »fylgja hiklaust orði guðs í heilagri ritningu, að beygja sig í öllu undir það orð og í auðmýkt og með bæn til guðs um kraft hans leitast við að trúa því, sem Jesús segir, og breyta eftir því.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.