Frækorn - 29.11.1907, Page 7
FRÆKORN
371
Biblíurannsókn.
7. Lexia. Hinn komandi heimur.
1. Hvert er hið núverandi ástand allra
skepna? Róm.8, 22.
2. Nær þetta einnig til guðs barna? 23- .
vers; 2. Kor. 5, 4.
3. Hvað getum vér samt sem áður gjört
oss vissa von um? Róm. 8, 18. Hvers vegna? ,
16. 17. vers.
4. Hvernig erutn vér frelsaðir? Róm. 8, 24.
Hvað kallast þessi von? Hvar er hún fest?
Hebr. 6, 19. 20.
5. A hverjn byggjum vér von vora? Hebr.
6, 17. 18.
6. Hvað loforð var ALram gefið? 1 Mós.
13,14-16; Róm. 4,13. Hvað er Abraham nefnd-
ur?'Róm. 4, 11. Hvers vænti hann? Hebr. 11, j
10.
7. Hverjir eiga htuttöku í fyrirheiti því, sem
Abraham var gefið? Matt. 5, 5. Gal. 3, 29.
8. Hvað hefir guð til reitt erfingjum fyrir-
heitisins? Hebr. 11, 16.
9. Hvað er von kristinna manna bundin
við? Pgb. 26, 6-8.
10. Hvaða stór viðburður skeður í sambandi
við þetta? 1. Tess. 4, 16. 17. Fil. 3, 20.
11. Áhvern eigum vér þá að vona?
12. Hverju er mönnunum lofað? Hebr. 2,
5-8. Dan. 7, 26. 27.
13. Hver er þessi arfur, sem guðs börnum
er lofað? Opinb. 21, 1. Hver verður höfuð-
borg þar? 2. vers. Ez. 48, 35.
14. Hvernig mun þeim líða innbyggendum
hinnar nýju jarðar? F.s. 33, 24, 35, 10; Opinb.
21, 4-
15. Hverjir munu fá að njóta allra gæða
hinnar nýju jarðar? Opinb. 22, 14.
Bðrnskgar bugmyndir.
Eg var nú kominn hátt á sjötta árið,
og farinn að hugsa um guð og náttúruna.
Eftir mikla íhugun og rannsókn komst
eg að þeirri niðurstöðu, er nú skal greina:
Jörðin er f laginu eins og kringlótt kaka.
Hún flýtur ofan á sjónum. Himininn, sem
er úr gleri, hvelfist yfir jörðina, og nær
niður að sjónum alt í kring. Stjörnurn-
ar^eru fastar í glerhimninum; sömuleiðis
sólin og tunglið. Hver stjarna er á stærð
við títuprjónshöfuð. Tunglið er á stærð
við lummu. Sólin er álíka stór og pönnu-
kaka, nema hvað hún er dálítið þykkri.
Ofan á glerhimninum, sem eg sé, hvíla
mikil og djúp vötn. Þess vegna þarf
ekki nema dálitla sprungu í glerið, til
þess að rigning komi. En brotui heill
gluggb þá kemur syndaflóðið, svo eg
drukna, Lálli og Imba,Jöknll og kisa líka,
nema því aðeins, að við gæfutn forðað
okkur inn í bæinn, eins og hann Nói,
sem hljóp inn í örkina sínat
Fyrir ofan vötnin, sem hvíla á gler-
himninum, er annar himinn, bjartur og
fagur. Þar er góður guð. F*ar eru
fallegir englar, með mjall’.ivfta vængi.
Rangað fá góðu börnin að koma, þegar
þau deyja. Rar fá þau að leika sér allan
daginn úti á- túninu innan um sóleyjar*og
önnur falleg blóm.
Eg er hálfhræddur við Ijóta karlinn,
sem er undir jörðinni. Hann getur reynd-
ar ekki tekið góðu börnin, en vondu
börnin tekur hann. Aldrei skal eg tala
Ijótt, aldrei skal eg skrökva, svo Ijóti
karlinn geti ekki náð í mig. Altaf skal
eg vera gott og hlýðið barn, svo eg fái
að koma til guðs og góðu englanna.
(Úr barnabókinni Bernskan cftir S. S.)
F R É T T 1 R.
Símskeyti til Frœkorna frá R. R.
Khöfn 21. nóv
Hákon konungur
farinn til Englands. Var í heimsókn í dag
í Fredensborg.
Ástandið í Portúgal
talið ískyggilegt. Lýðveldisflokkurinn eflist
afarmikið. Margir menn settir í varðhald.
Kliöf í 26. uóv.
Henrik Klausen,
norski leikarinn, er andaður.
f-ýzka stjórnin
hefur lagt fyrir Ríkisdaginn lögin um félög
og samkomur, en eftir þeim verðtir þýzka að
talast á öllum opinberum samkomum, nema
sérstök undanþága sé veitt af yfirvöldum.
Ásfandið í Portúgal
enn ískyggilegt. Lýðveldismönnum fjölgar.
/ Karatog
(sbr. símskeyti áður) fórust 4000 menn, en
200 var bjargað.
Hraðlest
féll í gær niður af brú yfir Canes-fljótið,
milli Barcelóna og Valencía. 20 lík eru fnndin
þar, en 80 sárir.