Frækorn


Frækorn - 13.12.1907, Blaðsíða 3

Frækorn - 13.12.1907, Blaðsíða 3
FRÆKORN 383 Steini grætur. „Komið þið undir eins inn, drengir, að hlýða á lesturinn" sagði húsmóðirin, um leið og hún kom fram í bæjardyrnar. Við Steini vorum nýkomnir úr fjósinu; föt- in okkar úðu og grúðu af stráum, fisi og mosa; auk þess vorum við snöggklæddir og óþveg*1- ir. Það var nú ekkert skemtilegt fyrir okkur að sitja undir húslestrinum, svona illa til reika, enda völduin við okkur ekki hin æðstu sæti. Farna sátum við báðirásömu kistunni, frammi við dyr. Aihr hlustuðu með hátíðlegum alvörusvip á húslesturinn, og flestum var farið að vökna um augu. Mér varð nú litið framan í Steina, þar sem hann sat á kistunni hjá mér; mun eg seint gleyma þeirri sjón, er eg sá þá. Tvö stór tár hrundu niður kinnarnar á honum. Eg varð aiveg forviða, og fór að brjóta he'lann um, hvers vegna Steini væri að gráta. „Hvernig stendur á því, að annar eins ær- ingi og ólátabelgur skuli geta grátið undir húslestrinum ? Hann er þá svona góður og guðhræddur drengur, þegar öllu er á botninn hvolft. Hann er nnklu betri en eg, því eg get ekki grátið núna. — „Þetta hefir, ef til vill, verið missýning/' hugsaði eg, um leið og eg leit aftur framan í Steina. Nei, það var öðru nær, slíkt var engin missýning. Þarna horiði eg á tárin hrynja úr augnakrókunum á honum, og níður eltir vöngunum. Eg varð nú alveg frá mér numinn. „Hús- lesturinn hlýtur að vera framúrskarandi góð ur,“ hugsaði eg, og fór að reyna að taka bet. ur eftir húslestrinum. Fyrstu orðin, sem eg heyrði, voru á þessa leið: „Hjúin eiga ekkj að vera svörul, þau eiga að auðsýna trúmensku í öllu.“ Þá hugsaði eg sem svo: Eg get ekki tekið þessi orð til mín; eg, sem er svo ósköp trúr. Eg tel það ekki, þó eg stælist yfir að Dæli, hjerna um nóttina! Þá er eg ekki svörull. - Nei, eg get ekki tekið þessi orð tibmín. — En Steini? Já, það er uú alt örðu máli að genga með hann. Þó hann sé trúr og dyggur og duglegur, þá hefir hann nú saint munninn fyrir neðan nefið. En hann getur ekki að því gert, auminginn. Hann er með þessum ósköp- um fæddur. Hann finnur til þess: að hann er stundum nokkuð svörull, enda grætur hann nú beisklega. - Eg verð að líta framan í hann einu sínní enn, rétt sem snöggvast. Ef eg vikna ekki við það, að horfa á Steina, þá vikna eg aldrei undir húslestrinum. Eg leit nú einu sinni enn frantan í Steina. Hann skammaðist sín ekki fyrir tárin sín, hann Steini. Hann horfði beint framan i mig, og grét svo mikið, að mér fór nú ekki að verða um sel. Aldrei hcfði eg trúað því, að nokkur mannleg vera gæti grátið önnur eins býsn, ef eg hefði ekki séð það sjálfur, með tnínum eig- in auguin. Tárin voru hætt að faila í dropa- tali. Fau brutust áfram í óendanlegum, mó- rauðutn straum, eins og lækur í leysing á vor- degi, fyrst niður vangana, svo niðtir vestis- barmana, og loks niynduðu þau tjörn á kist- unni. Mér var nú óinögulegt að hafa augun af Steina. Hjarta mitt var nú loksins farið að klökna, og itiér farið að vökna um angu, þeg- ar Stemi, alt í einu, snýr við mér bakinu, og lítur fram í næsta herbergi, því stofuhurðin var í hálfa gátt. Mér sýndist hann vera að bauka eitthvað, og varð eg því utidir eins for- vitinn. Eg stóð upp, og leit yfir öxlina á hon- um, til þess að sjá, hvað hann væri að gera, bar þá fyrir augu mín sjón, sem mér er minn- isstæð. Rétt fyrir framan stofudyrnar stóð litið borð, og á því þvottaskál, næstum barmafull af skólpi. Steini rekur nú höfuðuð fram í gætt- ina, seilist með aðra hendina að þvottaskáhnni, og rekur tvo fingur á kaf ofan í skólpið. Að því búnu leggur hann aftur augun, og rekur fíngurna upp í augnakrókana. Þetta gerðihann hvað eftir annað, þangað til tárin boguðu af hvörmunum, og streymdu niður vangana. Nú þoldi eg ekki lengur mátið. Eg greip báðum höndum fyrir andlitið, meðan eg var að komast út úr stofunni. Síðan flýtti eg mér út göngin, og hljóp út á tún. Þar fleygði eg mér niður í laut, og ætlaði að springa af hlátri. Eftir litla stund koin Steini, allborginmann- legur, út á hlaðið. „Skammastu þín ekki fyrir að hlaupa út, áður en lesturinn var búinn?" sagði hann, um leið og hann hlammaðist nið- ur á þúfu, rétt hjá mér. „Þú ættir heldur að skammast þín fyrir það, að vera að konia mér til að hlæja undir húslestrinum," svaraði eg. „Nú. eg varð að gráta, eins og hitt fólkið," sagði Steini. Sigurbjörn Sveinsson (Bernskan).

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.