Frækorn


Frækorn - 13.12.1907, Blaðsíða 6

Frækorn - 13.12.1907, Blaðsíða 6
386 FRÆKORN að sér í ölluni bindindismálum og er að því leyti víst, að það borgar sig að lesa blaðið. Til tryggingar því, að blaðið verði fjölskrúðugt og skemtilegt, má geta þess, að ritstj. hefir útvegað sér ágæta hjálp við blaðið. »Frækorn« mæla hið bezta með þessu nýja fyrirtæki. — Stórstúka Islands gefur blaðið út. •»Reykjavíkin« skiftir um ritstjóra nú um áramótin. Jón Ólafson mun gefa sig við að semja íslenzka orðabók, sem hann fékk styrk til á síðasta þingi, — enda mun hann þreyttur af að rita Reykjavíkur-»sannsögli.« Fyrirlestra um spádóma biblíunnar hefir D. 0stlund flutt í Bétel í seinni tíð. Fundirnir hafa verið mjög vel sóttir, húsið troðfult. Næsta sunnudag talar hann um »þúsundáraríkið«. Nýti samkomuhús í Hafnarfiröi. Hjálpræðisherinn hefir keypt hús í Hafnarfirði, sem verið er að byggja, og verður það fullsmíðað fyrir miðjan jan. næsta ár. Húsið verður hér um bil 12 x 10 ál. að stærð, og rúmar þannig eitthvað á annað hundrað manns. Auk samkomu- salsins verða í húsinu 3 herbergi og eldhús (\>. e. á loftinu). Húsið kostar um 3,500 kr. og eru borgunarskilmálarnir mjög góðir. Verðið virðist vera Iágt, Eru þetta tniklar framfarir fyrir Hjálp- ræðisherinn. Líklega má því telja víst, að Herinn festi fastan fót í Hafnarfirði úr þessu. Bœjarstjórnarkosningarnar væntanlegu eru þegar orðið mikið um- hugsuna- og skraf-efni hér í bæ. Kven- fólkið setur heldur en ekki líf í tauið. Aukaútsoörin í Reykjavík. Niðurjöfnunarskrá fyrir allan bæinn er prentuð. Rrjú hæztu útsvörin eru þessi; Kr. 2,000. Thomsens magasín. — 1,800. Edinborgar-verzlun. — 1,600. Brydesverzlun. Kina-kristniboðsfundur 14. þ. m. ki. 5 síðd. Opinn fundur verður haldinn í st. »Hlín« no. 33. á mánudagskvöldið kl. 9 e. h. Umrœðufundur um aðflutningsbanns- málið. Margir merkir templarar taka þátt í umræðunum. Utan-félagsmenn jafnvelkomnir og stúku- meðlimlr, i Agætar Jólagjafir. Opinberun Jesú Krists. Útlegging eftir J. G. Matteson. Kr. 2.50. Ljóðmæli Matthíasar Jochumssonar. 1. —5. bindi. 10 og 15 kr. Æfiminning Matth. Jochurnssonar. 1 kr. Vegurinn til Krists eftir White. 1 kr. 50 au. Bernskan eftir Sigurb. Sveinsson. 75 au. Ferðaminningar eftir Guðni. Magnússon. 3 kr. Nýja testamentið á 50 au.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.