Frækorn - 30.04.1908, Síða 5
FRÆKORN
77
Ráðþrota fór eg leiðar rninnar
og sagði við sjálfa mig: »Eg
vissi, að það yrði gagnslaust.«
Daginn eftir fór eg aftur til
hans og hélt því áfram daglega
í hálfan mánuð, en hann var
vanþakklátari en hundur. Eg
sagði því við sjálfa mig: »Eg
er ekki að þessu lengur.«
Þegar eg afklæddi litlu dreng-
ina mína það sama kveld, þá
bað eg ekki fyrir námumannin-
um, eins og eg var vön. Karl
litli . tók eftir því og sagði:
»Mamma, þú baðst ekki fyrir
slæma manninum.«
»Nei,« svaraði eg og stundi
við.
»Mamma, ertu búin að sleppa
af honum hendinni«?
»Já, það held eg.«
»Mamma, er guð búinn að
sleppaaf honum hendinni? Ættir
þú að sleppa af honum hendinnni,
mamma, fyr en guð gjörir það?
Eg gat ekki sofið um nóttina.
Maðurinn var aðframkominn —
og svona guðlaus — enginn
skifti sér af honum.
Eg fór á fætur, gekk á afvikinn
stað til að biðjast fyrir. En um
leið og eg kraup á knén, gagn-
tók mig sú tiifinning, að hugur
fylgdi litt máli hjá mér, er eg
var að biðja. Mig vantaði trú
og mig vantaði í rauninni að
mestu leyti hina réttu umönnun
— fann aðeins til hennar. Hví-
lík hneisa. Trúboðsákafinn í
mér var ekki annað en uppgerð;
eg féll á grúfu og kallaði:
‘Drottinn minn, Jesús Kristur,
láttu því aðeins bregða fyrir í
huga inínum, hvers virði manns-
sálin er.«
Lesari góður, hefir þú nokkurn
tima beðið þannig af öllu hjarta?
Ojörðu það ekki, nema þú sért
fús til að afsala þér makindum
og eigingjörnum skemtunum, því
að lífið kemur þér alt öðruvísi
fyrir sjónir eftir slíka opinberun.
Eg var á bæn á hnjánum,
þangað til krossinn á Golgatha
stóð mér lifandi fyrir hugskots-
sjónum. Eg get eigi lýst þeirri
stund. Hún kom og leið. En
þá nótt lærði eg það, sem eg
hafði eigi vitað áður, það er að
segja, hvað barátta er fyrir mann-
lega sál. Eg þekti Jesúm betur
enn áður. Eg var þarna, þaugað
til hann bænheyrði mig.
Pá er eg kom aftur til her-
bergis míns, spurði maðurinn
minn: »Hvernig líður námu-
manninum þínum.« »Hannverð-
ur frelsaður.« »Hvernig veizt
þú það?« »Drottinn frelsar hann,
og eg veit ekki, hvort eg á nokk-
urn þátt í því,« svaraði eg.
Frh.
Snarráður bestur.
Nýlega ætluðu tvær unglings-
stúlkur í Vesturheimi að tví-
menna yfir á, en hesturinn hnaut
um stein, og þær duttu báðar
af baki ofan í ána. Hvorug
stúlkan kunni sund, og þær
voru því báðar hætt komnar að
drukkna, er hesturinn, sem var
mesta eftirlætisgoð og vitskepna,
synti til þeirra, eins og hann
vissi, í hvaða hættu þær voru
staddar. Hann synti svo hvað
eftir annað hringinn í kring um
þær, þangað til önnur þeirra
náði í taglið á honum; til allr-
ar hamingju náði hún svo
í hárið á systur sinni, og
hesturinn dró þær báðar til
lands.
Heimilisfólkið vissi ekkert um
þetta, fyr en hesturinn kom heim
og hneggjaði, eins og hann væri
í vandræðum. Eigandi hans, faðir
stúlknanna, fór þá út. Undireins
og hesturinn sá hann, brokkaði
hann af stað; en er hann varð
þess vís, að húsbóndi hans
kom ekki, sneri hann' við og
hneggjaði aftur og rauk svo af
stað eins og áður.
Þá datt manninum í hug, að
eitthvað væri að, og þaut hann
því af stað á eftir hestinum, og
mætti nú báðum stúlkunum, er
voru komnar á leiðina heim.
Hesturinn fór til þeirra og nugg-
aði snoppunni upp við þær,
eins og til að sýna, hvað honum
þætti vænt um að finna þær á
lífi.
Aður hafði faðir þeirra altaf
verið að ráðgera að selja þennan
hest, af því að honum þótti
ekkert varið í hann; en nú kvað
hann ekki vilja selja hann fyrir
neitt, og þegar klárinn fe lur frá,
þá kvað eiga að gjöra honutn
legstein í minningu þ ss, að
hann bjargaði stúlkunun’.
Fetold.
ErSendar fréttir.
313 lúthmkir prcstar
og prófessorar meðal Norð-
manna í Ameríku hata nýlega sent
lúthersmönnum í Noregi ávarp,
þar sem þeir lýsa því yfir, að
»þeir með sorg hafa tekið eftir,
hvernig grundvelli kirkjunnar,
heilagri ritningu og þar með
grundvallarsannleika kristindóms-
ins, svo sem kenriingunni um
guðdóm Krists, getnað Krists af