Frækorn - 25.05.1908, Qupperneq 1
HEIMÍLISBLAÓ
MEÐ MYNDUM
RITSTJORI: DAVID OSTLUND
9. arðangur.
Reykjaník 25. maí 190$.
12. tölublað.
F5ií — á síðan.
Talmage.
xPví að nú sjáum vér gegnum
gler, í ráðgátu, en á síðan augliti
til auglitis.« 1. Kor. 13, 12.
Furðulegust allra bóka er bókin
guðs. Hún getur veitt friðlausu
hjarta mínu livíld og frið, eins og
vögguljóð geta huggað barnið, sem
grætur. Hún er eins beitt eins og
tvíeggjað sverð og eins kraftmikil
og reiðarslag, og hún er við allra
hæfi — gamalla og ungra. Hún
er dásamleg bók.
Ekkert æsir þessvegna tilfinning-
ar vorar eins og ef einhver lítils-
virðir biblíuna. Hún hefir verið
oss svo óendanlega dýrrnæt á lið-
inni æfi vorri, og hún mun verða
oss enn dýrmætari á ókomnum
stundum. Eg finn, að eg mundi
vilja gjöra sama við biblíuna mína
og eg sá mann nýlega gjöra við
biblíuna sína í járnbrautarvagni. Pá
er hann var seztur niður, tók hann
hana upp úr vasa sínum og fór
að lesa í henni. Eftir stundarlest-
Ur lét liann hana aftur, kysti hana
og iét hana svo gætilega i vasa
sinn. Mig furðaði alls ekkert á
því, að hann skyldi kyssa jafnmik- j
inn dýrgrip. Til eru menn þús-
undum saman er við umhugsun
alls þess, sem biblían hefir verið
þeim og sagt þeim um dýrð ann-
ars lífs, mundu vilja þrýsta henni
að vörum sínum og hjarta sínu.
»En nú sjáum vér gegnum gler,
í ráðgátu, en á síðan augliti til aug-
litis.«
F*etta er sannleikur að því er
hugsanir vorar um guð snertir. Vér
gjörum oss hugmynd um hann,
vér hugsum um hann; en hve ó-
ljósar og ófullkomnar eru hugsan-
ir vorar og hugmyndir um hann í
sambandi við hina miklu og sælu
veru.
Pað er ef til vill mynd á veggn-
um hjá þér, sem á að tákna vor-
morgun. Ef þú skoðar myndina,
þegar þoka er og kuldanepja, þá
hressist þú af því. Skýjaslæðurn-
ar, grængresið með glitrandi dagg-
ardropunum, skógurinn og vatnið —
alt þetta hefir góð og fjörgandi á-
hrif á þig. Litmyndin er fögur
og vel máluð. En morguninn eft-
ir fer þú snemma á fætur; þú
gengur út og fer upp á hæð, til
að njóta sólaruppkomunnar. En
sú sjón. Sólin steypir gullnu geisla-
dýrðinni sinni yfir láð og lög, yfir
fjöll og dali. Hrifinn af öllu því,
er fyrir augu þín ber, heldur þú
svo heimleiðis. Daggarperlurnar
glitra í grasinu og í skógunum og
annarstaðar syngja fuglarnir hóp-
um saman skaparanum lof og dýrð.
Pú gengur inn í herbergi þitt og
gáir að litmyndinni á veggnum.
»Detta er góð mynd«, segir þú;
»það er ágæt líking eftir vormorgni,
en hvað er hún á við það, sem
eg sá áðan.«
í biblíunni eigum vér, ef svo
mætti að orði komast, mynd af
guði. Vér höfum yndi af að horfa
á hana, því að hún gleður hjarta
vort. En er vér stöndum frammi
fyrir honum á hitnnum, þá mun-
um vér segja: »Vér áttum mynd
af honum á jörðunni; en nú sjá-
um vér hann sjálfan, augliti til
auglitis.«
Petta er einnig sannleikur að því
er snertir þekkingu vora á drotni
vorum Jesú Kristi og endurlausn-
arverki lians. Vér tölum um kær-
leik hans, líkn hans, ástúð hans,
píslir hans, dauða hans, upprisu
hans og endurkomu. En hve lítið
þekkjutn vér hann þó í samanburði
við það, sem verða mun, er vér
sjáum hann í allri dýrð hans —
»augliti til auglitis.«