Frækorn - 08.10.1908, Síða 5

Frækorn - 08.10.1908, Síða 5
að slíkt bréf til konu sinnar og barna. Eg bið þig um að lesa það, mamma mín«, bætti liún við, um leið og hún fékk henni bréfið. Konan mín tók bréfið, fór með það inn í næsta her- bergi og lét það niður í skrif- borð sitt. Seinna um daginn fór hún inn í herbergið, læsti að sér, opnaði skrifborðið, tók bréf- ið og fór að lesa. Því meir sem hún las, því ver leið henni; hún sagði mér það seinna, að hún hefði lesið það fimm sinn- um, áður en hún hefði lagt það frá sér. Þegar hún var búin að lesa það í síðasta sínn, lét hún það aftur niður í skrifborðið og fór aftur inn í herbergi það, sem hún hafði komið úr. Augu hennar flóðu í tárum, og nú var það dótturinnar að spyrja: »Móðir, hversvegna ertu að gráta?« »Barnið mitt, hjarta mitt þjá- ist«, svaraði hún, eg ætla að leggjast fyrir. Og það gjörði hún. Vinnu- konan bjó te til handa henni. Hún hélt að ekki þyrfti annað til þess að taka burtu hjartverk- inn, sem hún kvartaði um; en ekki létti vesalings konunni minni við teið. Skömmu seinna kom móðir konu minnar heim til hennar; hún hélt að hún væri mjög veik, og fyrirskipaði ein- hver vanaleg húsmeðöl etns og mæðrum er títt, en engan bata hafði það í för með sér. Klukkan hálf sjö um kvöldið sendi tengdamóðir mín eftir doktor R—; hann kom strax, ráðlagði henni meðöl, en ekki tókst meðölunum hans fremur að taka burtu hjartverkinn, sem konan mín kvartaði um. Tengda- FfcÆKÖRfí móðir mín var heima hjá okkur um kveldið að hjúkra konu minni þangað til kl. var 15 mín. yfir 11. Eg heyrði konu mína segja seinna, að hún hefði þráð í hjarta sínu, að móðir sfn færi út, því að hún hefði fastlega á- sett sér að krjúpa á kné eins og eg hafði áður gjört, jafn- skjótt óg móðir hennar væri farin. Óðar en hún var farin burt, lokaði kona mín hurðinni, féll á kné við rúmið sitt, og áður en 2 mínútur voru liðnar, hafði Kristur hinn mikli læknir verið hjá henni, læknað hana og snú- ið henni. Næsta morgun fékk eg svo hljóðandi símskeyti: »Kæri maðurinn minn, komdu heim strax, eg hélt að þú hefðir á röngu að standa og eg á réttu, en hefi nú komist að því, að þú hafðir rétt fyrir þér, en eg rangt. Kristur þinn er Messías minn, Jesús þinn frelsari minn. í nótt þegar kl. var 19 mínútur yfir 11, meðan eg lá á knjánum í fyrsta sinn á ævi minni, sneri herrann Jesús sálu minni. Pegar eg var búinn að lesa símskeytið, fanst mér eins og mér stæði alveg á sama um stjórn þá, sem eg vann fyrir. Eg hætti við störf mín án þess að Ijúka við þau og fór með fyrstu hraðlest til Washington. Af því að margir þektu mig og heimilisfólk mitt, einkum Oyð- ingar (því að eg söng oft í sam- kunduhúsinu), þá sendi eg sím- skeyti til konu minnar þess efn- is, að hún skyldi ekki taka á móti mér á stöðvunum, því eg vildi ekki láta bera á heimkomu minni, heldur ætlaði að fá mér vagn, þegar eg kæmi til Wash- 189 ington og aka heim svo lítið bæri á. Pegar eg kom heim, sá eg konu mína standa í opn- um útidyrunum og bíða þar eftir mér. F*að skein gleðin út úr andliti hennar. Hún hljóp út á móti mér, þegar eg kom út úr vagninum, lagði hendur um liáls mér, og kysti mig. Faðir lienn- ar og móðir stóðu líka í opn- um útidyrunum á húsi sínu þar andspænis, og þegar þau sáu okkur í faðmlögum, fóru þau að bölva bæði mér og konu minni. Tíu dögum eftir að konan mín hafði gefið Kristi hjarta sitt, snerist dóttir mín; hún er nú kona kristins prests, og starfar með manni sínum í Krists vín- garði. Foreldrar konu minnar hétu syni mínum (guð gæfi eg gæti sagt það sama um hann og systur hans), að ef hann aldrei framar kallaði mig föður né konu mína móður, skyldi hann erfa allar eigur þeirra, og hingað til hefir hann haldið loforð sitt. Ári og níu mánuðum eftir að kona mín snerist, iagðist hún veik og dó. F*að, sem hún þráði í hjarta sínu var að hitta son sinn, sem bjó skamt frá okkur. Eg sendi hvað eftir annað til hans og bað hann að koma til dauðvona móður sinnar. Einn af prestum bæjarins fór sjálfur með konu sinni að hitta son minn og reyndu þau að fá hann til þéss að veita deyjandi móð- ur sinni þessa bæn, en hann svaraði ekki öðru en þessu: »Vei henni, látum hana deyja, hún er ekki móðir mín.« A fimmtudagsmorgun (daginn, sem hún dó) bað kona mín mig að senda eftir eins mörg-

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.