Frækorn - 27.01.1909, Blaðsíða 3

Frækorn - 27.01.1909, Blaðsíða 3
drottinn, þolinmóður og ríkur af miskunnsemi. Hann mun ei ætíð ganga í rétt, ei heldur eiiíflega geyma sína reiði. Hann breytti ei ' við oss eftir vorum syndum, og endurgalt öss ei eftir vorum mis- gjörðum. Heldur svo hátt, sem himininn er yfir jörðunni, svo máttug var hans miskunsemi yfir þeim, sem hann óttast. Svo iangt sem austrið er frá vestrinu, svo fjar- lægir hann frá oss vor afbrot.« Máttug eru í sannleika þessi orð: »Svo hátt sem himininn er yfir jörðunni« — svo stór er náð guðs. O, hvílíkt mál! Getum vér mælt, hversu hátt himinhvolfið er? Getum vér hugsað, hversu langt þar er tii hinnar yztu stjörnu ? O nei! Stjörnufræðingarnir segja oss, að það séu 4,500,000,0 00,0 00 mílna til hinnar næstu fastastjörnu og að Ijósið þurfi 31/2 ár til þess að komast frá henni ti' vor. Og hugsa því næst um allar hinar aðrar stjörnur, sern eru mörg þúsund sinnum fjarlægri frá jörð- unni óg les aftur þessi blessuðu orð: »Svo hátt, sem himininn er yfir jörður.ni, svo máttug var hans miskunnsemi.« Og »svo langt sem austrið er frá vestrinu, fjarlægir hann frá oss vor afbrot.« Hversu langt er frá austri til vesturs ? Frá suðri til norðurs getur mað- urinn mælt í mílum. Sumir hafa farið til norðurs, og ef að þeir gætu komist svo langt sem til norðurheimskautsins, geta þeir ekki farið lengra til norðurs, þeir mundu þá fara til suðurs aftur, af því þeir hefðu komist til takmarka norðursins. FRÆKORN En ekki er það þannig, þegar vér tölum um austrið og vestrið. Ef að einhver vildi fara frá vestri i til austurs, mundi hann aldrei að eilífu komast þangað; ætíð mundi hann hafa austrið fram undan sér, þó hann færi kringum jörðina þús- und sinnum. — En svo langt vill drott nn fjarlægja frá þér og mér afbrot vor. Ó, að hver einasta sál, sem heyr- ir þessi orð, vildi trúa þeim og verða hólpnir. Frh. Fagnaðarerindið í heiðingja- löndunum. Indland. Peir Ziegenbaeg og Plutschau, sem voru forkólfar kristniboðsstarfseminnar á Ind- landi, hafa lítið rent grun í það, er þeir komu til Frankebar fyr- ir tveimur öldum, hve mikill mundi verða árangurinn afverki þeirra. Carey hefir eigi heldur gjört sér hugmynd um, hvað kristniboðið yrði komið áleiðis 100 árum eftir hans dag. Mörg kristniboðsfélög starfa nú á Ind- landi, og standa þau straum af frá þrjú til fjögur þúsund kristni- boðum. Biblían hefir verið þýdd á öll helstu tungumál Indverja; með því er lögð undirstaða, sem byggja má ofan á með munn- legri fræðslu. Filipseyjar. Hinn mikli land- könnuður Magallan fann Filips- eyjar fyrir hér um bil fjögur hundruð árum. Eyjarskeggar voru þá flestir heiðnir, sumir voru herskáir Múhamedstrúar- menn. Nú eru þeir flestir kaþólskrar trúar; hafa múnkar 3 frá Spáni áorkað því. Á fjöll- unum er þjóðflokkur, sem safn- ar hauskúpum; þar eru ogaðrir kynþættir, sem eru dálítið sið- aðir. Mótniælendakristniboðinu hefir orðið nokkuð ágengt, eink- um síðan eyjarnar komust undir yfirráð Vesturheimsmanna. Ajrika. Hún er afarstórt land- flæmi með 200 miljónum íbúa. Fæstir þeirra hafa séð Ijós krist- indómsins. Pó að nokkrir kristni- boðar hafi komist langt inn í uppland Afriku, þyrfti heila her- sveit af guðræknum körlum og konum til að flytja fagnaðar- erindið þangað. Meðtram strönd- inni hefirárangurinn orðið nokk- uru meiri, og niargir af niðjum Kams fagna í trúnni á frelsara heimsins. í Matabelalandi fyrir norðan Kapnýlendu hefir verið komið á fót nokkurum kristniboðsstöðv- um, og mörg af börnum þar- lendra manna eru nú uppfrædd í sannindum kristinnar trúar. Nokkuru ofar í hinu mikla meg- inlandi er Barotsaland; þar hef- ir minna verið gjört. Landsbú- ar eru á lágu menningarstigi og hala þörf fyrir Ijós fagnaðar- erindisins. Norðar og austar er Miðafríka hin brezka. Par er næstum komið að miðju megin- landsins myrka. Gleðilegt er það, að fagnaðarerindið er einn- ig komið þangað, og að nokk- urir landsmanna hafa tekið trú. Pað er mikið verkefni fyrir þá, sem láta sér umhugað um út- breiðslu guðs ríkis, að kristna öll þessi miklu landflænti. Kína. Par er mikil hreyfing um þessar mundlr, eins og í öðrunt löndum, og jafnvel enn meiri. Það er einsogþjóðin sé

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.