Frækorn - 15.02.1910, Blaðsíða 2
18
F R Æ K O R N
áranna 1880—90 kenslukona í
Landskrona. Hún hefir hin
síðustu 20 ár unnið sér meiri
og meiri frægð.
Lœknisfrœðisverðlaunin fékk
Þjóðverjinn dr. Emil Theodor
Kocher. Hann er merkur skurð-
læknir og hefir ritað fræg rit
um þá grein læknisfræðinnar.
Efnafrœðisverðlaunin hlautpró-
fessor Wilhelm Ostwald í Leip-
zig. Hann hefir ritað stórmerk-
ar hækur um þá vísindagrein.
Verðlaunin fgrir eðlisfrœði
skiftust milli Ítalíumannsins G.
Marconi og prófessors Ferdinands
Braun í Leipzig. Báðir þessir
menn eru sérfræðingamenn og
uppfundingamenn á svæði hinna
þráðlausu fregnskeyta. Marconi
er betur þektur heldur en
Braun. Yngstur allra Nobel-
mannanna mun Marconi vera.
Hann er að eins 35 ára að
aldri. »Þráðleysan« hefir Aærið
áhugamál hans síðustu 15 árin.
Árið 1902 var fyrsta þráðlausa
skeytið sent milli írlands og
Kanada. Það undraverk manns-
andans heyrir 20. öldinni til.
Hugleiðing i bænavikunní.
Hví ætti eg ekki að játa trú
á Jesúm Krist, sem fæddist, lifði,
leið og dó fyrir mínar syndir; á
hann, sem hefir brotið hrodd
dauðans og innsigli grafarinnar
með sinni upprisu; á hann, sem
sté upp lil himins, þar sem hann
situr eilífum föður til hægri
handar og ræður og ríkir með
honum um allar aldir. O! sú
gleði, sem gagntekur hug og
hjarta allra þeirra játenda hans,
er þrá hans tílkomu, því þau
vita það, að þegar hann kemur
í dýrð sinni með sínum heilögu
þúsundum, þá upprennur sú
stund, er þeir leysast héðan og
fá að vera með Kristi.
Hjartkæru landar mínir! hverr-
ar stéttar sem þér eruð, og í
hvaða stöðu sem þér eruð, gefið
gaum að köllun Jesú Krists!
Látið hann ekki standa árang-
urslaust og kalla til yðar: »Komið
til mín, allir þér, sem erfiðið og
hlaðnir eruð þunga, eg skal end-
urnæra yður«.
Æ, komið í dag! Enginn
maður veit, nær sagt verður:
»Ger reikningsskap ráðsmensku
þinnar«. Þessum orðum verður
ekki að eins bent til hinna fá-
tæku og fáfróðu, heldur einnig
til hinna ríku og fjölfróðu. Gætið
að yður, þér andlegrar stéttar
menn, sem eigið að vaka yfir
hjörð drottins með allri kost-
gæfni; gætið þess, að blóð þeirra
sem týnast fyrir yðar vanrækslu
sakir, mun verða kallað af yðar
hendi. Látið yður ekki nægja, að
taka há laun og fullnægja öllum
lagavenjum, er embætti yðar eru
samfara, heldur safnið saman
hjörð yðar til bæna-ákalls, og
krjúpið með henni í hjartans
auðmýkt frammi fyrir guði og
frelsara vorum Jesú Kristi; biðjið
með hrærðu hjarta um líkn og
náð, biðjið guð af hrærðu bjarta
að snúa yður frá hræsni og villu.
Þér guðfræðingar, stýrið gegn
gömlum, köldum og rotnum
kenningarvenjum, en kennið guðs
orð hreint og óblandað manna-
setningum, látið ekki embættis-
launin vera aðal hvötina til em-
bæltis yðar, því ef þér gerið það,
þá eruð þér ónýtir þjónar, fyrir-
litlegir bæði fyrir guði og mönn-
um. En kappkostið um fram
alt að auðsýna kærleikann til
guðs og manna í orði og verki,
svo þér megið á síðan koma
fram fyrir hinn mikla dómara
með söfnuð yðar og ásamt hon-
um hlotið kórónu lífsins og gang-
ið svo sigri hrósandi inn í fögn-
uð vors drottins og herra. Hver
sem hefir eyru til að heyra með,
hann heyri.
Eg játa trú á Jesúm Krist,
í Jesú líkn mín sál er þyrst.
Hans síöu blóð er svölun mín,
hans sannleiksorð sem ljós mér skín.
Það er sú eign, sem á eg hér
og enginn tekur burt frá mér.
G. P. (þjóðkirkjumaður).
rivað segir nýja-testamentið
um »hvíldardaginn«, »hinn sjö-
unda dag«, og »fyrsta dag vik-
unnar«?
Það getur þú gengið úr skugga
um með því að lesa eftirfarandi
ritningarstaði. Það eru allir
þeir staðir, þar sem þessir tveir
dagar eru nefndir í nýja-testa-
mentinu.
Ilvíldardagurinii, Sunnudagurinn,
sjöundi dagur fyrsti dagur
vikunnar: vikunnar: ¥
Matt. 12, 1. Matt. 28, 1.
- 2. Mark, 16, 2.
- 5. - 9-13.
- 8. Lúk. 24, 1.
- 10. Jóh. 20, 1.
- 11. - 19.
- 12. Ap. gj. 20, 7.
24, 20. 1 Kor. 16, 2.
28, 1.
Mark. 1, 21.
2, 23.
- 24.
- 27.
- 28.
3, 2.
- 2.
6, 2.
16, 1.