Frækorn - 15.02.1910, Blaðsíða 6

Frækorn - 15.02.1910, Blaðsíða 6
22 F R Æ K O R N og var einn þeirra fáu, er eigi tóku undir mótmæli Jóns Sig- urðssonar, enda var faðir hans forseti fundarins. Á þingi sat hann 1859—1863 sem þingmað- ur Snæfellinga. Páll Melsteð var skemtinn í viðræðum og fróður um margt. Kunni hann frá mörgu að segja, enda hafði hann gott minni fram á elliár. Mundi hann Fjölnis- menn og var aldavinur sumra þeirra. (Þjóðóifur). Þung reynsla. [Niðuri.]. Faðir hans gekk oft yfir sölutorgið og brosti tilhans; en hann bauðst aldrei til að létta erfiðleika hans; því hann vissi, að ef Tómas stæði einn í stríðinu, þá mundi það verða sú leksía fyrir hann, sem hann gæti aldrei gleymt. Hann var þegar orðinn svo auðmjúkur og þolinmóður, að allir tóku eftir breytingunni, og móðir hans gladdist yfir afturhvarfi hans og sjálfsafneitun. Að fáum vikum liðum voru umbúðirnar teknar af höndum Rikharðs; en menn höfðu ekki búið rétt um þær, svo hendur hans voru vanskapaðar. Frú Pétursson gat ekki dulið harm sinn. »Hann mun aldrei geta veitt mér sömu hjálp og áður«, sagði hún við Tómas; »hann líkist ekki lengur öðrum drengj- um, og hann, sem skrifaði svo vel — nú getur hann ekki frem- ur skrifað staf, heldur en hænu- ungarnir þarna úti í garðinum«. »Ef við liefðum haft dugleg- an læknir frá einhverri stór- borginnin, sagði nágranni henn- ar, »þá mundi hann vera orð- inn jafngóður nú, og jafnvel enn þá væri hægt að laga fing- ur hans mikið, ef þú gætir sent hann til New-York«. »Eg er of fátæk til þess — alt of fátæk!« svaraði frú Pét- ursson og fór að gráta. Tómas þoldi ekki að sjá hana gráta, en hljóp aftur út í skóginn til að hugsa um, livað hægt væri að gera, því hann var búinn að gefa þeim alla vasapeningana sína. Alt i einu datt honum nokkuð í hug, en hann hrökk sainan við þá hugsun, eins og hann væri skotinn; svo fór hann að gráta. »Nei, nei, hvað sem vera skal annað en þetta, eg get ekki gert það«. Tíger steikti vingjarnlega hönd hans og horfðí á hann með hluttekningu. Tómas átti í hörðu stríði. Hann klappaði hundinum og þó hann væri kjarkmikill drengur, þá grét hann hátt. Tiger gólaði, sleikti hann í framan, stökk inn á millum trjánna og gelti ákaft að einhverjum ímynduðum ó- vini, kom svo aftur og lagði framlappirnar upp á hnén á Tómasi og dinglaði rófunni. Loksins tók Tómas bendurnar burt frá föla, grátna andlitinu og um leið og hann horfði framan í liundinn sinn, sagði hann snöktandi: »Tiger, góði vinur minn? gætir þú nokkurn tima fyrirgef- ið mér, ef eg seldi þig?« Þessum orðum fylgdi þungt andvarp, og Tómas stóð upp í flýti eins og hann þyrði ekki að reiða sig á stöðuglyndi sitt. Hann hljóp út úr skóginum og yíir akrana. Tiger var rétt á hælunum á honum, og hann hægði ekki á ferðinnj, fyr en hann var kominn að dyrunum á húsi Major Whites, sem var nærri fjórar mílur í burtu. »Vill hr. majórinn enn þá kaupa Tiger?«. »Ó, já,» svaraði gamli mað- urinn undrunarfullur, »ætlar þú að selja hann?« »Já, gerið svo vel að taka hann«, sagði Tósas, án þess að líta á félaga sinn. Kaupin voru brátt gerð, og Tómas hafði 40 krónur í hendinni. Tiger var gintur inn í hlöðuna og lokað- ur inni, og er Tómas flýtti sér burtu, sneri hann sér við og sagði með grátstað í kverkun- um: »Þér verðið góður við hann, hr. majór, er ekki svo? Berjið hann ekki; það hefi eg aldrei gert, og hann er hinn bezti hundur —«. »Nei, nei, barnið gott«, sagði Majór White vingjarnlega, »eg skal fara með hann eins og kongsson, og ef þig langar ein- hvern tíma til að kaupa hann aftur, þá skalfu fá það«. ' »Þakka yður fyrir«, sagði Tómas og stökk af stað til þess að heyra ekki, hvað Tiger var ákafur að rífa í hlöðuhurðina. Eg ætla ekki að lengja frá- söguna alt of mikið, heldur ein- ungis geta þess, að hjálp sú, sem Tómas bauð fram, var vel þegin. Vinur þeirra tók Rik- harð litla borgunarlaust með sér til New-York og þessar 40 krón- ur gengu til að borga nauð- synlega læknishjálp. Bognu fingurnir urðu talsvert betri, og brátt nær því jafngóðir. Allir þorpsbúar elskuðu Tómas fyrir göfuglyndi hans, og sjálfsafneit- un þá, er hann sýndi, af því

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.