Frækorn - 15.04.1910, Qupperneq 6
46
F R Æ K OrR N
»Já — rétt er það! Nú man eg
það!« svaraði biskupinn, »en þetta
var heimskulegt spaug hjá mér, og
nú iðrar mig þess«. »Gott eða
lélegt spaug, það gildir einu, og
breytir eigi þeirri sannreynd, aðfyr-
verandi páfi vorvarmjög vínhneigð-
ur. Hver einn einasti Kanada-prest-
ur, sem verið hefir í Rdm, stað-
festir þann sannleika.« Og hverju
svaraði Prince’1 biskup um það?«
spurði Brassard.
Nákvæmlega eins og þegar eg
spurði hann um Maríu mey, hann
sleit samtalinu f skyndi, leitáklukk-
una, og sagði, að hann yrði að
fara á samkomu«.
Skömmu eftir þetta samtal um
kirkjufeðurna stjórnaði guð því þann-
ig, að kaþólska trúinmínvarðgegn-
umstungin af nýrri ör.
Mér var boðið að koma til
Varennes og halda þar prófræður.
Að kvöldi annars dags, þegar eg
hafði prédikað og heyrtleyniskrifta-
mál allan síðari hluta dagsins, varð
eg samferða prestinum heimleiðis,
og mætti á veginumfátækum manni;
hinn aumlegi tötrabúningur hans og
bleiku, titrandi varir settu innsigli
grafarinnar á útlit hans; ástand hans
virtistvera hið allra aumasta. Lotn-
ingarlaust tók hann ofan og sagði
við Primeau með titrandi rödd:
»Þér vitið, að veslings konan mín
dó og var grafin fyrir tíu dögun.
En þar eð eg var of fátækur tilað
eg gæti keyptsálumessuhandahenni
óttast eg, að hún sé í hreinsunar-
eldinum, því eg sé hana réttáhverri
nóttu í logandi báli; hún kallar á
mig sér til hjálpar, og hún biður
mig að sjá um, að það verðisung-
in messa til frelsunar sálu hennar,
og nú vildi eg biðja sálusorgarann
að gjöra svo vel og lesa messu fyr-
irsálu hennar«. Presturinn svaraði:
«Auðvitað er konan yðar í logum
hreinsunareldsins og þolir mestu
kvalir, sem einungis verða linaðar
við messufórn. Gefið mér fimm
doliara, þá skal eg syngja messu
fyrir hana i fyrramálið.«
»Þér vitið vel, herrakirkjuhirðir«,
svaraði maðurinn með auðmjúkri
röddu, að bæði eg og konan mín
höfum verið veik mestan hluta
ársins, og sökum fátæktar get eg
ekki borgað fimm doIlara«. »Get-
irðu ekki borgað, færðu enga sálu-
messu sungna. Þú veizt, að það er
reglan. Það stendur ekki í mínu
valdi aðgjöranokkra undantekningu
frá henni.« Þessi orð voru töluð
með hárri og drembilegri rödd, og
voru algerlega gagnstæð auðmjúkri
framgöngu fátæka mannsins og neyð
hans og vandræðum. Migtókþetta
mjög sárt, og eg vorkendi mannin-
um. Eg vissi, að presturinn átti
mörg þúsund krónur á bankanum
og þjónaði auðugasta söfnuði Kan-
ada. Fyrst vonaði eg,að hannsyngi
messuna fyrir manninn, án þess að
nefna borgun, en mér skjátlaðist.
Mín fyrsta hugsun var að stinga
hendinni niður í vasann og taka
upp fimm dollara handa fátæka
manninum, til þess hann geti öðlast
rófyrir konunni sinni sáluðu. Mig
langaði líka til að segja honum, að
eg vildi lesa m^ssuna fyrir ekkert
handa honum, en eg hafði ekki
uppburði í mér til þess, því eg
óttaðist fyrir að særa prestinn, sem
var eldri en eg, og eg hafði ætið
borið mikla virðingu fyrir honum,
enda hefði hann tekið það sem
móðgun.
Eg stóð og blygðaðist mín fyrir
hugleysi mitt. Sálusorgarinn sagði
við veslings mauninn: »Það er
konan þín, en ekki mín; það er
þítt, en ekki mitt, að reyna að fá
hana úr hreinsunareldinum.« Hann
snéri sér til mín og sagði meðsér-
stakri kurteisi: »Nú förum við
heim og fáum okkur te!« Veslings
fátæki maðurinn hóf titrandi rödd
sína, um leið og hann sagði: Eg
get ekki vitað af veslings konurni
minni í hreinsunareldinum! Ef þér
getið ekki sungið hámessu, þá lesið
þó fimm lágar messur.«
Presturinn snéri sér að honum
og sagði: »Já, eg skal lesa fimm
messur, en gefðu mér þá fimm
shilling; þú veizt, að verðið er einn
shilling fyrir messuna.«
Fátæklingurinn svaraði: »Eg hef
jafnlítið einn dollar, sem fimm; ég
á ekki eitt einasta cent, og aumingja
börnin mín þrjú eru svöng og eins
tötraleg og eg.«
»Gott og vel,« sagði presturinn,
í morgun gekk eg um heima hjá
þér og sá tvo fallega smágrísi; láttu
mig fá annan, þá skal eg lesa fimrn
messur.«
Hannsagði: »Brjóstgóðurnágranni
gaf mér þá, til þess að egkomandi
vetur hefði eitthvað handa börnum
mínum að lifa á, svo við ekki svelt-
um í hel.«
Mér var ómögulegt að hlusta leng-
ur á þessa undarlegu kaupverzlun.
Eg flýtti mér fráverzlunarmanninum
og gekk til herbergis míns, Iokaði
dyrunum, féll á kné og grét. Að
liðnum fjórðungi stundarbarði prest-
urinnn að dyrum og sagi: »Teið
er tilbúið, gerið svo vel að komaU
Eg svaraði: Eg er Iasinn og þarf
að hvílast. Fyrirgefið, að eg get
ekkert þegið í kvöld.«
Stundir næturinnar voru langar
og dimmar, og auðvitað flýði mig
svefninn. »Guð minn! guð minn!«
hrópaði eg þúsund sinnum,« erþað
mögulegt, að þvílíkar svívirðingar,
er eg hefi séð í dag, viðgangast í
kirkjunni minni kæru? Dýrmæti, til-
beiðsluverði frelsari: Værir þú enn-
þáá jörðunni og sæir einaaf ísraels
dætrum fallaí brennandi ofn, niundir
þú krefjast fimm shilling fyrir að
frelsa hana? Ætli að þú þvingaðir
þenna fátæka föður til að taka hinn
síðasta brauðbitafrá hungruðum börn1
unum sínum til þess að fá þig til
að slökkva logandi bálið? Þú hefir
úthelt síðasta blóðdropa þínum henni
til frelsunar! O, hversu grimmir og
harðbrjósta vér prestarnir erum gagn-
vart frelsun þessara sálna! En —
erum vér í sannleika þínir prestar?
Er það ekki háðung, að vér nefnum
oss þína presta, þegar vér ekkert,
ekkert viljum leggja í sölurnar til
að frelsa eina sál? Hvaða heimild
höfum vér til að hrúga saman pen-
ingum frá veslings börnunum þín-
um, fyrir að frelsa þá úr hreinsun-
areldinum? Segja ekki postularþínir,
að aðeins þitt dýrmæta blóð og
ekkert annað geti heinsað ogfrelsað
sálir?«
»Er það mögulegt, að til sé því-
líkt eldfangelsi, sem hvorki þú, kæri
herra Jesús, eða posular þínir segja
eitt einasta orð um?«