Frækorn - 15.07.1910, Blaðsíða 4

Frækorn - 15.07.1910, Blaðsíða 4
76 F R Æ K O R N sönn. í 2. Mós. 2, 8. stendur skrifað: >Minstu að halda hvíld- ardaginn heilagan«. Og enn- fremur: >Sex daga skaltu erfiða og vinna alla vinnu þína, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur drottins guðs þíns.« Hvergi í allri biblíunni er boðiö að halda nokkurn annan dag, og þar af leiðandi hljótum vér að hafna slíkri kaþólskri siðvenju, sem spnnudagshaldið er, sem manna- boðorði. Guð hjálpi öllum trúuðum til að skilja þetta mikilsvarðandi mál- efni, áður en það verður of seint. Kæru bræður og sysíur,. hlýðum sannleika drottins, og berjumst fyrir þá trú, sem heilögum hefir einu sinni verið kend. Eg er og verð yðar félags- bróðir í baráttunni fyrir Iífsins kórónu. E. L. Sigurbjörn Sveinsson. »höfundur barnanna«, sem vér hér flytjum mynd af, er fæddur 19. okt 1878 á Kóngsgarði, austarlega í Húnavatnssýslu. For- eldrar hans, Sveinn Sig- valdason og Sigríður Þórðardóttir, bjuggu þarþá. Skömmu síðar fluttust þau meðbörnin norður í Skagafjörð. Olst Sigurbjörn upp á ýmsurn bæjum, bæði í Gönguskörðum og á Reykiaströnd, þangað til árið 1887. Þá dó faðir hans, en ekkjan var flutt með tvö yngstu börniná sveitina, vestur í Víðidal. Fékk hún að hafa Sigurbjörn hjá sér, með því að hann var yngsturbarnanna. Mun hún snemmahafa vakið lotningu hjá syni sfn- um fyrir kristindómn- um, eins og sjá má af kvæði því, er hann orti til hennar síðar. »Á trúarinnar Ijósbraut þú mig leiddir, svo Ijúft til himins oft þú bentir mér, með fögrum tárumfyrir mér þú beiddir, mitt fyrsta bænarkvak eg lærði af þér,« segir hann til móður sinnar í kvæði þssu. Til Reykjavíkur fór hann 15 ára gamall, og nam skósmíði hjá Rafni Sigurðsyni, en fór í kaupavinnu norður í land á sunirin. Þástundaði hann nokkurárbarna- kenslu í Bolungarvík, ísafirði og víðar. Árið 1901 kvæntist hann Hólm- fríði Hermannsdóttur frá Brekku í Reykjavík, fór skömmu síðarnorður til Akureyrar og stundaði þar iðn sina nokkur ár. Árið 1908 fluttust þau hjón me? tveimur dætrum sínum til Reykja- víkur og hefir Sigurbjörn verið kenn ari hér við barnaskólann síðan. Þessi rit hafa komið út eftir hann Nokkur kvæði. Bernskan. I—11. Þrjú æfintýri. Engilbörnin (myndskreytt barna- saga, sem verið er að prenta.) Það, setn sést hefir eftir Sigur- björn Sveinsson, er alt gott og göf- ugí og vel vandað að öllu leyti. Og eitt er viðrithöfundarmensku hans, sem mikið er um vert. Hann k«nn að rita fyrir börn. Sú »náðar- gjöf« er meiri en margur ætlar. Robert Koch dáinn. Heimsins frægasti bakteríufræð- itigur er dáinn. Hann var fæddur 1843 í Hannover á Þýskalandi. 1882 náði hann frægð sinni með uppgötvun berklaveikis-bakteríunnar. 1883 fann hann kólerubakteríuna, og veitti þýzka ríkið honum 100,000 mörk (89,000 kr.) 1890 var alment haldið, að hann hefði fundið ráð við berklaveiki; og nefndi hann það »tuberkulín«. En þetla sýndi sig ekki megna það, sem haldið var. 1903 hélt Koch fram, að -berkla veiki flittist alls ekki frá kúm til manna og að því væri engin hætta innifalin í því að nota mjólk frá SIGURBJÖRN SVFJNSSON.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.