Frækorn - 15.07.1910, Page 7
F R Æ K O R N
79
BMíuleysi.
Á fundi íslenzka biblíufélagsins,
sem haldinn var 27. þ. m., skýrði
forseti — biskupinn — frá því, að
af þeim 1000 eintökum nýju þýð-
ingarinnar, sem prentuð voru 1908,
hafi verið send samkvæmt kröfu
brezka og erlenda biblíufélagsins
8 0 0 eintök til Lundúnaborgar.
Og ekkert af þeim 800 eint. fæst
aftur. Endurprentun á biblíunni nýju
bannar brezka og erlenda biblíu-
félagið algerlega, nema það geti
komið að verulegum breytingum
eða lagfæringum á mörgum stöð-
um, þar sem það telur þýðinguna
nýju ranga og hlutdræga. Munu
ýmsir íslenzku- og enskufróðir menn
hér hafa látið brezka og erlenda
biblíufél. í té ítarlegar skýrslur um
staði í nýju þýðingunni, sein ríða
algerlega í bág við beztu erlendu
þýðingar.
Fundur íslenzka biblíufélagsins
samþykti mótmæli gegn brezka og
og erl. biblíufélaginu og vildi ekki
þýðast neinar breytingará nýju þýð-
ingunni, heldur skoraði ástjórnsína
að gangast fyrir endurprentun á
nýju þýð. óbreyttri, =vo framarlega
sem brezka og erl. biblíufélagið vildi
ekki gefa hana út aftur. En með
þvíað þetta síðastnefndaer óhugsan-
'egt, þá má telja víst, að brezka og
erl biblíufélagið innan skamms gefi
út svo rétta ísl. þýðingu, sem fram-
ast er unt, svo að trúaðir menn
þurfi ekki að búa við jafn óþolandi
biblíuþýðingu og hin nýja er. Það
gerir þá minna til, þó krítikar- og
afneitunarmennirnir íslenzku fái að
gefa út og hafa biblíunna sína —
°g hafa hana svo neikvæða sem þeir
kjósi sér.
Stefnurnar eru að greinast skýrar
°g skýrar í sundur hjá oss, svo jafn-
vel biblíurnar verða að vera tvær.
er ekki nema sjálfsagt að svo
Verði. Hvernig í ósköpunum geta
þeir menn, sem hvorki trúa á heilag-
Jeika néáreiðanlegleika ritningarinnar,
'arið svo vel með þýðingu og út-
gáfu hennar að þeim mönnum sé
ullnægt, er trúa því af öllu hjarta,
að hún sé guös heilaga orð?
Til „kirkjuymarinsu.
Hann ritar í »ísafold« í gær urn
»HeIgisiða-bókina« nýju. Skýrt og
fróðlega eins og hans var von og
vísa. Hann þekkir þá bók vel. Af-
skifti hans af henni eru svo mikil,
að það er eðlilegt. Eg skal ekki
nefna nafn hans, af því mig langar
ekki til að styggja hann.
í einu atriði fer hann »fáránlega«
að, og af þvi að eg veit, að hann
gerir þetta af fáfræði og misskiln-
ingi, þá má eg til með að tala við
hann örfá orð.
Þegar hann fer að segja frá greftr-
unarsiðunum eftir nýju Handbók-
inni, þá segir hann:
»í kirkjugarðinum hefir prestur-
inn yfir þessi ritningarorð, áður en
hann kastar rekunum á:
,Moldin hverfur aftur til jarðar-
innar, þar sem hún áður var, en
andinn til guðs, sem gaf hann’.
Má af því marka, að kirkja vor
mótmálir hinni fáránlegu kenningu
aðventistanna um grafarsvefninn.«
Þessi ritningarorð: »Moldin hverf-
ur aftur til jarðarinnar, þar sem
hún áður var, en andinn til guðs,
sem gaf hann« (Pred. 12, 7) eru
ciðventistum eins kær og »kirkjuvin-
inum« blessaða í »ísafold«.
Aðventistarnir trúa því alls ekki,
að andinn fari í jörðina, heldurein-
mitt að hann »fari til guðs«.
Þessu til sönnunar skal eg geta
þess, að eg sjálfur, sem »kirkjuvin-
urinn« líkast til veit, að er aðvent-
isti, — eg sjálfur hef við greftranir
altaf og seinast nú fyrir skemstu
hér í Rvík haft yfir þessi orð við
gröf. — Eg geri ráð fyrir, að
»kirkjuvinur« taki það gilt, þegar
eg segi honum, að aðventistar trúi
þessum orðum eins og ritningunni
í heild sinni.
»Kirkjuvinur« misskilur »fárán-
lega« og lætur drýgindalega yfir á
eftir.
Það geta verið skiftar skoðanir
meðal trúaðra manna um það, í
hvaða ástandi andinn sé til efsta
dags, en enginn ágreiningur er til
um það, hvort andinn fari til guðs.
Ef »kirkjuvinur vill vita, hvað
aðventistar kenna um þetta, skal eg
skýra þetta fyrir honum síðar, en
áður en hann þekkirkenningarþeirra
um ástand dauðra, vil eg ráðleggja
honum að geyma öll stóru orðin.
Reykjavík 30. júní 1910.
D. Östlund.
Vormenn!
Tileinkað »Ungmennafélögum íslands«.
aj£ormenn íslands, yðar bíða
eyðiflákar, heiðalönd.
Komið, grænum skógi’ að skrýða
skriður berar, sendna strönd!
Huldar landsins verndarvættir
vonarglaðar stíga dans,
eins og mjúkir hrynji hættir,
heilsa börnum vorhugans.
Ungra krafta’ og gáfna glæðing,
göfgi’ í hugsun, verki list,
íslensk þjóðar endur-fæðing,
Island frjálst — og það setn fyrst!
— Þetta’ er helgum rúnum ritað,
röskva sveit, á skjöldinn þinn!
Fegra merki geslum glitað
getur ekki himininn.
Hér er þunga þraut að vinna, —
þú átt leikinn, æsku-her!
Sjálfsagt munt þú síðar finna
svalan blása móti þér.
En úr því að þinn er vakinn
þróttur, vilji, megin-trú,
Verðurðu’ ekki’ af velli hrakinn, —
vísum sigri hrósar þú.
Farðu’ um móður-málið höndum
mjúkum bæði’ í ræðu’ og söng!
Fjallkonunnar láttu löndum
lýsa gullna ennis-spöng! —
Erjáls og djarfur stattu’ í stafni,
stýrðu beint og sveigðu ei af,
svo þeir kenni’, að kónga jafni
knerri þínum sigli’ um haf!
Láttu aldrei fánann falla!
Fram til heiðurs stigið er.
Hver sem vill má hrópa’ og kalla
hæðnisorð að baki þér.
Seinna’ á þínum herðum hvíla
heill og forráð þessa lands,
þegar grónar grafir skýla
gráurn hærum nútímans.
Vormenn íslands, vorsins boðar,
vel sé yður, frjálsu menn!
Morgun skóga’ og rósir roðar,
rækt og trygð, er græðir senn.
Notið, vinir, vorsins stundir,
verjið tíma’ og kröftuni rétt,
búið sólskært sumar undir
sjerhvern hug og gróðurblett!
Guðm. Guðmunusson.