Frækorn - 31.07.1910, Síða 2
90
FRÆKORN
af öl!um sænskum karlmönnum og
konum á nefndu aldursskeiði, sem
eru með banninu; en hver heilvita
maður sér það, að fjærri fer því,
að allir, er ekki greiddu atkvæði, séu
móti banninu. — Séu mótatkvæðin,
16,471, miðuð v'ð fjölda fullorðinna
manna og kvenna, þá verða and-
stæðingar bannlaganna ekki fult 5
á hverju þúsundi manni.
IJað bannlagafyrirkomulag, sem
í atkvæðagreiðslunni er farið fram
á, er ekki greinilega til tekið, en
þó eru orðin talsvert víðtæk.
Yfirlýsingin, sem menn greiddu
atkvæði með, er svo hijóðandi:
»Við undirrituð, menn og konur
í Svíaríki, sem skilja þá hættu, er
áfengir drykkjir hafa í för með sér
fyrir þjóðarheilsuna og þjóðfélags-
framfarirnar, lýsum hér með yfir
þvr, að við teljum tíma til kominn
til þess að byrja nú me.ð að lög-
leiða algjört (fullstánJigt) og varan-
legt áfengisbann.«
Mótatkvæðin votu undir svolát-
andi yfirlýsingu:
»Undirrituð, sem hafa átt kost á
að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu,
lýsum því hér tneð yfir, að við
getum ekki fylgt hugmyndinni um
varanlegt áfengisbann í Iandi voru.<
Atkvæðagreiðsla þessi ætti að
geta sannfært alla um það, að það
eru ekki skrælingaþjóðirnar, sem á
vorum tí.na eru að vinna að áfeng-
isbannlögum. Líkast til verður ekki
Svíþjóð fremur talin skrælingjaþjóð
hjá andbanningum íslands fyrir þessa
atkvæðagreiðslu. En gott væri, ef
þeir, sem »leiða sjálfa sig«, gætu
farið að skilja ofurlítið betur hið
stórkostlega bindindis- og siðbóta-
starf, sem er nú víðsvegar um heim-
inn að vinna sigur með samþykt
og framfylgd áfengisbannlaga.
Banniagareynsla í Sviaríki.
Eins og menn muna, var æði-
mikið verkfall í Svíaríki í ágústmán-
uði í fyrra.
í borgun og kaupstöðum var
áfetigissala bönnuð, nteðan á verk-
fallinu stóð. Opinberar skýrslur
frá þeim tíma sýna, að bót var að
þessari ráðstöfun.
í öllu Svíaríki sparaðist vegna
þessa banns ekki minni upphæð ett
12,000,000 krónur.
Árið 1908 voru í ágústmánuði
5,612 manns handsamaðir vegna
drykkjuskapar, en árið 1909 voru í
ágústmánuði aðeins 1,244 handsam-
aðir. Það eru 4,368 færri í þeim
mán., þegar bannið var gegn áfeng-
issölunni. —
Þessar staðreyndir hafa haft mjög
mikil áhrif á Svía til stuðnings
bannlaga-hugmyndinni.
Bardagaaðferð „lngó!fs“.
Blaðalesendur hér hjá oss hafa
tekið eftir því, hvernig einn vín-
salihn í Reykjavík hefir haft gaman
af því að nefna sem oftast guðs
nafn í sambandi við eiturvökva
sína. »Frækorn« hafa bent á það
við og við. Nú í seinni tíð hefir
— að því oss er frekast kunuugt
— lagt þennan ljóta vana niður,
og> er það honuin til sónia.
Eit nú fer blað þeirra rnanna, er
hér ltafa verið talsmennn vínsins
og »hóflegrar nautnar þess, og
um leið stækt á móti bannlögunum
nýju, að grípa til þess óyndis-
úrræðis að leggja guðs nafn við
hégóma. Efnr að Halldór Jónsson
bankagjaldkeri hafði ntjög svo ræki-
lega bent á það í Lögréttu, að mót-
þróinn gegn banniögunutn mundi
í rauninni eiga rót sína að rekja
til eigingirni, að vínelskendurnir
viidu sjálfir njóta, en gleymdu með-
bræðrum sínutn og þeirra freisting-
um —, þá grípur »Ingólfur« 21.
þ. m. til þess bragðs að reyna að
velta öllum þessum röksemdum
fyrir borð með ofurlitlu háði gegn
hr. Halldóri Jónssyni. Eins og
það væri ekki sjálfsagt að eigna
honum alla sjálfselskuna og eigin-
girnina, sem liggurundir hjá drykkju-
mönnunum! Hann, sent alls ekki
er drykkjumaður, ætti að geta borið
byrðina svomikið betur (!)
Og svo til að gera þetta alt
fallegt (!) og bragðgott fer blaðið
að fara með blessunarorðin í háði
og með svo mikilli léttúð, að eng-
inn alvarlegur kristinn maður getur
attnað en hneykslast á slíku. — Og
þótt blaðið biðji »kristna menn að
hneykslast ekki« á þessu, þá tekur
það ekki burtu skömmina á nokk-
urn hátt. Slíkt er svívirðing. Menn
geta alls ekki verið óhultir með að
láta börn sín lesa annað eins og
þessar háðglósur »lngólfs«. Þær
eru áreiðanlega siðspillandi.
Eitt datt oss í hug, er
vér sáutn þessar »röksetndir« and-
banninganna:
Slíkt sæmir þó bezt málefninu,
enda ætti fólk að sjá það. Guð-
níð og drykkjuslark fylgjast bróð-
urlega »á breiða veginum«.
Og það væri ekki gagnslaust, ef al-
menningur færi að sjá, að málstað-
ur »lngólfs« sé samboðinn slíkum
»málgögnum«, sem hann leggur
fram 21. þ. m.
Þá snúa vonandi einverjir baki
við honum og öllu hans athæfi.
,, Næringargildi áfengis“.
»Reykjavík« gjörði mikinn hvell
um það hérna um árið út af því,
að franskur vísindamaðttr, Duclaux,
hafði rannsakað áfengi í tilliti til
næringarefna, ogfundið út, að áfengi
væri áreiðanlega nærandi.
Duclaux var ekki upphafsmaður
þessarar kenningar, heldur amerískur
fræðimaður að nafni Atwater, erbirti
fyrir nokkrum árum árangur af rann-
sóknum, sem hann kvaðst hafagert
viðvíkjandi áhrifum áfengis á líkama
mannsins og kvaðst hafa sannað að
áfengi gerði sama gagn og eggja-
hvíta, væri fitandi, gæfi líkamanum
byggingarefni. Út af þessu gerðu
brennivínsmenn hvellmikinn ogálitu
að nú hefðu þeir stungið bindind-
ishreyfingunni svefnþorn. Ducleaux,
vísindamaður við Pasteur-stofnunina
í París, gleypir svo kenningu Atwaters
og fer að halda henni fram sem
vísindalegri staðreynd, og ginu svo
mótstöðublöð bindindisins víðsvegar
um heim yfir þessu eins og vargar