Frækorn - 31.07.1910, Page 6
94
F R Æ K O R N
Myrkur og Ijós.
Nero Rómverjakeisariog upphaf
ofsóknanna gegn kristnum
mönnum.
Það sögurit nýja-testamentisins,
sem nær lengst, er Postulanna gjörn-
ingabók. Og þótt sumt í þeirri
bók sé skráð um ofsóknirnar gegn
kristnum mönnum á fyrstu öld
kristninnar, þá nær það, sem hún
segir frá, eiginlega ekki út fyrir
Oyðingaþjóðina, þar sem það voru
kristnir menn, sem af gyðingum
voru ofsóltir, og það voru gyðingar
sem ofsóttu.
En þar, sem saga Postulanna
gjörninga endar, skiljum vér við
einhvern allra merkasta tnann í allri
kirkjusögunni, sem verður að þoia
ofsóknir af Rómverjum og loks
gefa sitt líf fyrir trú sína. Nafn
þess manns er hinn mikli heiðingja
trúboði, Páll postuli, og sagan um
ofsóknina rómversku gegu honum
er aðeins upphaf á hinni hræði-
legu sögu, píslarvottasögunni.
Vér munum eftir að Páll sjálfur
undir málarekstrinum gegn sér i
Oyðingalandi skaut máli sínu til
keisarans, og það vegna þess, að
hann var rómverskur borgari. Et
til vill hefir hann gjört það, af því
að hann hafi álitið, að hann þá
yrði sýknaður, þótt það færi á alt
annan veg.
Hver var þá þessi keisari, sem
Páll skaut máli sínu til? Það var
hinn rómverski keisari Nero, og
það er hans saga, sem vér því vilj-
um drepa stuttlega á.
Nero var barn siimar tíðar eins
og hver annar maður. Og víst
er um það, að hafi nokkur tími í
veraldarsögunni verið spillingarinnar
tími, þá var það sá tími. Það þarf
ekki annað til að sanna þetta en
að benda á það að menr. eins og
t. d. Caligula og Nero voru haldnir
guðir og fórnir voru færðar til
þeirra.
Þegar heiit ríki eins og hið vold-
uga rómverska veraldarríki gattign-
að og tilbeðíð slíka menn eins og
þessa sem guði, sem voru þó sam-
safn alls hins ljótasta, sem veraldar-
sagan hefir frá að segja, menn sem
voru eins og illir andar í manns-
líki, sem lifðu í allskonar löstum
og viðurstygðum, þá — hlýtur
hver maður að sjá, að rotnun þess
mannfélags sjálfs var komið á hæsta
stig. Nero var auðvitað sorglega
spiltur maður, en það fólk, sem
ekki átti svo mikinn siðferðislegan
þrótt að það gæti gjört enda á
þessu lífi og þessari stjórn hans og
sett siðferðisgóðan mann í hans
stað, það fólk var yfirleitt jafnspilt
og sjálfur hann.
Nero var ekki af góðum rótum
runninn. Faðir hans, Domitius
Ahenobarbus, var harður og vond-
ur maður, t. d. drap hann einn af
þrælum sínum af því að hann vildi
ekki drekka sig ölvaðan. Þegar
honum var óskað til heilla við
fæðingu Neros, er sagt, að hann
hafi svarað: »Frá mér og konu
minni, Agrippina, getur ekkert ann-
að komið en það, sem vont er.«
Agrippina varð ekkja, og giftist
seinna Claudiusi keisara. Hann átti
sjáfur son frá fyrra hjónabandi, og
héthann Britannikus. En Agrippina,
sem ekkert vildi spara til að koma
sínum syni að, fékk Claudius til
að gifta Nero dóttur sína, Octaviu,
og þegar hún óttaðist, að hann ef
til vill niundi vilja bræyta áformum
hennar, drap hún hann ineð eitri.
Svo lét hún Nero tæla höfuðvörð-
inn með gjöfum til að sverja sér
hollustueið, en faldi Britannikus
þangað til að þingið hafði viður-
kent Nero sem keisara.
Þetta gerðist árið 54. Nero var
þá 17 ára gamall, og stórt var ríkið,
sem hann gerðist keisari að; það
hafði 120 millíónir þegna.
Það getur vel verið, að Nero
hafi byrjað stjórn sína með einlæg-
um vilja, og það lítur líka út fyrir
að hann hafi ekki í fyrstu verið
gjörsneyddur öllu góðu. í fyrstu
lagði hann mikla áherslu á að bæta
úr kjörum þrælanna. Hann elskaði
fegurð, skáldskap og hljóðfæraslátt,
og stundaði það af alhuga.
En snemma yfirseldi hann sig
ýmsum löstum. Þannig klæddi
hann sig dularklæðum á kveldin,
gaf sig út fyrir þræl, fór á veitinga-
húsin og svallaði, braut sig inn í
kaupmannabúðirnar og rændi þar,
barði og særði þá, sem vörðust.
Oft komst hann sjálfur í hættu;
einu sinni hafði hann óvirt konu
aðalsmanns, sem varð svo reiður
við hann, að hann sló hann nærri
því til bana. Úr því fór hann
aldrei einn slíkar ferðir; fylgd hans
var tilbúin til að verja hann.
Rómverjar tóku samt ekki þetta
nærri sér. Þeir héldu, að hann
mundi verða betri með aldrinum.
Og svo var hann góðgerðasamur
við fátæka, og núldur stundum.
Sagt er, að einu sinni, er hann
skyldi rita undir dauðadóm, hafi
hann sagt: »Eg vildi ósk?, að eg
gæti ekki skrifað.«
En líf hans fór sífelt versnandi.
Máltíðir hans stóðu oft yfir frá
miðdegi til miðnættis. Hann borð-
aði oft svo mikið, að hann varð
að kasta upp, og til þess að koma
því á stað, kitlaði hann sig stund-
um í hálsinum með gásafjöðrum.
Og hans ósiðsemi er líka kunn.
Þegar sem barn var hann fallinn
djúpt í þeirri synd.
Konu sína, Octavíu, fyrirleit hann
á allar lundir. Fyrir hana var
hjónabanbið ein einasta þrautaganga.
Nero elskaði ýmsar aðrar konur.
Ein af þeim hét Akte og var hún
lausgefin ambátt. — Þetta þoldi
móðir hans alls ekki; hún setti
slranglega ofan í við Nero og
var svo óhyggin að lióta hon-
um með Britannikusi. Nero fór að
verða hræddur. Og þess var ekki
langt að bíða, að hann léti drepa
Britannikus. Nero sendi boð eftir
sömu eiturblöndukonunni, sem hafði
drepið Claudius keisara, bað hana
um að búa sterkt eitur, sem dræpi
fljótlega, og þegar hún var nokkuð
óákveðin og talaði um afleiðingarnar
af slíku verki, svaraði Nero: »Eg
er ekkert hræddur við lögin.«
Britannikus fékk eitrið við borðið
hjá Nero; hann veiktist undirens,
en keisarinn sagði, að það hafi
ekkert að segja; það væri aðeins
sama veikin, sem Britannikus hafði
haft frá barnsbeini. Hann var færð-
ur út og dó strax; en borðgleðin
hjá Nero var hin sama og áður.