Frækorn - 15.08.1910, Blaðsíða 7
F R Æ K O R N
en það er, að það úir og grúir af
ósannindum í »andanna« vitnishurð-
um. Þetta segja allir, sem rann-
sakað hafa eitthvað hin »dularfullu
fyrirbrigði«, og þetta kannast allir
andatrúnrmenn við.
En með þessu er andatrúin orðin
að gagnslausum skrípaleik. Þegar
lygin er ætíð með og maður getur
ekki skilið sannleikann frá henni,
•'erða spádómar andanna allshendis
óáreiðanlegir. Enginn veit fyrirfram,
hve mikið sé lygi eða hvort alt,
sem þeir segja, sé einn ósanninda-
vefur. Á vel við það, sem skáldið
íslenzka hefir kveðið:
»Satt og logið sitt er hvað,
sönnu’ er bezt að trúa,
en hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga?«
Og þetta er ástæðan til þess að
andatrúin tapar sér fljótt hjá fólki.
Það er ekkert að græða á henni.
Af lygi er nóg hérna megin
dauðans hafs svo ekki þarf að
seilast yfir um til þess að fá meira
af henni — sérstaklega af því að
mun óhægra er að þekkja sannleik-
ann frá lyginni. Frh.
Aðvörunin.
í utanför minni í fyrra hlustaði
eg nokkrum sinnum á biblíuskýr-
ingar frægs Presbyteraguðfræðings,
er var doktor tlieol. og prestur mik-
ils safnaðar í Detroit, Michigan.
Hann var mikill mælskumaður og
margir sóttu samkomur hjá honum.
Meðal annars hélt hann fram, að
það væri ekki nauðsýnlegt að trúa
allri ritningunni og að ýmislegt væri
í henni, sem nútíðarmennirnir gætu
ekki trúað. Það væri ósamrýni-
anlegt menningu og vísindum vorra
tíma. Sérstaklega nefndi hann sög-
una um Jónas og fiskinn. Þeirri
sögu þurfti eigi að trúa, sagði hann.
Eg fór til mannsins og talaði við
hann. Bað hann að leggja mérráð.
Eg sagðist verða að trúa ritningunni,
eins og guð hefir gefið oss hana,
eða vera trúlaus. Eg sagði honum
enn fremur, að Jesús Kristur afdrátt-
arlaust hefir haldið fram áreiðanleika
heilagrar ritningar, sagt, að »Ritn-
ingin geti ekki raskast« (Jóh. 10,
35), og staðfest einmitt þær sögur,
sem nútíðarguðfræðingarnir helst
vildu rengja, t. a. m. söguna um
Jónas og fiskinn. Á þennan hátt
yrði eg að trúa ritningunni eins og
hún er eða — hafna frelsaranum
sjálfuni.
Aldreigleymi eg útlit þessa mikla
guðfræðings.
Raunalegum augum leit hann á
mig og sagði svo:
»Kæri herra! Þér eruðímildum
vanda staddur. Þér skuluð heyra
vel meint ráð mitt: Þér eigið ekki
að taka málið svona alvarlega. Þetta
»annaðhvort eða« getur rænt yður
öllum kristindómi. Eg skal nefna
yður eitt dæmi upp áþáhættu,sem
þér eruð í:
Eg þekki konu mikils virta hér í
borginni, sem talaði eins og þér:
»Alt eða ekkert«. Hún fór svo
langt, að hún fór að halda laugar-
daginn heilagan og vann á sunnu-
daginn. Af ein-tómri fastheldni við
ritninguna komst hún út í þetta. í
innilegum bróðurkærleika vil eg að-
vara yður, herra minn. Takið ekki
málið svona alvarlega.«
Prestur vissi ekki þá, að eg í
meir en tuttugu ár hafðihaldið heil-
agan hinn biblíulega hvíldardag og
því síður, að eg hefði verið og er
sæll í því að mega trúa ritningunni
alveg eins og frelsari minn gerði.
Lesari! Hættan er ekki þar sem
guðfræðisdoktorinn sagði, að hún
væri. Hún er ekki í eftirfylgd frels-
arans og ritningarinnar, heldur er
hún fólginn í því að taka ekki mál-
ið nógu alvarlega.
Lífið er alvarlegt. Dauðinn og
dómurinn alvarlegur.
Lesið Op. 14, 7—12. D. Ö.
Bindindi og bannlög.
Um það hélt frú Wilbur F. Crafts
frá Washington fyrirlestur í Iðnað-
armannahúsinu, fimtudaginn 21. f. m.
Áður en frúin hóf mál sitt, skýrði
103
Jón Árnason ritstj. »Templars« frá
erindi hennar til Evrópu og að
hún hefði hitt fr. Ólafíu Jóhanns-
dóttir í Noregi og hafði 1: •'n hvatt
hana til að koma hingað til lands.
Svo gat hann manns hennar og
skýrði frá hinum ýmsu störfum, er
hann hefði með höndum og aö
hún væri hans önnur hönd í því
öllu. Blaðið sem hann gefur út,
hefir yfir 400,000 áskrifendur. Hann
hefir samið ýms lagafrumvörp (12),
sem öll miða að ýmiskonar endur-
bótum og hafa þau öll náð sam-
þykki sambandsþingsins. Hann hefir
sett á fót skrifstofu, sem útvegar
alls konar upplýsingar öllum þeim,
er hafa hverskonar endurbóta- og
mannúðarstörf með höndum hvar
f heimi sem er, og nefnir hana:
»The International Reform Bureau«.
Frúin hóf mál sitt meö því að
minnast á bannlögin hér og óska
íslendingum til hamingju með þau.
Hún hvatti menn mjög til ötullar
vinnu og verndunar þeirra, því
reynt muni að fá þau úr gildi.
Hún sagði, að sögurnar um
bannlögin í Bandaríkjunum, um að
þau væru brotin og jafnvel gagns-
laus, væru mjög rangfærðar og
villandi. Væri hreinasta íjarstæða
að segja slíkt. En sögurnar kæmu
frá áfengisgerðarmönnum og vín-
sölum, sem hefðu allar klær í
frammi til að hnekkja lögunum.
Hún benti á, að rúmar 40 milj.
manna (af 85 milj. alls) í Banda-
ríkjunum byggju nú við bannlög. í
níu ríkjum væri algert áfengisbann
og átta væntanleg í nánustu framtíð.
Ríkið Oklahoma væri fætt bannríki.
Um leið og það var tekið í ríkja-
tölu, var það skilyrði sett, að það
setti í stjórnarskrá sína algert áfeng-
isbann. Var það meðfram gert
vegna Rauöskinnanna, sem hafast
aðallega við á því svæöi, sem ríkið
nær yfir. En sambandsstjórnin ber
ábyrgð á þeim og þess vegna gerði
hún kröfuna um algert ríkisbann í
Oklahoma. Maine væri elzta bann-
ríkið. Maðurinn sinn, sagði hún,
væri fæddur þar og uppalinn, hefði
verið þar til 19 ára aldurs, er hann
fór til háskóla í áfengisríki, og þá
fyrst hefði hann séð drukkinn mann.