Frækorn - 15.08.1910, Side 8

Frækorn - 15.08.1910, Side 8
104 F R Æ K O R N Hún kvaðst liafa ferðast um Banda- ríkin af enda og á og hafði hún á því ferðalagi haft ágætt tækifæri til að veita því eftirtekt, hvernig bann- lögin reyndust. í bæjum vínríkj- anna hefði alsstaðar verið órói og óregla á götum og hávaði mikill; brugðið fyrir fjölda af druknum mönnum, því víða væru veitinga- krárnar; bæri þau þess sýnilegan vott, næstum hvert sem litið væri, að þau væru vínsöiuríki. En þeg- ar komið væri til bannríkjanna, þá styngi alveg í stúf; þar væri ró og kyrð, engin fyllilæti og óregla á götum bæjanr.a og alt gengi þó með áköfum hraða án nokkurrar minstu hindrunar; þar bæri lífið þess ljósan vott, að áfengið væri ekki með í spilinu. Hún sagði, að um 80 stærri og minni bæir hefðu viðtekið algert áfengisbann og væru þeir mestu og stórfeldustu fram- farabæir Bandaríkjanna. Hún kvaðst ekki neita því, að lögin væru brotin lítilsháttar; en ekkert væri það í samanburði við það, sem mótstöðumenn þeirra halda fram. T. d. hefði í borg nokkurri í einu bannríkinu fallið grunur á; að í húsi einu væri leynisala höfð um hönd. Hefðu lögregluþjónar þegar tekið húsið undir rannsókn og rifið upp bæði gólf og veggi, til þess að ganga úr skugga um, hvort þar væri nokkuð athugavert, en urðu einskis varir. Að lokum veittu þeir eftirtekt aldraðri konu, sem sat á fremur fyrirferðarmiklum hægindastól og fóru nú að gefa henni nákvæmari gætur. Þeir spurðu hana, hvort þeir ættu ekki að hjálpa henni til að standa upp af stólnum, en hún kærði sig ekki um það. Samt létu þeir nú gömlu konuna standa upp, og þá kom það í Ijós, að áfengisbirgðirnar voru geymdar innan í stólnum. Þetta syndi berlega, kvað frúin, hvað erfitt væri að brjóta lögin, og hve vel þeirra væri gætt af hálfu lög- reglunnar. Þannig er ástatt í Bandaríkjun- um, að samgöngurnar eru sameig- inlegt mál allra ríkjanna og þess vegna er Ieyfilegt að flytja áfengi í gegnum bannríkin, og sagði frúin, að járnbrautarfélöginn héldu því fram, að þau hefðu rétt til að flytja áfengi á heimili manna, þótt í bannríki sé, gegn pöntun þeirra. En um þetta atriði voru menn ekki sammála og lægi það undir úr- skurði, hvort slíkt væri leyfilegt og vinna bindindismenn að því af kappi, að fá það bannað með lög- um. En þrátt fyrir þessa ann- marka, hefðu bannlögin komið að stórkostlega miklu gagni og ótnet- anlegu og þeim ykist fylgi ár frá ári. Fyrir 40 árum síðan hóf einn mikilsmetinn maður baráttu um að fá útrýmt áfengisveitingumísambandi við herinn og hermannahælin, þar sem uppgjafahermenn eiga heima. 15 slík hæli eru nú á ýmsum stöð- um í ríkunum. Og síðan hún fór að heiman, hafi hún frétt, að felt hafi verið að nema lögin úr gildi. það hafi sem sé fjórum sinnum verið farið fram á það af hálfu áfengisframleiðanda að fá þau úr gildi numin, en altaf verið felt með yfirgnæfandi meiri hluta. Hún sagði frá því, að þegar þessi lög hefðu fyrst náð samþykki, þá hefði það eiginlega verið tilviljun. Einn af mótstöðumönnum þeirra í sam- bandsþinginu hafði slegið því fram í ræðu, að nær hefði verið að banna allar áfenglsveitingar í þinghöllinni sjálfri. (Bjóst auðvitað við, að það mundi þingmenn aldrei samþykkja). Flutningsmaður notaði sér auðvitað tækifærið og skrifaði á sama augna- bliki tillögu um að allar áfengis- veitingar skyldu bannaðar í þing- höllinni og var það samþykt með miklum meiri liluta og mótstöðu- maður hans var auðvitað neyddur til að greiða atkvæði með því. Orsökin til þess mikla og stöð- ugt vaxandi fylgis við bannhreyf- inguna í Bandaríkjunum hvað frúin vera, að síðustu 15 árin hafi verið stunduð vísindaleg áfengisfræðsla í öllum barna- og alþýðuskólum ríkjanna. í fyrstu hafði gengið erfiðlega að koma því í framkæmd, en er eitt ríkið heföi samþykt lög um það og farið að framfylgja þeim, þá hefðu önnur brátt fetað í fótspor þess og þann veg væri nú lögleidd slík kensla í öllum ríkjum sambandsins. (Þetta er nú árangurinn afáfeng- isfræðslunni þar. Andbanningarnir hérna halda því líka fram, að það eigi að fræða menn um áfengi, en hafa auðvitað ekki athugað þetta). Svo talaði frúin nokkuð um áhrif áfengis og kom með dæmi þar að lútandi. Að Iokum sýndi hún stóra, Iit- prentaða auglýsingu um skaðsemi áfengis og viðvörun til almennings við áfengisnautn og sagði, að þessar auglýsingar væri undirritaðar af ýmsum málsmetandi mönnum og væri þær svo límdar upp á gatna- mótum, til þess að vekja menn alment til umhugsunar umþámiklu bættu, sem áfengisbrúkunin hefir í för með sér. Aheyrendurnir guldu frúnni þakkir með lófaklappi. David Östlund ritstjóri túlkaði. Templar. Forskriv selv Deres Klædevarer direkte fra Fabrik. Stor Bespa- relse. Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav4 M ir. 130 Cim. bredí sort, blaa, brun, grön og graa ægtefarvet finulds Klæde til en ele- gant, soiid Kjole eller Spadser- dragt for kun 10 Kr. (2.50 pr. Mtr). Eller 3V4 Mtr. 135 Cim. bredi sort, mörkeblaa og graanistret moderne Siof til en solid og smuk Herre- klædning for kun 14 Kr. og 50 Ore. Er varerne ikke efter Onske tages de tilbage. AARHUS KLÆDEVÆVERI, Aarhus, Danmark. Samkomur. Sunnudag kl. 6,30 síðd. í Sílóam. Inn- gangur frá Bergstaðastræti. David Östlund.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.