Frækorn - 16.09.1910, Blaðsíða 2
122
F R Æ K O R N
„Samkvæmt viðteknum
hætt.i“
ii.
Það er fróðlegt að taka eftir
myndun hinna ýmsu trúarlærdóma
og siðvenja í kristilegri kirkju.
Ungbarnaskírnin og skírnaraðferð
kaþólsku og iúthersku kirkjunnar er
ekki frá Kristi né frá postulum
drottins komin.
Nýja testamentið alt er ómótmælan-
legur úrskurður um það.
En hvaðan er svo þessi skírn
komin, sem nú er orðin að »við-
teknum hætti«?
Vér skulum hér stuttlega vitna í
kirkjusöguna, og veljum þá höfunda
einungis fyrir heimildarmenn, sem
enginn ber brigður á.
Hve lengi hélzt hin rétta skírn?
Dr. Joh. Lor. von Mosheim, ein-
hver lærðasti guðfræðingur 18. ald-
arinnar, prófessor og kanzlari við
háskólann í Göttingen, þar sem hann
dó 1755, segir um skírnina í Inst.
historiœ ecclesiasticæ (latneskri kirkju-
sögu) um fyrstu öldina:
»Skírnin var á þessari öld fram-
kvæmd utan samkomuhalds á þeim
stöðum, sem þar til voru ákveðnir,
og var öllum líkamanum dýft niður
í skírnarkerið«. 1. öld, 2. bók, 4.
kap., 8. gr.
Af þessu sést, að hinir fyrstu
kristnu fylgdu nákvæmlega skipun
drottins. (Mark. 16, 16; sbr. Pgb.
2, 38. 41; Pgb 8, 12. 38).
Á annari öld var sama skírn not-
uð, og aðeins þeir menn, sem játuðu
sjálfir trú sína á drottin, urðu skírðir.
Mosheim segir um 2. öld:
»Skírnarsakramentið var veitt
tvisvar á ári. . . . Þeir menn, sem
átti að skíra, urðu fyrst að lesa trú-
arjátninguna og játa syndir sínar
og lofa að hafna þeim og sérstak-
lega djöflinum og hinum ginnandi
freistingum hans. Þar eftir var þeim
dýft niður í vatn og urðu þeir teknir
í ríki Krists.« 2. öld, 2. bók, 4. kap.
13. gr.
Af þessu sést, að enn var barna-
skírnin ekki »orðin að viðteknum
hætti«.
Um 2. öld skrifar líka kirkjusögu-
höfundurinn Westermeyer í kirkju-
sögu sinni, 1. bindi, 3. deild, 2. kap.,
11. gr., er hann talar um Seperatus,
er stóð ákærður fyrir Satúrníus lands-
höfðingja, er bauð honum umhugs-
unartíma. Seperatus svaraði: »Með
tilliti til svo góðs máls þarf enga
nýja umhugsun; þegar vér urðum
endurnýjaðir fyrir náð skírnarinnar,
og afneituðum djöflinum, þá ákváð-
um vér, eftir alvarlega yfirvegun, að
ganga aldrei úr þjónustu Krists.«
Slík skírn, sem er framkvæmd eftir
»alvarlega yfirvegun« þess, er tekur
skírn, er kristileg og ber góða ávexti.
Um skírnina á þriðju öld segir
Mosheim í kirkjusögu sinni:
»Tvisvar á ári voru ákveðnirtímar,
þá er þeir hlutu skírn, sem eftir
Ianga reynslu og undirbúning gáfu
sig fram og óskuðu að verða kristn-
ir.« 3. öld, 2. bók, 4. kap., 4. gr.
Frá þessum tíma fara ýmsar hé-
giljur að blandast inn í skírnarsið-
venjurnar, og skulum vér síðar í
ritgjörð þessari minnast á það. En
aðferðin, niðurdýfing líkamans, hélst
enn alment í kirkjunni. Þetta sést
t. d. á frásögninni um skírn frakk-
neska konungsins Klodevigs á 4.
öld. Um hana skrifar Westermeyer:
»Samkvæmt sið þess tíma var þeim,
sem skírn tóku, dýft niður í vatnið,
og þar eftir voru þeir smurðir með
hinni heilögu olíu. Skírnarkerið
var venjulega múrað niður í jörðu
fyrir framan kirkjuna.« Westermey-
ers kirkjusaga (á þýzku), 2. bindi, 1.
deild, 2. kafli, I, 4. gr.
Niðurdýfingarskírnin hélst enn
lengi í kirkjunni. Þannig vita allir,
sem lesið hafa íslendingasögurnar
og Norðurlandasögurnar, að bæði
hér og í Noregi var sú skírn hin
almenna um árið 1000.
Westermeyer segir um tólftu öld,
að »niðurdýfingarskírn var þá enn
þá hin almenna.« 3. bindi, l.deild,
I, 8. gr.
Og Lisco segir í »Postullegri
trúarjátningu« sinni, sem líka er til
á íslenzku:
I fornkirkjunni var siður að dýfa
mönnum fullkomlega niður í
vatnið (immersio), og það var
ekki fyr en á 12. öld, að það
lagðist af og farið var að ausa
vatninu yfir menn (aspersio).
Þessi hin forna skírnaraðferð varað
því leyti fagur siður, sem með því
var Ijóslega táknuð greftrunin og
upprisan.« BIs. 298.
Af þessu öllu er augljóst, að
barnaskírnin og yfiraustursskírnin
er ekki postulleg tilskipun; hún hefir
enga stoð, hvorki í ritningunni né
í hinni eldri kirkjusögu.
Hvenær er hún þá inn komin í
kirkjuna?
Þeirri spuruingu skulum vér leit-
ast við að svara í næsta tölublaði.
Biskupinn og fríkirkju-málið.
Herra ritstjóri!
í síðasta tötubl. teljið þérvíst, að
biskupinn sé enn þá nteð aðskilnaði
ríkis og kirkju, eða að hann sé
fríkirkjumaður.
Eg held að varla sé það efamál,
að biskupinn sé horfinn frá þeirri
stefnu nú orðið.
Eg skal benda yður á það, að
í »Sameiningunni« 24. árg. ll..tbl.
var prentað bréf frá séra Jóni Sjarna-
syni til berra Þórhalls Bjarnarsonar
biskups, þar sem séra J. Bj. meðal
annars minnist á afstöðu biskupsins
gagnvart aðskilnaði ríkis og kirkju,
og farast honuni þannig orð:
------»Það var mér sársauki,
er eg reyndi það, að þér, sem eitt
sinn tókuð opinberlega að yður
málið um skilnað kirkjunnar íslenzku
frá hinni veraldlegu stjórn, skylduð
— samfara því, er þér festuð ást á
nýju guðfræðinni — bregðast þeirri
lífsnauðsyn. Þér sannið það, að
ríkiskirkju íslands verður ekki aftur
bjargað til Jesú Krists. Hún er
óafturkallanlega dæmd til dauða.«
»Þér verðið að fyrirgefa inér, þótt
eg segi yður þetta, nýkomnum í
hið kirkjulega forsæti, upp í opið
geð. Og eg veit, að góðlyndi yðar
er svo mikið, að þér gjörið það.«
Mér vitanlega hefir biskup ekki
enn borið á móti þessum orðum.
A. B.