Frækorn - 16.09.1910, Side 6
126
F R Æ K O R N
Einar Mikkelsen.
Fyrir tveimur árum gerðu Danir út
l eiðangur til þess að leita að líkum þeirra
Mylius Eriksens og félaga hans, er þar
týndust fyrir 4 árum. Einar Mikkelsen,
röskur maður og Iandkönnuður, var fyrir
þeirri leitunarför. Skip þeirra hét Alabama.
Nú eru nokkrir menn heim aftur komnir
úr þessari för með norsku skipi til Kaup-
mannahafnar, og segja þeir, að Alabama
sé sokkin í ísnum við Sannoneyna á Græn-
landi í marz í vetur. Snemma í sama
mánuði, áður en skipið sökk, hafði Einar
lagt af stað í leitunarferð við annan mann,
en sagðist ætla að vera kominn aftur fyrir
1. ág. En með því hann kom ekki aftur
fyrir 7. ág. lögðu skipbrotsmennirnir frá
Alabama af stað heim, og álitu þeirvon-
laust orðið um Mikkelsen. Samt virðist
enn sem komið er varla ástæða til að
halda, að hann hafi farist.
Gaynor borgarstjóri eftir banatilræðið.
r
Minnisvarði Finscns.
□a.rati!. æ3i víi5 Gaynor borgarstjóra í New York.
Borgarstjóranum í New York, major Gaynor, var
nýlega veitt banatilræði. Af þessum viðburði flytjum
vér mynd, sem tekin var á því augnabliki, er Gaynor
hné niður, er illvirkinn Gallagher, liitti hann með
byssuskoti. Tveir nálægir vinir styðja hinn gamla
mann. Blóðið sást streyma niður eftir kinnimli.
Gaynor dó ekki af banatilræðinu. Og nú er farið
að tala um hann sem forsetaefni við næstu forseta-
kosningar í Bandaríkjunum. Yrði hann þá í mót-
fiokk þeirra Tafts og Roosvelts.
Niah Finsens minnisvaríi.
Fyrir framan ríkisspítalann í Kaupmannahöfn hefir
verið sett upp stórkostlegt listaverk til minningar um
Níels Finsen, hinn fræga Ijóslækni. Myndastyttan
nefmst »Til ljóssins« og er eftir Tegner myndhöggvara.
Svefninn óparfur?
"ísafold« segir í fyrradag, eftir tímaritinu »Argus«
á Finlandi, að þýzkur læknir, Wichardt, liafi fundið
meðal c.tthvert við þreytu og svefnþörf, svo menn
gætu slept svefninum og sanit haldið fullu fjöri. Þreyta
stafar af eitrun í líffærakerfinu, en þetta nýfundna
meðai kvað vera gagneitur sem er hægt að taka inn
ems og fæðu. Einhverjar tilraunir kváðu vera gjörð-
ar í þessu efni; en fráleitt er vert, enn sem komið
er, að vera of trúaður á þessa nýung.
LeiSrétting.
Fæðingarár Sig. Erlendssonar hafði fallið úrgreininni
um hann í síðasta tbl. Sigurður erfæddur 6, maí 1849.