Frækorn - 16.09.1910, Page 8
128
F R Æ K O R N
Skíðaskóli
verður haldinn á KoLviðarhól við
Hellisheiði (í Árnessýslu) í vetur 3—4
vikna tíma frá 3. janúar — ef nœgi-
leg hluttaka fœst. — Kennari verður
valinn norskur skíðamaður, fenginn
hingað í því skyni eingöngu.
Einnig býst eg við að verða þar
viðstaddur, að minsta kosti um tíma.
Kenslunni verður hagað, sem bezt
má verða, og tekið með alt frá skiða-
göngu að skíðastökki. — Langferðir
nokkrar verða farnar — eftir því sem
veður leyfir —- síðari hluta náms-
skeiðsins: til Þingvalla, austur um
heiði og viðar. Sýnd og reynd verða
afnot y>hvílupoka«, hvernig grafa skuli
sig í fönn, o. m. fl. — í tómstund-
um leikar og ýmsar íþróttir eftir
kringumstæðum. —
Fastagjald verður að líkindum 30
kr. f. hvern, og er í því fólgið: 1)
ágœt askskíði með öllum útbúnaði
(fótböndum og stöfum; kosta þau
venjul. frá 17—20 kr.), 2) kenslueyrir.
Um fœðisgjald er eigi ákveðið enn
að íullu. En gert verður það eins
ódýrt, og framast verður unt. Og
e. til vili geta þeir, sem vilja, »lagt
með sér í búið«.
Hefi eg búist við, að hvert ung-
m.félag sendi 1 eða 2 pilta eftir kring-
umstæðum, og þyrfti þá eigi kostn-
aðurinn að verða tilfmnanlegur, ef
samtök væru góð. — Auðvitað geta
þó félög sent fleiri, — og eins ein-
staklingar kostað för sína sjálfir, ef
þeir treysta sér til þess.
Ungm.félagar ganga hér fyrir öðr-
um_ en veitt verður utanfél.mönn-
um viðtaka með gleði, meðan rúm
Ieyfir. Heíi eg hugsað mér, að samb.
U. M. F. í. veiti ferðastyrk nokkurn
þeim piltum úr sambandsfélögum,
er Langt eiga að, til þess að gera
þeim hægra fyrir að nota tækifærið.
Og mun eg beita mér fyrir það mál
af alefli!
Eigi mun þurfa að búast við, að
kostnaður allur fari tramúr 50 krón-
um, þó fæði sé keypt, og ættu þá
flest ungmennafélög að geta klofið
það með aðstoð góðra manna í
sveit sinni.
Áhugi og samtök ráða hér leiks-
lokum !
Eigi mun þurfa að brýna það
fyrir félögunum, að nauðsyn er að
velja vel — og senda aðeins hrausta
ogefnilega unglinga (eða ungmenni)!
Staðurinn, Kplviðarhóll, er valinn
eftir nákvæma íhugun, af þessum a-
stæðum: 1) Einkar hentugur til skíða-
fara sökum landslags og veðuráttu á
vetrum. — 2) Liggur vel við fyrir
Sunnlendinga og hæfil. langt frá
Rvík, því þaðan mun mega vænta
allmikillar þátt-töku. — 3) Talið
heppilegast að byrja hér syðra þátt-
tökunnar vegna. Rá auðveldara að
halda áfram, t. d. norðanlands. —
Þetta eru þá aðaldrættirnir í á-
ætlan minni. Og er þó margs ó-
getið.
Er þá hér með skorað á ungrn,-
félaga og aðra, er ætla að sinna
þessu, að gefa sig fram við mig
sem allra fyrst, eigi síðar en30.sept-
ember! Og geta verður þess þá sam-
stundis, hvaðatrygging sé fvrir gjöld-
um (kr. 30), og hvern veg þeir
hugsi sér fæði o. fl. —
Ungm.félagareru vinsamlegabeðn-
ir að gera mál þe,ta sem bezt heyr-
um kunnugt í félögum sínum og
sveitum — og styðja það á allan
hátt.
Helgi Valtýsson.
Meðal við holdsveiki.
Prófessor Ehlers segir, að því er
fröken Kjær við Laugarnesspítala
hefir látið oss vita, að hann hafi
ekki neina ástæðu að svo stöddu til
þess, að reiða sig á þær frásagnir
erlendu blaðanna (sem »Frækorn«
hermdu í næstsíðasta tbl.), að meðal
væri fundið við 'holdsveiki, og þykir
oss ástæða til þess að geta þessa,
vegna þeirra mörgu holdsveiku, sem
um málið hugsa hér á landi. Eins
og allir vita, þá er professor Ehlers
mjög mikill fræðimaður í öllu því,
er snertir sjúkdóm þennan.
Næsta blað kemur 23. þ. m.
Prentsmiðja D. 0stlunds
Austurstræti 17, Reykjavík,
leysir af hendi allskonar prentun,
svo sem
Sönglög,
Bœkur,
Blöð,
Ritlinga,
Brúðkaupsljóð,
Erfiljóð,
Heillaóskakort,
Bréfhausa og Umslög,
Reikninga,
Kvittana-eyðublöð,
Götuauglýsingar,
Kranzborða o. m. fl.
Alt verk vandað, en þó mjög ódýrt.
Ö
m
Forskriv selv
Deres Klædevarer
direkte fra Fabrik. Stor Bespa-
relse. Enhver kan faa tilsendt
portofrit mod Efterkrav4 Mtr.
130 Ctm. bredi sort, blaa,
brun, grön og graa ægtefarvet
finulds Klæde til en ele-
gant, solid Kjole ellerSpadser-
dragt for kun lO Kr. (2.50
pr. Mtr). Eller 31/4 Mir. 135
Cim. bredi sort, mörkeblaa
og graanistret moderne Siof
til en solid og smuk Herre-
klædningfor kun 14 Kr. og
50 Öre. Er varerne ikke efter
Önske tages de tilbage.
AARHUS KLÆDEVÆVERI,
Aarhus, Danmark.
Samkomur.
Sunnudag kl. 6,30 síðd. i Sílóam. Inn-
gangur frá Bergstaðastræti.
Qavid Östlund.