Frækorn - 23.09.1910, Blaðsíða 2

Frækorn - 23.09.1910, Blaðsíða 2
130 F R Æ K O R N frelsara vors: Meistari! hvernig á eg að breyta, svo eg eignist eilíft líf? Lúk. 10, 25. Þetta var mik- flvæg spurning, hin mikilvægasta af öllum. Einungis skaði, að húu kom frá óeinlægu hjarta. Á hvítasunnu- daginn korn lík spurning frá þús- undum vara, og þá kom hún frá iðrandi hjörtum, sein voru snortin af drottins orði. Hvernig spyrjum vér á þessum degi? Getum vér sagt með iðrandi hjarta: Drottinn, hvað vilt þú, að við skuium gera? Þá mun guð sjálfur svara oss. Og ekki einungis það, en hann mun gefa óss náðar- gjöf sína frá hæðum. Hann mun endurnæra oss með lífsins brauði. Jesús bað hinn lögiærða að svara sjálfur og spurði: »Hvað er skrif- að í lögmálinu? hvernig lest þú?« Hann svaraði: »Elska skaitu drott- in guð þinn af öllu hjarta, af ailri sálu, af öllum kröftum og öllum huga og náunga þinn eins og sjálf- au þig.« Jesús vottar, að þetta svar sé rétt og segir:, »Gjöfðu þetta, þá muntu lifa.« Kærleikinn til guðs og náungans er hinn sanni vegur til eilífs lífs, og án þess að öðlast hann getur enginn komist í hið himneska ríki. Hinn löglærði fann til ófullkom- leika síns og reyndi að afsaka sig og forðast hinar réttlátu kröfurlög- málsins. »Hver er þá náungi minn«. Þá sagði frelsari vor hina lær- dómsríku sögu um miskunsama Sam- verjann: Maður lá við veginn, illa út leikinn af ræningjum — hálfdauð- ur — var injög særður og þjáðist mikið — án þess að geta hjálpað sjálfum sér. Þetta er góð mynd af aumum manni, sem er særður af syndinni, og er byrjaður að hiusta á kenn- ingu guðs lögmáls, til kröfu þess og ógnana. Samvizkan vaknar. Synd- in verður lifandi við lögmálið. Hún sýnir sig að vera margföid og stór. Eg hef syndgað á móti kærleiksrík- um föður, móti viðkvæmum ognáð- ugum frelsara, móti heilögu og rétt- látu lögmáli. Engin von er handa mér. Eg aumi maður, hver mun frelsa mig frá þessum dauðans lík- ama? En sjáið! Prestur gengur fram hjá. Hann ber búning heigra inanna. Skyldi það ekki vera svo, að guð hafi stjórnað því, að hann kemur þessa feið? Eg lít biðjandi til hans. Eg andvarpa og lirópa ti! hans um hjálp í neyð minni. Þessi maður er þó drottins þjónti. Ó, það eru engiu meðaumkunar- íár í augumhans. Hrokafullurgengur hantt fratn hjá. Hann lítur ekki til mín. Eg aumi maður! Hver mun hiálpa mér? Levíti kemur. Maður þessi er ekki eins hátt settur eins og prest- urinn. En þó þjónar hann við helgi- dóminn. Hann iítur á mig. Viltu ekki miskunna mér? Ertu ekki vin- ur minn? Eríu ekki náungi tninn? Einnig hann gengur fram hjá. Hefir enga tilfinningu fyrir auniura manni. Verð eg þá að farast hér? Er engin hjálp handa mér? Vertu rólegur! Hér kemur tnaður, fyrirlitinn, raunamæddur, sem eg áður oft sneri mér burt frí. Iiann ber innilega umhyggju fyrír mér. Hann aumk 'ast yfir mig, Kærleiks- tár hans renna niður kinnar hans. Hönd sína réttir hann út til mín, bindur um sár mín, og hellir oiíu í þau. Flytur mig til herbergis og elur önn fyrir mér. Hver er hann? Hans nafn er Jesús. „Samkvæmt viðteknum hætti“. iii. Hvenær komst barnaskirnin inn í kirkjuna? Síðast leiddum vér óræk söguleg vitni að því, að hin biblíuiega skírn, niðurdýfingarskírn, hélzt í kirkjunni fram á tólftu öld. Um upptök barnaskírnarinnar segir dr. A. S. Norbeck í »Larobok i Theologien«, í kapítulanum um »Nádemed!en och kyrkan«: »Barnaskírnin hófst snemma (á 2. öld), en varð fyrst seinna (eftir daga Ágústínusar, á 5 öld,) almenn.« Dr. Guericke segir í kirkjusögu sinni: »Þegar á 3. öld var nauðsyn ungbarnaskírnarinnar talsvert alment viðurkend; en það var fyrst á miðri 5. öld, að áminningum hinna helstu kirkjukennara um framkvæmd henn- ar var alment sint.« — Kirchenge- schichte, Bonn 1827, I, bis. 529. Samtímis með efling ungbarna- skírnarinnar sýnir kirkjusagan, að ýms hjátrú slæddist inn í kirkjuna. Þannig segir hinn lærði dr. Mos- heim um skírnina á 4. öld; »Skírnin var framkvæmd um páska- og hvítasunnuleytið, um nótt, og voru viðhöfð vaxljós, og . . . stundum var saiti kastað í munn þess, sem skíraátti. Þeir, sem voru íeknir í söfnuðinn með skírninni,voru skuldbundnirað ganga klæddir hvítum klæðum í sjö daga eftir þessa helgu athöfn.« Kirchen- geschichte, IV, 2. deild, 4. kap. 7. gr. Þetta er í stuttu máli frásögn um, hvernig barnaskírnin og yfirausturs- skírnin varð »að viðteknmfi hætti«. Að barnaskírnin að einhverju litlu leyti gerði vart við sig, svo snemma sem á 2. öld sýnir alls ekki, að hún sé rétt og Kristi þóknanleg. Hún er ekkert annað en manna viðtekt og hljtur því að dæmast með orðum frelsarans í Matt. 15, 9. Og það er virðingarvert af þeim, sem hafa stílað handbókina nýju, að láta þess getið, við hverja barna- skírn, að hún sé mannaboðorð og »viðtekt«. Að öðru leyti skulum vér — um leið og vér endum þessa grein, til- færa eftirfarandi vitnisburði frægra lútherskra guðfræðinga um ung- barnaskírnina. Enginn getur borið því við, að þeir séu hlutdrægir, þar sem þeir þrátt fyrir játningar þess- ar fylgdu »viðteknum hætti« : Dr. Neander: »Sá siður að skíra ungbörn var langt fjarlægur frá postulatímanum.« Prófessor Lange: »Allar tilraunir til þess að sanna ungbarnaskírn með Nýja testament- inu eru árangurslausar. Hún stríð- ir auðsjáanlega móti hinum postul-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.