Frækorn - 23.09.1910, Blaðsíða 6

Frækorn - 23.09.1910, Blaðsíða 6
234 F R Æ K O R N sjáum óglögt og í fjarska að bera yfir bæinn, er vatnsnesið, sem er að vestanverðu við Húnafjörð. II. Blöndubrúin. Vér nemum staðar á flúðum niðri í árfarveginum hér um bil mitt á milli bæjarins og brúarinnar og horfum upp eftir árfarveginum. Sjá- um vér þá brúna að bera við him- in. Aðalbrúin er úr járni, og er hún um 60 álnir á lengd. Brúin er vönduð að smíði og mannvirki mikið. Hún var vígð 25. ágúst 1897. III. Blönduós. Til hægri handar sést kirkjan, mjög veglegt hús, og beint í fram- sýn sjáum vér eikar snoturt hús með lystigarðslagi; það er hús hr. Möllers kaupmanns. Efst til vinstri handar sjáum vér hús Höpfners verzlunar og íbúðarhús Sæmundsens verzlunarstjóra. Vatnið, sem vér sjáum að bera yfir bæinn, er áin Blanda. Fræðslan og siðg-æðið. Vonirnar hafa brugðisí, sem menn gjörðu sér um áhrif fræðslunnar á ungmennin. Aldrei hefir meira kapp verið lagt á unglingafræðslu ennú; það er nú orðið skylda að lögum að fræða hvert einasta barn í land- inv — skólaskyldan svo nefnda. Það er búið að endurbæta kenslu- aðferðirnar, sýnikensla höfð í öll- um greinum í stað þululærdóms híns gamla og nafnaupptalningar. Námsgreinum hefir verið fjölgað; nú er ekki látið nægja lestur og skrift auk kristindóms; nú er kend landafræði, saga, kvæði, söngur og náttúruvísindi. Og svo vöknuðu nýjar yonir að þetta mundi efla sið- gæði barnanna, reisa skorður við öllu SÍðléýsÍ. En svo verður hið gagnstæða ofan'- á í opinberittn skýrslum. Þar Sem jnest^.og bezt -er^kent — í bæjunumj vra/*gd'æpafjöfdinn hjá ungviðinu, munaðarsýkin, taumleys- ið, óbeit á líkamlegri og andlegri vinnu, — í einu orði: siðleysi. Ályktun vor er því sú: Annað- hvort er öll þessi fræðsla siðspill- andi og eyðir kröftum ungmenn- anna, eða þá uppfræðingin sé kom- in í gott horf, þá tekst ekki, þá lán- ast ekki að gjöra æskulýðinn sið- betri. Þetta tekur ekki sízt til kennar- anna. En hvrða rétt hafa menn til að vænta, að það efli siðgæði að kenna fleiri námsgreinar? Þess má ekki vænta af kenslu í öðrum námsgrein- um en þeim, sem sérstaklega lúta að því, hvernig ungmennin eiga að breyta, eins og kristindóminum og svo að einhverju leyti, í sumum hinna, t. d. móðurmálinu (með stýl- um og ritgjörðaefnum). En í öðr- um námsgreinum verður þessu síð- ur komið við, eins og heilsufræð- inni, þar eru talin ráð til að láta gott af sér leiða, til að varðveita sína heilsu og annara og bæta hana. Og sama er að segja um nýtsemd- ar-fræðsluna: eins og skrift, lestur, reikning, eðlisfræði, efnafræði. — Þá fræðslu má jafnt nota til ills sem góðs. Siðast er að telja sögu, landafræði, kveðskap, sönglistogað mestu náttúrufræði. Hvernig geta menn vænst þess, að þær náius- greinar, þó góðar séu í sjálfu ;sér, verndi og efli siðgæði? Siðferðisleg hnignun er á tvær leiðir: Annaðhvort er viljinn sterk- ur til hins illa eða viljinn til hins góða of veikur og er skamt þár í milli. Getur það gjört menn sið- ferðislega dáðlausa, að efla sér froð- leiks? Já, því að skólagengnum manni hefir opnast heimur, sem ólærður verkamaður veit ekkert um, þessi heimur dregur skólagengna manninn að sér; honum finst hann ekki geta eingöngU fengist við lík- amleg störf. Svo sígurá hann mók, siðferðislegt og andlegt mók. Börnin í bæjunum eru svift allri barnslegri hlutdeild í að búa til þá hluti, sem þarf að brúka. Alt er tekið f búðunum. Svo ganga þau Iöngutn iðjulaus, fá enga hvöt; til gagrtlegrar iðju né venjast henni. í skólanum eru þau frædd um margt og verða leikin í mörgu — en til eins fær það aldrei tilefni: að taka sjálft til starfa og komast að ein- hverri niðurstöðu, setja sér eitthvert takmark, sem samsvarí þörfum þess og óskum, og kröftum þess og efni til að vinna úr hinsvegar. Það er þetta sérstaka, sem hver og einn á að keppa að eftir sínum kröftum, sem eru mjög ólíkir, en fræðsla sú og leikni, sem skólinn veitir, er eins fyrir alla. — Barnaheimilin svo nefndu bæta ekki úr þessu nema að mjög litl- um hluta. I skólanum vilja þau starfa en fá ekki og það hefir sín eftirköst, þegar þau eiga að faraað taka til gagnlegrar iðju. Svo verð- ur þeim og hættara við freistingum í skólanum. Hver maður þroskast smátt og smátt, hann breytist ekki eins og skorkvikindi úr maðki í flugu, þegar skólagangan er á enda. Aðalorsökin er sú, að heimilis- lífið er að veslasí upp. Foreldr- arnir hafa engan tíma tii að sinna börnunum sakir atvinnu sinnar og ótal annara frátafa. Trúnaðartraust niilli foreldranna og barnanna er fyrsta skilyrðið fyrir því, að heimil- in hafi áhrif á börnin; en það get- ur ekki átt sér stað, nema foreldrar og barn lifi saman og taki þátt hvort í annars sorg og gleðf og ýrnsum vonbrigðum. Enaðalmein- ið er að í lífi fólksins vantar lotn- ingu fyrir trúarbrögðunum og með því er öflugt hjartans líf gert að engu. Engin sálnrabók er til á heimilunum handa börnunr, hvað þá annað. Það vantar kristindónr í anda og sannleika. Án bænar getur enginn maður lifað heilbrigðu lífi. Þetta vantar inn •' uppfræðing- una í skólunnm. Því fer sem fer. Ungmenni eru sétt inn fyrir drykkju- skap rétt eftir það er þeir hafa í fyrsta sinni neytt; kvöldmáltíðarinnar. W f U. Síkami mannsins. .$!. Virtna og Vinnuf??ri líkamans. I. Hjartað. Þetta verkfæri er þá hjartað; það er einfaldur en ákaflega sterkur vöðvi, holur að innan; hann hangir

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.