Frækorn - 23.09.1910, Blaðsíða 7
F R Æ K O R N
135
í brjóstholinu mitt á milli
beggja lungnanna. Allir munu
þekkja hjartað úr dýrum, sem slátr-
að er. Það er alveg eins og hjart-
að í manni. Lóðrétt skilrúm skiftir
því í 2 helminga, hægri og vinstri,
og í hvorum helmingi eru 2 hólf,
sem eru í sambandi hvort við ann-
að. Hvert hólf hefir sitt verk að
vinna.
Þegar lymfan og mjólkursafinn
hafa bæzt við dökka, óhreina
blóðið, hefir það rétt afl til að
komast út í hægra helming hjart-
ans, sem sýgur það inn í sig. Það-
an liggur digur pípa, sem skiftist
í 2 greinar og liggur grein að hvoru
lunga. Þar leysist greinin upp í
ákaflega smágert háræðanet, sem
dreifist um lungað og síðan safnast
mörgu smáæðarnar aftur í s a m e i g i n-
legar stærri pípur.
Undir eins og óhreina blóðið kem-
ur inn í hægra helming hjartans,
dregst hann saman og spýtir þannig
blóðinu með miklu afli inn í hár-
æðanet lungnanna; þar losar það sig
við kolasýruna og vatnsgufuna —
hvortveggja berst burt úr líkaman-
um, þegar maður andar frá sér —
og um leið sýrist það af loftinu,
sem maður andar að sér.
Og við það verður breyting á
því. Dökki liturinn hverfurog
alt saman — hreinsaða lyrnfan og
mjólkursafinn — er orðið að fögru,
hreinu, ljósrauðu blóði. Nú
getur það byrjað verk sitt aftur, látið
frá sér næringarvökvann og tekið
við því, sem sýringinn fram leiðir.
En hraðinn, sem það fékk hægra
megin í hjartanu, er orðin miklu
minni á leiðinni um háræðanetið í
‘lungunum — straumurinn er ekki
lengur nógur til þess að geta kom-
ist áfrain alla þá löngu leið, sem
liggur nú fyrir því. Ekki getur það
komist aftur að hægra helmingi
hjartans, af því að það stöðvast af
felliloki, sem opnast eins og hurð,
þegar straumurinn berst frá hjartanu
út í pípuna, en þrýstist aftur af
sjálfum blóðstraumnum, þegar það
reynir að hverfa aftur. Hægri hehn-
ingur hjartans getur heldur ekki gert
strauminn nógu sterkan, því að til
þess eru veggirnir ekki nógu þykkir
og sterkir. Það berst þá eftir þeim
pfpum, sem háræðanet lungnanna
safnast í, inn í vinstra helming
hjartans; og þaðan spýtist það með
sterkum reglulegum slætti eftir stórri
æð, sem kallast aorta, út í líkam-
ann, til þess að streyma um allar
æðar, stórar og' smáar, sem eru eins
og flókið net. Það getur ekki runnið
sömu leið aftur, því að það stöðv-
ast af feililokmn.
Smám saman verður hreina, ljós-
rauða blóðið óhreint aftur; en þegar
það hefir lokið ferð sinni um lík-
amann, hverfur það aftur til hjartans,
en það sendir það inn í lungun til
hreinsunar og sýringar og lætur það
síðan, þegar það er orðið að hremu
blóði, byrja sína miklu hringferð
aftur.
Hjartað í okkur er bæði sogdæla
og þrýstidæla. Það dregst saman og
þenst út aftur alveg reglulega. Við
samdráttinn þrengjast hólfin og þrýsta
blóðinu út; við víkkunina stækka
hólfin aftur og nýtt blóð streymir
inn í stað þess, sein út var rekið.
Þannig eru þá tvennskonar æðar
í líkamanum. Aðrar flytja blóðið frá
hjartanu. Það eru »arteríur« eða
slagæðar. Hinar flytja blóðíð að
hjartanu. Það eru »venur« eða
b 1 ó ð æ ð a r.
Þegar slagæð er skorin sundur,
rennur út ljósrautt blóð, og blóð-
rásin stöðvast, ef bundið er um æð-
ina þeim megin,sem nær er hjart-
anu. En ef blóðæð meiðist,renn-
ur dökt blóð, og blóðrásin stöðvast,
ef bundið er um þeim megin, sem
fjær er hjartanu.
II. Taugar hjartans.
En hjartað vinnur ekki sjálfkiafa
fremur en aðrir vöðvar iíkamans;
það eru taugarnar, sem knýja
öað til reglulegra og stöðugra
hreyfinga. Með vilja okkar getuin
við hvorki framleitt né stöðvað hreyf-
ingar hjartans, og taugarnar starfa
þannig af sjálfs-dáðum með afli, sem
við ráðum ekki yfir, en starf þeirra
er lífs-skilyrði fyrir okkur. Þær eru
sumpart í hjartakjötinu og liggja
út frá taugahnútum eða »ganglíum,«
en sumpart standa þær—gegnum
eina taug — í sambandi við heilann.
Allar þessar taugar — ganglíu-
taugarnar og taugin sem stendur í
sambandi við heilann, — eiga þátt
í starfi hjartans. Þær fyr nefndu
hvetja það, neyða það til starfa
á nokkurra afskifta frá viljanum eða
meðvitundinni. Þetta er auðséðvið
slátrun. Sé hjartað skorið úr ný-
drepinni skepnu, þá sést, að hjartað
þenst enn út um stund og dregst
saman; þá starfar það alveg af sjálfs-
dáðum.
En það er ekki nóg að hjartað
starfi, heldur verður líka að hafa
stjórn á starfi þess, svo að það slái
reglulega; þessastjórn annast heilinn
með þeirri taug, sern setur hann í
samband við hjaríað.
En við vituin það, að þegar við
komumst í öfluga geðshræringu,
þegar okkur mætir mikil gleði eða
sorg eða ákafur ótti, eða þegar við
leggjum á okkur mikila líkamlega
áreynslu, þá getur hjartslátturinn
stöðvast alveg eða orðið mjögákafur.
Nú geta þær taugar, sem eru ekki
í samband við heilann, heldur að
eins við mænu ug taugahnúta, ekki
borið nein áhrif til meðvitundarinnar
né tekið móti neinum boðuin frá
viljanum; eins og áður er sagt, geta
þær að eins hvatt til starfsemi, sem
knýr vöðvana til hreyfinga, sem eru,
nauðsýnlegar líkamanum en alveg
ósjálfráðar; svo er um samdrátt hjart-
ans og um maga- og þarma- hreyf-
ingar og að nokkru leyti um andar-
dráttinn o. s. frv. En þegar ein-
hver taug flytur fregn til heilans um
snögg og áköf áhrif, þá verður hann
þess fljótt var og missir þá ró sem,
hann hefir venjulega til að bera,
meðan hann gegnir stjórnarstörfum
sínum; truflunin berst til þeirra, sem
stjórnað er, hræðslan grípur um sig;
taugin, sem liggur niður að hjart-
anu, kemst í óreglu ganglíataugarn-
ar taka að örva hjartavöðvana, svo
að þeir starfa eins og úr sem heing-
illinn er tekinn úr,
En með vílja okkar höfum við
ekkert vald yfir þessum gagnkvæmu
áhrifum.
Þegar hjartahólfin dragast sainan,
verður hjartað styttra og hvelfdara,
þrýstist með fremra broddinum fast-
ara að bróstvegnum og ýtir honum