Frækorn - 23.09.1910, Blaðsíða 4

Frækorn - 23.09.1910, Blaðsíða 4
133 F R Æ K O R N vör við þessa breytingu. Hún lét í fyrstu sem hún tæki ekki eftir því, en seinna fór hún að hafa orð á því. »Guð hefir verið svo góður við mig«, sagði Anna dóttir hennarþá, »að eg get ekki annað. Mér þykir svo vænt um, að eg get gjört eitt- hvað fyrir þig, mamma!« Eg veit annars lítið um, hvaðþær töluðu saman, en hitt veit eg, að móðurin fór að verða óróleg. Jesús mætti henni daglega svo greinilega, að hún gat ekki annað en kannast við það. Anna stundaði móður sína með stakri kostgaefni og þolinmæði; hún virtist aldrei þreytast. Hún hafði ekki verið nein fyrirmynd áður. Breyt- ingin var ómótmælanleg. Hvernig stóð á henni? Hvaðan kom henni kraftur? — Frá guði, frá Jesú; — gat nokkur vafi leikið á því? Einu sinni, þegar eg kom að vitja um hana, sagði hún: »Enn hvað eg hef verið vond og hroka- full, og ekki haft hugmynd um það! En nú«. — — »Sjáið þið það nú?« »Já, nú sé eg það«, svaraði hún grátandi. »Og það allra versta er« — — »Hvað er það?« »Eg hélt eg væri á réttum vegi. Eg hef verið eins ogsofandi mann- eskja, og haldið eg væri svo væn og dygðug, að eg þyrfti einskis annars. Ætli guð fyrirgefi mér? Ætli hann hjálpi mér til að breyt- ast? Hvað haldið þér um það, séra Halldór?* »Já, hann er fús til þess. Hann óskar einskis fremur«. Eg kom iðulegatil hennar. Henni veitti erfitt að höndla náðina. Því að nú varð hún eins og sagt va_ áðan að breyta skoðun á sjálfri sér í annað sinn. Hún reyndi auðvit- að að hrensa sjálfa sig, og það leið nokkur tími, þangað t>I hún var orðin svo auðmjúk, að hún vildi engu treysta nema náðinni, — náð- inni einni. Loks fékk hún þó frið við guð, og fékk að reyna gleðina og kraft- inn, sem trúin veitir. Hún lá enn í misseri og þjáðist mikið. Hún þjáðistaf áköfum þorsta, og gat þó varla drukkið, því að kokið greri rétt saman. Hún átti oft erfitt, en eg heyrði hana aldrei mögla eftir þetta. Hún bar alt með þolinmæði. Hún sagði einu sinni, þegar eg var að tala við hana um líf hennar áður: »Er það ekki undarlegt, að maður skuli vera svona vondur og viltur? Eg þóttist vera svo góð og guðhrædd, en varð þó svo reið, þegar Anna varð guðs barn. Þér getið séð af því, hvernig eg var«. — — »Já, þér skiljið nú ef til vill af hverju menn krossfestu Jesúm. Þeir gátu ekki umborið hann, urðu að hrekja hann alveg brott. Óendur- fætt hjarta er ánægt með sjálft sig, þolir ekki Jesúm. Heimsins börn- um finst og ávalt að guðs börn dæmi sig, jafnvel þótt þau segi ekki eitt orð, af því stefnan er svo ólík og samvizkan segir hverjum, sem ekki er alveg steindauður í syndinni, að stefnan til hæða sé hin eina rétta, og í rauninni væri bezt að ganga alveg guði á vald, en heimselskan er svo sterk, að himinþrá mannsins fær ekki að nióta sín. Það verður samt dálítill órói og óánægja í hjart- anu, þótt óendurfætt sé, en það kennir guðs börnum um það, og fyllist gremju við þau, í stað þess að taka fagnandi á móti leiðbein- ingunni út úr þokunni«. »Já, það er satt. Eg sé það alt núna«, sagði hún og andvarpaði. »Já, það er satt-<, endurtók eg, »en erfitt er drotni að fá oss tilað kannast við það. Vér heyrum það, lesum um það, og þó láta margir það eins og vind um eyrun þjóta«. »Já, því er ver, það er satt. — — Óg, þess vegna verður seint og snemma að boða afturhvarf og fyr- irgefningu syndanna«. — »Já, það er satt«. Úr dönsku. Heim.v, íslenzkar myndir. Vér höfun: áformað að flytja við og ’úð íslenzkar náttúrumyndir og efum vér ekki að þær munu verða vel séðar hjá öllum lesendum blaðs- ins. Til að byrja með flytjum vér 3 myndir af Blönduós. I. Árósinn við Blöndu. Hér sjáum vér aðalhluta bæjarins bera við sjó. Land það, sem vér

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.