Frækorn - 12.10.1910, Qupperneq 2

Frækorn - 12.10.1910, Qupperneq 2
138 F R Æ K O R N Hvíldardagurinn. 1. Hann er minning um sköp- unarverk drottins. Og því hefir hann gildi, meðan sköpunarverkin eru við lýði. 2. Mós. 20, 8 — 11; Sálm. Dav. 111, 4. 2. Guðs börnum er hann mikil blessunargjöf. Drottinn segir: »Eg gaf þeim og mína hvíldardaga til merkis um það samband, sem er milli mín og þeirra, svo þar af mætti augljóst verða, að eg, drott- inn, er sá, sem þá heilaga gjörir.« Esek. 20, 12. 3. Hvíldardagsboðorðið er sett í miðju lögmálsins, sem Jesús sagði um, að skyldi ekki forganga, þang- að til himinn og jörð líða undir lok. Matt. 5 17—19. Hvíldardag- urinn er því enn í fullu gildi. 4. Kristur og postular hans héldu hann helgan. Lúk. 4, 16; Postgb. 17, 2; 18, 1 — 11; Matt. 24, 20. 5. Hvíldardagurinn erendurminn- ing um Krist, því að fyrir Krist er alt skapað (Jóh. 1, 3., 10). Það er þess vegna svo langt frá því, að trúin á Krist sé gagnstæð hvíldar- dagshaldi, að sönn trú á hann hlýt- ur að leiða til þess. 6. Guðs orð sýnir, að hvíldar- dagsins skyldi gætt á hinum siðasta tíma. Lesið Es. 56, 1 og Es. 58, 13—14. Og í Op. 14, 12. lesum vér: »Hér reynir á þolgæði heil- agra, sem varðveita boðorð guðs og trúna á Jesúm.« Um leifarnar af sæði konunnar lesum vér í Op. 12, 17.: »Drekinn reiddist við konuna og fór burt til að herja á hina af afkomendum hennar, sem varðveittu guðs boðorð og höfðu Jesú vitnis- burð.« 7. Hvíldardagurinn mun haldinn verða á hinni nýu jörðu: »Því eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem eg skapa, standa fyrir mínu augliti, segir drottinn, eins skal yðar afsprengi og yðar nafn standa. Og frá einni tunglkomu til annarar, frá einum hvíldardegi til annars, skulu allir menn koma til að tilbiðja fyrir mínu augliti, segir drottinn.« Es. 66, 22. 23. Þannig nær hvíldardagurinn frá hinni töpuðu til hinnar endurfengnu Edenar. Og drottinn segir: »Haldið heilaga mína hvíldar- daga.« Es. 20, 20. „Eangsnúnir lærdómar“. Einn trúboðinn fór fyrir skemstu að lesa guðs orð heldur öfugt. Þannig las hann á einni samkomu Op. 22: 12 á þessa leið: »Sjá, eg kem skjótt og hef með tnér andvirðið handa sérhverjum ekki eftir því, sem hans verkverða«. Þetta var þannig tilfært hjá trú- boðanum tíl þess að sýna, að það sé trúin en ekki verkin, sem hefir þýðingu. En þessi einhliða trúar- kenning er mjög andstæð guðs orði, því orðin, sem trúboðinn rangfærði, h'jóða rétt eftír ritningunni þannig: »Sjá, eg kem skjótt og hef með mér endurgjaldið handa sérhverjum, eftir því, sem hans verk verða«. Eins og menn sjá, er sannleikur guðs orðs beint á móti kenningu þessa brúboða. Á annari samkomu vitnaði hann í sama tilgangi í Gal. 3, 10. eins og hér segir: »Bölvaður sé hver sá, sem held- ur það, sem í lögmálinu stendur«. Það er voðaleg kenning, þetta — ef einhver maður tæki mark á henni. Eftir þessu á það að vera til bölv- unar, að gjöra það, sem lögmálið heimtar, sem sé að »elska drottin af öllu hjarta« og að »elska náurig- ann eins og sjálfan sig. • — Það liggur nær að spyrja, hvort trúboð- inn kenni, að það sé »blessun« að elska ekki guð, né náungann. Réttur lestur á Gal. 3, 10. sam- kvæmt ritningunni er á þessa leið: »Bölvaður sé hver sá, sem ekki heldur sér við alt það, sem í lög- málsbókinni er skrifið, til að breyta eftir því.« Líkast til er rangfærzla trúboðans því að kenna, að hann ekki skilur kenning guðs orðs um réttlætinguna. Hið rétta er það, að »allir hafa syndgað« þ. e. eru afbrotamenn lög- málsins.« (Róm. 3, 23; 1 Jóh. 3, 4). Af eigin kröftum getur enginn ha dið »alt það, sem í lögmálsmók- inni er skrifað.« En Jesús Kristur er frelsari vor frá synd, sem er yfir- troðsla lögmálsins. Hann héit boð- orðin, og hann er sá eini, sem get- ur gjört það. En hann er enn í dagr sá sami, sem hann var, þegar hann "ar í holdinu. Fyrir »dauða« guðs sonar urðum vér sættir við guð«, en vér munum »fyrir haus líf frelsaðir verða«. Róm. 5, 10. Og hann »frelsar sitt fólk frá þess syndum«. Matt. 1, 21. En svo saunarlega sem synd er >yfirtroðsla lögmálsins« (1. Jóh. 3, 4.), þá er það augljóst, að Jesús frelsar ossfrá yfirtroðslu lögmálsins. Kristur býr í hjörtum þeirra, sem trúa. Ef. 3, 17. Hann frelsar oss með sínu heilaga lífi í oss, í hlýðni við guðs lögmál,semer »heilagt«, »réttvíst« og »gott«. Róm. 7, 12. Því segir post- ullinn: »Onýtum vér þá lögmálið með trúnni? Fjærri fer því, heldur staðfestum vér lögmálið.« Róm. 3, 31. Þetta er sannlcikur gtiðs heilaga orðs um lögmálið og' réttiætinguna. En um þá, sem fara með rangsnúnar kenningar eins og þær sem nefnd- ar eru hér að framan, eiga vel við orð postulans: »Þeir látast- vera löglærðir, þótt þeir hvorki skilji sjálfir, livað þeir segja, né það, sem þeir telja öðrum trú um«. Hinir miklu heimskingjar. Heimskinginn segir í sínu hjarta: »Þar er enginn guð.« Sal. 14, 1. Enginn annar segir það. En samt halda þessir heimskingjar, að þeir séu vitringar. Ef þeir verða spurðir um það, hvernig heimurinn er til orðinn án guðs, svara þeir hér um bil á þessa leið: Vísindamennirnir segja oss, að upphaflega var ekkert annað en þoka, þar sem ótal smáagnir (atomer) sveimuðu um alt. En hvernig myndaðist svo heim- urinn úr þessari þoku? Jú, segja guðsafneitararnir, það skeði af tilviljun, af eintómri tilviljun.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.