Frækorn - 12.10.1910, Blaðsíða 6

Frækorn - 12.10.1910, Blaðsíða 6
142 F R Æ K O R N að okkar þjóð verði fyrst til að til að ná þessum yfirburðum.] Svíar eru stærsta og voidugasta þjóðin á Norðurlöndum. Þeir vita vel, hvað hér hefir gerst, og' það veit krónprinzinn þeirra vafalaust, þó hann nefni ekki okkar litlu þjóð, þegar hann talar um samkeppni þjóðanna í sambandi við útrýmingu áfengisnautnarinnar. Við erum þó á undan Svíum. Forvígismenn þessa máls í Svíþjóð hafa ýmsir á orði — veit eg — að þeir, Svíar, eigi að feta i frægðarspor íslendinga. Öll tímanna tákn benda til þess, að þar muni fleiri á eftir fara, áður langt um hður. Hamingjan gefi, að íslenzku þjóð- inni auðnist að stíga mörg slík frægð arspor á ókomnum öldum. 24/7 1910. Líkami mannsins. B. Vinna og vinnufæri likamans. III. Blóðkornin. Bióðið er rautt. En sé það skoð- að í smásjá, reynist það þá ekki eins rautt eins og það sýnist; við sjáum þá, að nokkur hluti þess er fljótandi; það er blóðvökvinn, sem er gulleitur; en þar að auki eru í þvíóteljandi smákorn, blóð- kornin, sem eru sum rauð en sum hvít. Það eru rauðu blóðkornin, sem lita blóðið. Þau eru miklu minni en þau hvítu, en líka miklu fleiri og eru kringlótt og flöt líkt og damm-töflur; ásamt með blóðvökv- anum bera þau kolasýruna og vatns- gufuna til lungnanna til sýringar. Hvítu blóðkornin berast með lymfunni og mjólkursafanum inn í blóðið. Hjáfullorðnum manni mynd- ast þau að nokkru leyti í miltinu, að nokkru leyti í rauða beinmerg- inum og að nokkru leyti í lymfu- kirtlunum, en það eru sveppkend- ir vefir, sem háræðar liggja gegn- um, og eru þeir á leið sogæðanna. Rauðu blóðkornunum fer eins og hverjum öðrum hluta líkamans; þau eyðast, um leið og þau eru notuð. En náttúran er ráðdeildarsöm; hún lætur ekkert fara til ónýtis og þá ekki þessi blóðkorn fremur en ann- að. Jafnframt því, að þau eldast og verð- óhæf til að vinna sitt verk, berast þau burt úr hringrás blóðs- ins niður í lifrina, en þar hyggja menn að þau verði að galli. Þannig er um eyðsluna. En hvaðan kemur þá endurnýjungin? Áður hugðti ntenn, að hún kæmi frá hvítu blóðkornunum, en nýjar rannsóknirhafa sýnt, að það er ekki rétt. Hjá fullorðnum manni hefir enn að eins verið sýnt tram á einn stað, þar sem rauðu blóðkornin myndast, en það er rauði bein- mergurinn. í honum myndast þá bæði hvít og rauð blóðkorn og þeim fjölgar eins og öllum öðruni hylf- ummeðþvíað m óðurhyIfi skiftist. Um forlög hvítu blóðkornanna vita menn ekkert. Af þeim verður stöðugt til mikill fjöldi, og því er líklegt að þau komi að notum, — en menn vita ekki til hvers. Hvítu blóðkornin geta komist út úr blóðkerunum inn í vefina. Það kemur t. d. fram við bólgu; það, sem nefnt er gröftur eða útferð, er hvít blóðkorn, sem fara út úr líkamanum. IV. Efni og afl. Þess var áður getið, að afl er ekki hugsanlegt á annan hátt en að það sé bundið við eitthvert efni og starfi þar, og að af því leiði það, að með afl-eyðslu fylgi efna-eyðsla. Þess var enn fremur getið, að til þessar- ar efna-eyðslu hlyti að svara endur- nýjun efna, ef alt starfið ætti ekki að hætta. En hvert er þá það afl, sem stjórnar öllum líffæruni okkar og knýr þau til vinnu? Það er sólin! Þetta er ekki svo að skilja, að sólin sé sjálft aflið, heldur er það Ijós og hiti sólarinnar, sem er tímanleg uppspretta alls líkamlegs afls. Allar tegundir lifandi afls, sem koma fram hjá lifandi veru — hvort sem þær eru nefndar hiti, raf- magns-straumur,tauga-afl eða vöðva- afl, eru spennimagn, þ. e. hulið ósýnilegt náttúru-afl, sem segja má að sé fyrir í líkamanum ogeittskil- yrðið fyrir því, að hann geti verið til, en þetta afl getur, þegar sérstak- lega er ástatt, breyzt, losnað og orð- ið svo, að við verðum þess varir. Slíkt spennimagn losnar við sýr- inguna í líkama okkar og spenni- magnið er sólarljósið, sem v.ð ný- myndun efnanna í grænu jurta liylf- ununt varð bundið eða settist fyrir sem hvílandi afl í nýmynduðu efn- ununt, sem veita næringu öllum hylfum og lifandi Iíkömum sem hafa ekki grænan lit. Eins ogöll efni lífsverurmar verða að síðustu rakin til þessa starfs i græna jurta-hylfinu, þar sem ríku- legt lífsefni myndast úr kolasýru og vatni fyrir áhrif sólarljóssins, eins stafar alt afl lífs-verunnar frá sama starfinu. Við nýmyndun efnanna •' græna jurtahylfinunemum viðstaðar. Lengra komumst við ekki. Við erum konm- ir að takmörkum þekkingar okkar á náttúrunni, og yfir þau takmörk mun okkur tæplega leyfast nokkru sinni að komast — við eruni stadd- ir við fótaskör forsjónarinnar. Það, sem losar spennimagn- ið í líkama okkar, er hitinn, sem kenrur fram við sýringu blóðs- ins. Þegrr súrefnið í andrúmsloft- inu fer inn í líkamann um lungun, kemst það um stutta stund í sam- band við rauðu blóðkornin, en fer irá þeim aftur og yfir í vef líffær- anna jafnframt því, að það nær að snerta þau gegn um háræðarnar. í vefunum kemst súrefnið í ný sam- bönd, og nýju efnin, sem þar við myndast, sýrast meira og meira, þangað til þau fara aftur úr vefun- um og mynda kolasýru, vatn og þvagefni, sem berast burt um lung- un, húðina og þvagfærin. Sýringin verður þannig al- staðar í líkamanum og það er hún, sem framleiðir og ákvarð- ar hita líkamans. Af því að þessi hiti á altaf að vera eins, er það ljóst, að þegar loftið í kring kólnar, verður að framleiðast meiri hiti í líkamanum, til þess að mynda jafn- vægi gegn þeim meiri hita-missi, sem kemur fram við hita-útgeislun lfkamans út í kaldan geiminn. And-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.