Frækorn - 12.10.1910, Side 7
F R Æ K O R N
143
Minnismerki um 17. maí 1814.
Munaðarvörur
fyrir 900,000,000 krónur voru
fluttar inn til Bandaríkjanna frá öðr-
um löndum á þeim 12 mánuðum,
sem voru liðnir 1. júli 1910.
Panamaskurðurinn
er nú þegar að nokkru ferðafær,
um 10—12 enskar mílur.
Borg að sökkva.
Borgin Scranton í Pennsylvaniu í
M. Ameríki er að sökkva. Grunn-
urinn lætur undan, sökum þess, að
kolanámur eru graf.nar þvert og
endilangt undir allri borginni.
Kólera
hefir rasað á Rússlandi í seinr.i
tíð. Um 100,000 manns eru dánir
þar úr lienni.
Há sekt.
Ameríski auðkýfingurinn Vander-
bilt var á ferðalagi í niótorvagni um
Frakkland fyrir 3 árum. Ók hann
þá yfir mann, og varð það hans
bani. Nýlega hefir ddmít' l! í f’arís
ardrátturinn verður þá
öflugri, sýringin meiri,
og meira myndast af sýr-
ingarefnum; af þessu leið-
irþað, að næringin verð-
ur líka að vera meiri.
Hins vegar mun auð-
vitað alt, sem dregur úr
hitamissinum, er kemur
af kælingunni að utan,
valda því, að sýringin í
líkamanum verður veik-
ari. Hita-missirinn verð-
ur minni þeerar ber húð-
in er þakin vondum hita-
leiðurum, svosem ull og
loðskinnafötum.
Alpafjöllin,
sem loftsiglingamenn
nú eru að keppast að
komast yfir.
Blöðin hafa nýskeð
sagt frá dauða eins þesð
ara inanna, Chavez a-
inafni. Örin sýnir leið
ina gegnum Diveria-dal-
inn, sem flestir fljúga, Chavez einn
fór beint yfir fjallahæðirnar.
Mlnnismerkí
um fengiðsjálfsforræði Norðmanna
17. maí árið 1814 ætla þeir að
setja upp á Eiðavelli, þá er 100 ár
eru liðin frá þeim merkisdegi. —
Hér er mynd sýnd af hinu fyrirætl-
aða minnismerki. Ingibrekt Vík hef-
ir gert hana.
Ný peningaeyðsla.
Hið nýjasta, sem miljónamær-
ingarnir finna upp á til að eyða fé
með er — eftirmiddagsferðir í loft-
skipum.
Pannig sendi R. Rotschild í Frank-
furt nýlega út boðsbréf prentað um
meiri háttar middegisveizlu í Baden-
Baden. Á boðsbréfinu stóð meðal
annars: »Kaffið verður drukkið í
loftinu«. Hann hafði sem sé leigt
loftskipið »L. Z. VI.« til þess að
flytja gestina heim til Frankfurt
eftir middaginn.
Leigan er fyrir hinar fyrstu 2
klukkustundir 2000 mörk (1780 kr.)
og fyrir klukkustund eða brot úr
henni 1000 mörk. Það verður
dýrt kaffi.
Alpafjöll.