Frækorn - 22.12.1910, Qupperneq 2
178
F R Æ K O R N
Jólin.
Hvað eru jólin?
»Fæöíngariiáííö freisarans«, segja
börnin, og þau svara oft sannara en
fullorðna fólkið; þó þau skilji lítið,
þá er samt hjartað flekklaust af
heiminum, trú jaeirra hrein og elsk-
an til guðs.
Á barnæskuárum mínum hlakk-
aði eg til jólanna — það gera víst
öll börn.
Ekki heilluðu gjafirnar allan hug-
ann: jólakerti og nýir skór var
reyndar sjálfsagt, og eftir ástæðum
einhver flík, sem mest var þörfin
fyrir; ekki heldur skraut heirna, en
fátæklega baðstofu má gera hreina
og bjartari en höll: þegar guðs
friðar-ljós skín inn í hjartað er alt
fegurra. Ekki nautnir né óhóf, eng-
inn heimsmunaður getur gert heil-
agan frið og fögnuð í sálinni, gert
sanna jóla-hátíð. Guð sjálfur verð-
ur að koma til mannanna, vera
þeirra guð og þeir hans fólk: »í
dag er yður frelsari fæddur«. «/
dag«. Eg sá það alt í anda, ó, svo
heilagt og bjart. Jesús var ungbarn
og hann var mér nærri, eg elskaði
hann og tilbað með lotningu. For-
eldrar mínir og systkini lásu og
sungu sálma, áður en eg kunniþað;
og eg heyrði að alt var fegra og
unaðslegra en endranær. Enginn
heima spilaði á spil aðfangadags-
kvöldið eða »nóttina helgu«. Éftir
að eg kunni, skrifaði eg þá ein-
hverjum nákomnum um frelsara
minn.
Þessi barnslegu jól eru nú að sjá
týnd í heiminum. Eg finn þau
hvergi. Og flestir segja eins. Jól-
in er orðin glyshátíð, syndsamleg
eyðslutíð heimsmunaðar, í óhófs-
veizluin og ofskrauti, alt til að þókn-
ast holdlegum manni. En guðs dýrð
er horfin frá jólunum — eins og
frá ísrael forðum (1 Sam. 4, 21)—,
mennirnir leitast við að gjöra sig
dýrðlega með gjöfum — og ytri
viðhöfn, í stað þess að leita þess
heiðurs, sem fæst hjá guði einum,
í kyrlátu og hógværu hugarfari,
dýrmætu fyrir guði. »Þar er Jesú
fæðingarhátíð«, hvort semer um jól
eða aðra tíma ársins. — »Eg vil
með þér Jesú fæðast, ég er barn
og kaun svo fátt.«
Jólin hafa breyzt fyrir mér. Jesú
fæðingarhátíð er ekki bundin við
vissan mánaðardag, enda ;egir ritn-
ingin ekkert um það, hvern dag
mánaðarins Jesús er fæddur. >En
svo mörgum, sem hann meðtóku,
gaf hann kost á að verða guðs börn,
þeim, sem trúa á lians nafn, sem
ekki eru fæddir af blóðinu, né holds-
ins vild, né mannsins vilja, heldur
af guði.« Fæddur »af guði«, eins
og Jesús sjálfur. Þeim sálum er
»7 dag« frelsarinn fæddur. Jesús býr
fyrir trúna í hjartanu. Hann er vort
líf. Guðs andi vitnar með emlur-
fæddum manni, að hann er guðs
barn. » Réttlaettur af trú hefirhann frið
við guð fyrir drottinn vorn Jesúm
Krist. »Friður á jörðu og velþókn-
an yfir mönnunum.* Hrygðin eftir
guði snérist í fögnuð. >Séð hefi
eg guð bersýnilega og líf mitt er
fre'sað (1 Mós. 32. 30) áður er
beðið líknar með tárum. (Hós. 12,5).
Gleði var á himni og jörðu þeg-
ar Jesús fæddist í þenna heitn, og
gleði er enn á himni og jörðu í
hvert sinn er sál snýr sér til guðs.
Jesússegir: »Það er meiri gleði yfir
einum syndugum, sem bætir ráð sitt,
en yfir níutiu og níu réttlátum, sem
ekki þurfa yfirbótar við«.
Hin æðsta gleðistund mannlegs
lífs er þegar mannsálin gefur sjálfa
sig guði á vald, af kærleika alla og
óskifta. Andvarpinu ersvarað: «Mína
sálu þyrstir eftir guði, eftir þeim
lifandi guði.« Hann ketnur og tek-
ursérbústaðí hjartanu. Jóh. 14,23.
Jesús fæðist þar. Þá er Jesú sanna
fæðingarhátíð fengin. Guð gefi þér
perluna, þá áttu betri helgidóm alla
daga ársins en áður einn dag á ári.
í nálægð’ Jesú: hátíð, fjær honum
engin heilög stund. — B. B.
Hulinn kraftur.
Eftir Th L. Cuyler.
Fyrir skemstu var eg á ferð yfir
Atlantshafið á einu stærsta og sterk-
asta milliferðaskipinu. Það brunaði
fram mót sjó og vindi, 20 mílur1
1) enskar.
á tímanum. Eg sá eigi kraftinn,
sem knúði skipið áfram. Kraftur-
inn var hulinn djúpt undir þiljum,
vakinn af sílogandi, kolaöldu báiinu.
Meðan kolabirgðirnar entust, gat
skipið brunað áfram sína sigurbraut.
Þannig er varið andlegu lífi hins
styrka, hrausta kristna manns. Kraft-
ur hans er fólginn í þeim forða
guðlegrar náðar, sem hann ber með
sér hið innra. Þaðan kemur hon-
um mátturinn að standast freistingar
og ti! að halda beint í horfinu,
braut skyldunnar, eins þá er torfær-
urnar eru mestar. Enginn kristinn
maður leggur sjálfuni sér til kraft-
inn, náðin er honum gefin, og þessi
kraftur er því að eins orðinn kraft-
ur sjálfs hans, að »líf hans er falið
með Kristi«. En þótí sjálfur kraft-
vakinn, þótt sjálf uppspretta þessa
lífs sé ósýnileg, þá er það eigi að
síður virkilegt hf, kemur fram luð
ytra, öllum sýnilegt. - Eins og hið
hraðskreiða skip ber vott og hulinn
kraft kolabirgðanna, eins sýnir hinn
andlegi styrkur trúandi kristinsmanns,
aðlífhanser falið með Kristi. Læk-
urinn, sem steypist þarna niður hlíð-
ina, er sjón sögu ríkari um upp-
sprettu hátt uppi í fjalli, að kletta-
baki, og vísarnir á úrinu inínu snú-
ast í sífellu og votta með því um
hulinn kraft á bak við sig. Sæll
ert þú, lesanda minn góður, ef ná-
grannar þínir, sem alt af hafa þig
fyrir augum, geta lesið það út úr
daglegri breylni þinni hið ytra, að
hið innra líf þitt fæðist og nærist
af Kristi.
Hinn mikli postuli lýsir þessu
innra lífi sanntrúaðs manns þannig,
að það er »falið með Kristi í guði«l.
Frelsari vor er til himna stiginn, og
þangað bendir Páll postuli, — upp
til himins, þar sem Kristur situr við
hægri liönd föðursins, og segir:
Vér lifum hér niðri á jörðinni að
ytra hætti, en hið sanna líf vort er
á himnurn uppi, séum vér Krists.
Uppspretta þessa andlega lífs er
guðleg, það hefst með hinni nýju
fæðingu við náðarverkanir heilags
anda. Alt til þess tíma, að hið and-
lega líf hófst hið innra með oss,
1) Kol. 3, 3.