Frækorn - 15.01.1911, Side 3

Frækorn - 15.01.1911, Side 3
F R Æ K O R N 3 gamla-testamentinu. Öll biblían opinberar Krist. Hún er uppspretta kraftar vors. Eins og' ; líkamslíf vort viðhelst af fæðu, þannig viðhelst vort and- lega líf af guðs orði. Sérhver sála verður að meðtaka líf af guðs orði. Guðs orð er lífsins brauð. Það veitir sálunni eilífan kraft, styrkir trú vora og veitir g'leði, sem varir um aldur og æfi. E. O. White. ÆÖGMÁL OG NÁÐ.« Þannig nefnist lítill ritlingur, sem amerískur maður hefir gefið hér út. Þar eð oss hefir borist ritlingur þessi, þá viljum vér ekki láta hjá líða að benda á hið helsta af því í ritinu, sem er andstætt heilagri ritn- ingu. Á fyrstu blaðsíðu segir höf.: — »Lögmálið, sem hvervetna er minst á í ritningunni, var gefið fyrir Móses, og giiti frá því það var gefið í Sínaí og þangað til Kristur dó á Golgata.« Hvert mannsbarn, sem lesið hef- ir nýjatestamentið, getur vitað, að þessi kenning er villa, og það, að hún er andstæð greinilegum orð- um frelsarans sjálfs, sést t. d. af: Matt. 5, 18: »Þangað til himinn og jörð forgengur, mun ekki hinn minsti bókstafur lögmálsins líða undir lok.« Lúk. 16, 17: »En auðveldara er það, að himinn og jörð forgangi, en að hið minsta atriði úr lögmál- inu gangi úr gildi.« Lögmálið gilti þess vegna ekki að eins þangað til Kristur dó á Golgata, heldur gildir það enn í dag og þangað til himinn og jörð forganga, já, jafnvel eftir það. Það er heilagt og réttlátt eins og guð sjálfur. Eftir að höf. hefir sagt, að »lög- málið gilti frá því það va- gefið á Sínaí og þangað til Kristur dó á Golgata«, segir hann: ->Þá« (þeg- ar Kristur dó á Golgata) »byrjaði sú útbýtiug náðarinnar, er síðan hef- ir haldið fram á vora daga.« Ekki er þessi setning síður villu- borin heldur en hin fyrnefnda. »Útbýting náðarinnar« y>byrjaði« ekki, þegar Kristur dó á Golgata, lieldur segir guðs heilaga orð, að náðin er >■ oss veitt í Jesú Kyisti frá eilífð.« 2. Tím. 1, 9. Náð guðs er eilíf — alveg eins og réttlæti og Iögmál hans, því hjá honum er »hvorki umbreyting né umbreytingar skuggi.« |ak. 1, 17. Um frelsarann segir höf.: »Aðeins einn hefir fullnægt guði, að því er rættlæti snertir, og sá eini var enginn annar en sonur guðs, drottinn vor Jesús Kristur. Hann gjörði þetta ekki með því að halda lögmáh'ð, heldur af því að hann var réttlátur og syndlaus.« Hér afneitar höf. Jesú eigin orð- um. Jesús segir greinilegahið gagn- stæða af því, sem þessi nýstárlegi »fræðari« segir. Þessi eruorðjesú Krists sjálfs: »Ef að þér haldið mín boðorð, þá munið þér halda minni elsku, eins og eg hélt boðorð föður míns og held hans elsku.« Jóh. 15, 10. Höf. er ekki að fást um það, þótt staðhæfingar hans komi beint í bága við heilaga ritningu. Hann vitnar líka rangt til ogfellirúrtilvitn- unum, eins og honum gott þyk- ir. Þannig er tilvitnunin úr Gal. 3, 10., sem höf. notar á bls. 3 í ritlingnum, fölsuð, eins og liver getur séð, sem ber ritlinginn sam- an við biblíuorðið sjálft. Hið sagða er nægilegt til þess að sýna það, að þessi litli ritlingur er í hæsta máta varhugaverður og ekki trúandi einu orði af því, sem höf. heldur þar fram. Það, sem rétt kann að vera, er ekki höf. að þakka. Hans rangfærslur og villukenningar eru alt of ægilegar til þess. Hið eina, sem vottar fyrir, aðsatt sé sagt í ritlingnum, er það, að fall- inn syndugur maður réttlætist ekki af sínum verkum. En þetta, sem út af fyrir sig er rétt og guðs orði samkvæmt, ruglar höf. saman við þá voðavillu sína, að trúaðir menn þurfi ekki að lifa í hlýðni við guðs heilaga vilja, eða samkvæmt heilögu lögmáli drottins. Jesús segir sjálfur, að »hver sem brýtur eitt af þessum boðum, er minst sýnist um varða, og hvetur aðra til þess, hann mun minstur kallast í himnaríki; en hver sem hlýðir þeim og rœðnr öðrum tii hins sama, hann man mikill kallast í himnaríki.« Matt. 5, 19. En auðvitað getur syndugur mað- ur þetta ekki af eigin ramleik: »Án mín megnið þér ekkert«, segir Jesús. Jóh. 15, 5. •— En guð sendi sinn son »í líkingu syndugs holds og vegna syndarinnar«, tilþess, »að krafa lögmálsins uppfyltist á oss, sem ekki göngum eftir hold- inu heldur eftir andanurn« (Róm. 8, 3. 4). En vita skal þessi höf. og hver annar maður, að krafa guðs heilaga lögmáls getur ekki uppfylst hjá neinum manni, meðan hann heldur áfram að vera yfir- troðslumaður þess. Kristur er kom- inn »til þess að hann burttæki vor- ar syndir« (1. Jóh. 3, 5), en »synd- in er lagabrot« (l.Jóh. 3, 4). Laga- brotin verða að hverfa, og þau hverfa, þegar Jesús Kristur gjörir oss að guðs börnum, sem í sönn- um kærleika hlýða boðorðum hans, lögmáli og vilja. Höf. þessi tilheyrir vafalausl þeim

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.