Frækorn - 15.01.1911, Side 5
5
|! SÖGUR öq DÆMI jj
SÖNN FÖÐURELSKA.
Eg þekki föður, sem átti 12 ára
gamlan son, er Tómas hét. Dreng-
urinn gekk í skóla. Einn dag kom
kennari hans heim til föðursins.
»Er sonur yðar veikur?« spurði
kennarinn.
>Nei, en þvíspyrjið þér um það?«
»F>að er af því aö hann hefir
ekki verið í skólanuni í dag.«
»Getur það verið?«
>já, hann var heldur ekki í skól-
anum í gær.«
»Hvað segið þér?«
»Og heldur ekki í fyrradag.«
»En . . .«
Eg hélt, að hann hefði verið
veikur.«
Nei, hann var ekki veikur.«
»Já, mér fansc eg ætti að láta
yður vita það.«
»Eg þakka yður fyrir það.«
Og kennarinn fór heim til sín.
Faðirinn sat lengi hugsi. Þá heyrði
hann, að einhver var að koma. Það
var Tómas. Þegar hann sá föður
sinn, skildi Tóinas, að hann vissi
um framkomu sína sfðustu þrjá daga.
»Komdu inn til mín, Tómas.«
Tómas kom, og faðirinn lokaði
hurðinni.
»Tómas, kennari þinn var hér
nýskeð. Hann sagði, að þú hefðir
ekki verið í skólanum þrjá síðustu
dagana. En eg hélt, að þú hefðir
verið í skólanum. Þú lézt okkur
trúa því. Þú veizt ekki, hve mjög
þetta hryggir mig. Eg hef altaf reitt
mig á þig. Eg hef sagt: Það er
ætíð hægt að reiða sig á Tómas.
Og nú hefir þú verið lifandi lygi
fyrir okkur í þrjá daga. Eg get
ekki sagt þér, hversu hryggur eg er.«
Orð þessi höfðu mikil áhrif á
F R Æ K O R N
Tómas. Ef faðir hans hefði talað
harðlega við hann, þá hefði hann
ekki fundið nærri eins mikið til.
»Tómas, láturn okkur falla á kné
og biðjast fyrir«, sagði faðirinn.
Og Tótnasi varð æ þyngra um
hjartað. Honum fanst sem hann
gæti ekki beðið nú. En samt krupu
þeir. Faðirinn bað. Og drengur-
inn fanti það glögt, að hann hafði
hrygt föður sinn. Þeir stóðu upp
frá bænagjörðinni: Augun föðurs-
ins runnu í tárum. Og Tómas grét
líka.
»Tómas,« sagði faðirinn. »Það
eru þau náttúrulög til, sem segja,
að óhlýðni fylgir þjáning. Þetta
tvent er óaðskiljanlegt. Þú hefir
verið óhlýðinn og breytt iila, Tóm-
as, og hér á heimili mínu stend eg
í sömu af.töðu til þín og guð
stenduv í til heimsins. Við skulutn
þess vegna hafa þetta svona: Þú
ferð upp á efsta lofts-herbergið. Þar
á eg að búa um þigágólfitm. Við
skulum færa þér mat þangað um
matmálstímana, og þú verður þar
jafn lengi og þú hefír verið okkur
lifandi lygi — þrjá daga og þrjár
nætur.«
Tómas sagði ekkert. Feðgarnir
fóru upp á efstalofts-herbergið. Búið
var unt, og faðirinn lét drenginn
vera þar einan, en fór sjálfur ofan.
Það leið að kvöldverðartíma. Fað-
ir og rnóðir settust að borði. En
þau hugsuðu svo um barnið sitt,
að þau mistu alveg matarlystina.
Þau gengu því næst inn í daglegu
stofuna til þess að vera þar um
kvöldið. Faðirinn tók blað, en hon-
um var mjög erfitt að geta lesið.
Hann þurkaði gleraugun sín, en
samt fanst honum að hann gæti
ekki lesið. Loks sá hann, að hann
hélt blaðinu öfugt. Móðirin reyndi
að sauma, en það gekk ekki heldur.
Svona leið tíminn. Klukkan sló tíu.
»Ætlarðu ekki að fara að hátta?«
sagði hún.
»Ekki enn þá. Ætlar þú?«
»Nei, eg æt!a að vera uppi enn
um stund.«
Klukkan varð eliifu. Þau fóru
þá að hátta, en gátu ekki sofnað.
»Hví sefur þú ekki?« spurði hún.
»Hvernig vissir þú, að eg ekki
svæfi ? Og þvf sefur þú ekki?«
»Eg get það ekki; eg hugsa svo
um hann Tómas.
Og kiukkan sló tóif og eitt og
tvö. En þau sofnuðu ekki.
»Eg get ekki staðist þetta Iengur,«
sagði hann ioks. »Eg fer upp til
Tómasar.«
Og hann tók koddann sinn og
gekk upp á loftið til drengsins.
Hann opnaði hurðina hægt til þess
að vekja hann ekki, ef hann svæfi,
og hanri fór eins hægt og hann gat
til Tdmasar. En hann lá — vak-
andi. — Rúmið hans var vætt af
tárum. Faðirinn lagðist við hliðina
á honum, og þeir grétu báðir.
Svo féllu þeir í svefn.
Næsta kvöld sagði faðirinn:
»Eg fer upp til Tómasar aftur.s
Og hann svaf einnig þá nótt
uppi hjá honum.
Þriðja kvöldið sagði hann við
konu sína:
»Eg fer upp til Tómasar aftur.«
— — — Yður mun ekki furða
á því, er eg segi yður frá því, að
Tómas nú sem fullorðinn maður
boðar Jesúm Krist í Kína.
Faðir Tómasar er bezta myndin,
sem eg nokkurntíma hef fundið af
guði, vorum himneska föður.
Syndin varð að hafa sínar afleið-
ingar; það, sem gjört var, gat ekki
orðið aftur tekið. Það var einnig
af kærleika til mannanna, að guð
ekki leysti manninn undan þján-
ingum þeim, sem syndin hefir í för
með sér; því þjáningin segir frá