Frækorn - 31.01.1911, Qupperneq 5
F R Æ K O R N
13
SJ HITT OG ÞETTA :
»STUTT OG LAGGOTT.-
komur erit í vetur haldnar t'»Sílóam « á
hverju föstudagskyeldi kl. '8'/., og í
Hverfisg. 34 á mánudagskveldum kl. 8'/.,.
Allir velkotnnir.
Reykjavík í janúar 1911.
Hjörtur Frederiksen.
Langar heinisóknir, langar sögur,
langar prédikanir, langar áminningar
og langar bænir erti sjaldan til upp-
byggingar þeim, sem ; lieyra. Lífið
er stutt, timinn er stuttur, augnablik
lífsins eru dýrmæt. Lærðtt að draga
saman, stytta og skerpa. Vér getum
umborið það leiðinlega, sé það að-
eins stutt. Vér þolum mikinn sár-
sauka, sé hann ekki of langvinnur.
En jafnvel skemtanir verða bragð-
usar, og þjáningarnar óbærilegar,-
þegar það fer út.fyrir hæfileg tak
mörk. Lærðu að vera stuttorður.
Flöggðu kvistinaTjaf. Haltu þig við
aðalefnið. Ef þú biður, þá bið um
það, sem þú vonast eftir að öðlast,
en ekki meira. Ef þú íalar, þá
flyttu boðskap þinn og liættu svo.
Skrifirðu, þá gerðu og tvær máls-
greinar að einni, þrjú orð að tveim-
ur. Forðastu altaf að vera lang-
dreginn. Lærðu að vera fáorður.
—_ Sá, sem gerir öðrum gott,
gerir sjálfum sér gott; þetta er satt,
ekki aðeins um afleiðingarnar, held-
ur um verkið sjálft. Því að með-
vitundin um að hafa gjört gott er
ríkuleg laun. — Seneca. "" ~
— Líf vort er verk, ekki eingöngu
ár; hugsanir, ekki eingöngu andar-
tök. - Vér ættum ekki að telja lífið
ft i hjartaslögum. Sá lifir hinu
fylsta lífi, [sem hugsar mest, hefir
göfugastar tilfinningar, starfar bezt.
— Bailey.
»Maurelania.«
Yfir Atlantshaf,
Hún er altaf að verða Fjótfarnari,
óraleiðin sú. Cunard-línan er fremst
hvað flýtir snertir, Hún á tvö hin
stærstu skip, sem fara yfir Atlanls-
haf. Þau heita Maureíania og
Lusitania, livort um 32,500 smá-
lestir að stærð og með 70,000
hastöflum. Ritstjóri þessa blaðs
ferðaðist með öðru þeirra, Lusitania,
yfir Atlandshaf árið 1908 og er
ýtarleg lýsing af þeirri ferð í Fræ-
kornum fyrir það ár. — Nú hefir
liitt skipið, Mauretania, gert ferðina
fram og aftur milli Englands og
New-York á styttri tfma en gert
hefir verið nokkurn tímaáður. Skipið
fór báðar leiðar á 12 sólarhringum
og stóð við 41 klukkustund í New-
York, þó fékk skipið ill veður og
ósjó á vesturleið.
Til samanburðar má nefna,að fyrir
rúmum 200árum, 1709,fórhollenzka
skonnortan »Halve Maan« frá Hol-
landí ogtil þess staðar, sem New-York
sténdurnúá; hún var fleiri mánuði á
á leiðinni, og þótti þó mikið koma
til þoirrar farar.
>Halve Maan.