Frækorn - 31.01.1911, Blaðsíða 7

Frækorn - 31.01.1911, Blaðsíða 7
F R Æ K O R N 15 kynna þörf líkamans ámatogcirykk og eiga heima í nokkrum pörtum meltingarfæran na. Porstinn er þurk- eða sviða-til- finning í kokinu og kemuraf vatns- skorti í líkamanum eða þurk í munn- inuin og kokinu. Ef það síðar- talda á sér stað, þarf maður ekki að drekka, til þess að sefa þorst- ann; það er nóg að láta einhvern lítinn hlut upp í sig; við það ert- ast kirtlarnir og taka til starfa. Hungríð, sem hvetur okkur til að leita næringar, er nagandi og kvelj- andi tilfinning í maganum og líka þörmunum, þegar það fer vaxandi. Það kemur einkum af því, að melt- ingarfærin eru tóm. Þó er hung- urtilfinningin ekki óbrigðult merki þess, að líkaminn þurfi næringar, af því að hún er að iniklu leyti komin undir vana. Þannig gerir hún vart við sig á ákveðnum tfmum dags — venjulega á matmálstímunum hvort sem meltingarfærin eru tóm eða ekki, og þeim manni, gerir hungrið oft þann greiða, að telja honum trú um þau ósannindi, að hann þurfi að nærast. Þeirri spurningu, hvort hollast sé, að lifa á dýrafæðu eða jurta eða hvoru tveggja, er réttast svarað þann- ig, að maðurinn, sem getur eftir meltingarfærum sínum borðað alt, geti nærzt vel á hvorri fæðunni sem er. Aðallega eru sömu næringarefni í jurtafæðu sem í dýrafæðu, en dýra- fæðan kemuroftbeturað notum, nielt- ist betur í þörmunum, og það er aðalmunirinn á henni og jurtafæð- unni. Af jurtafæðu einni þarf miklu meira en af blandaðri fæðu, og af því koma oft meltingarvandræði hjá mönnum, se n eru ekki alveg heil- brigðir og hraustir, því að jurta- fæðu.'fnin tru mjög oft lukt inni í hylkjuni úr hylfa-efni, sem eru lítt meltanleg eða jafnvel alveg óupp- leysanleg. Þjóðir, sem sagt er að lifi eingöngu á jurtafæðu, neyta í rauninni dýrafæðu með, og jafnvel þeir menn, sem nefnast gróður- neyzlumenn (vegetarianar) lifa mjög sjaldan eingöngu á jurtafæðu; oftast borða þeir líka ost, smjör og egg og drekka nijólk. Nœríngargildi fæðunnar verður ekki ákveðið ein- göngu eftir efnasaniblandi liennar. Þó að eg viti, að í fæðunni sé vatn, eggjahvíta, sterkja o. s. frv., og að þessum efnum sé komið fyrir eins og holt er fyrir líkama minn, þá get eg enn ekki haft neina hug- mynd um næringargildi fæðunnar. Fyrst verð eg að vita, að hverjum notum það kemur í þörmunum. En því get eg hjálpað sjálíur, með því að laga fæðuna vandlega í inunn- inum og skifta matmálstímunum skynsamlega niðtir á 24 klukku- stundirnar í sólarhringnum þannig, að meltingunni í maganum eftir hverja máltíð sé fullkomlega lokið og »chymus«: hafi komist burt úr maganum, áður en byrjað er á nýrri máltíð. Við þetta fá meltingartaug- arnar og kirtlarnir í munninum og maganum hvíld og verða fær um nýja starfsemi. Dr. X. u —, a -oo o BrÉTTI R - FRÓÐLEIKUR 1 •" 'll 1 1 (5 tX5 Nóbelsverðlaunin. Hvaðan stafa þau? — Frá arf- leiðsluskrá hins sænska auðmanns Alfreds Nóbels; var hún gjörð 27. nóv. 1895. Nóbel gaf þá hér um bil 28,000,000 krónur og ákvað að vextir af þessum sjóði (sem aldrei mætti rýra) skyldi veitast árlegn til manna er höfðu, á tímanum, sem næst væri liðinn, gjört mannkyninu mest gagn. Vextirnir skyldu skift- ast í 5 hluti; l/s skyldi veitast þeim manni, sem hefði gert mestu upp- götvun í efnafræði, en A/5 þeim, sem mest hefði skarað fram úr í eðlis- fræði; þessi 2 verðlaun veitast af hinu sænska vísindafélagi; l/5 veitist fyrir læknisfræðilegar uppgötvanir; Vs fyrir skáldverk eða aðrar mikils- varðandi bókmentir; þessi 2 verð- laun veitast af hinu Karolinska Insti- tut; hafa Svíar þannig öll umráð yfir veitingu 4/s Nóbelsverðlaun- unum; en hinn síðasti fimti hluti, sem er ákveðiun handa þeim, sem mest hafa unnið að efling alþjóða- friðar, hafa Norðmenn umráð yf:i, hverjum veita skuli; stórþingið velur nefnd, 5 manna, sem veitir verð- launin. Verðlaunin eru veitt á dánardegi Nóbels, 10. nóv. 1910 voru læknisfræðisverðlaunin veitt Dr. Albrecht Kossel, f. 1853 og er fyrir löngu frægur orðinn fyrir rannsóknir á eggjahvítuefnum. Efnafræðisverðlauum voru veitt prófessor við háskólann í Göttingen á Þýzkalandi Otto Wallach, i. 1847, höfundur stórmerkra rita í þeirri grein. Eðlist'ræðisverðlaunin fékk pró- fessor við háskólann í Amsterdam, Jóh. Diderik van der Vaals. Hann er 73 ára að aldri og á hann að baki sér langt vísindastarf. Hann vill ekki, að mynd sé af honum tekin. Bókmer.taverðlaunin voru veitt Panl Heyse, góðskáldi Þjóðverja, 81 ára að aldri. Friðmálaverðlaunin voru veitt al- þjóða-friðarmálaskrifstofunni í Bern. Eiturlaust kaffi er nú búið að frainleiða, með því að aðferð er fundin til þess að ná koffein-eitrinu, sem er í kaffi, algerlega úr því. Slíkt kaffi er nú komið i verziun í Kaupmannahöfn.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.