Frækorn - 12.05.1911, Blaðsíða 3

Frækorn - 12.05.1911, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N 43 Þá fyrst leitar hann á kortinu. Hér er sker, hér er viti; þarna erstraum- urinn, þarna er höfn. Kortið er þá orðið alt annað í augum hans. Það var sú tíðin, að hugurinn lét fingurgómana leika um þaðtilað finna eitthvað sértil dægra- styttingar. Nú er svo komið, að hann verður að rannsaka það sér til eilífs hjálpræðis eðaglötunar. Les þú biblíuna þannig? Sumir yðar gjöra það. Seinustu fimm, tíu eða tuttugu dagana erbiblían orðinyður sem ný bók, þér hafið beygt kné yðar fyrir guði og lesið, og Ijóma sló á blöðin fráhástóli dýrðarinnar, og þér hafið einslega talaðviðhinn almáttuga. Eg skal skýra hugsun mína með öðrum orðum. Þú ert á gangi um Fultonstræti. Þér verður starsýnt á fallegar myndir í glugga Ijósmynd- ara, og segir viðsjálfan þig: »Svona fallegar myndir hefi eg aldrei séð, dæmalaust eru þær vel teknar.« Næsta dag fær þú bréf um það, að bróðir þinn, sem lengi hefir átt heima í Kína, er andaður. Frétt- in kemur þér svo hræðilega óvart. Þú átt myndina af honum í skúffu, sem þú lýkur sjaldan upp, en nú verður þér það fyrst fyrir að taka upp myndina. Svipurinn vekur ó- tal blíðar æskuminningar og þú viknar svo innilega. Þú getur varla séð myndina fyrir tárum. »Nú erum við skildir. En hvað hann stendur mér Iifandi fyrir sjónum. Við elsk- uðumst svo innilega. — Skildir!* Eins er um það, að það á ekki sam- an nema nafnið að lesa biblíuna. Bæði er það til, að þú sjáir mynd af Jesú hjá Matteusi, Markúsi, Lúkasi eða Jóhannesi, og þér verður að orði: »Fögurer myndin. Altlagði hann í sölurnar fyrir aðra, ekkert nema mildin og manngæzkan. — En svo er og hitt til, að þú þekkir Jesú af persónulegri kynningu. Þá slær þú upp bókinni ogsegir: »Þetta er Jesús, sem dó fyrir sálu mfna. Þettaerjesús, frelsari minn. Ó! hann er dýrðlegastur allra, hann er mér eitt og alt. Jesús, blessaður og veg- samaður um aldir alda«. Þá er meira við lesturinn en hyggjan köld, þá lestu fyrst af allri þinni sálu. — Les þú biblíuna svona? — Er Jesús þérsem ókunnur, eða erhann vinur þinn? . . . „SÁ DAGUR.” »Að öðru leyti er handa mér afsíðis lögð kóróna réttlætisins, sem drottinn, sá hinn réttláti dómari, mun gefa mér á þeim (ákveðna) degi, en ekki einungis mér, heldur og öllum, sem þráð hafa tilkomu hans.« 2. Tím. 4, 8. Augu postulans litu til ákveðins dags. Hann segir: »á þeirn degi«, eins og hann benti á hann með fingrin- um. Hefir þú augu þín fest á »þeim degi«, kæri lesari? Postulinn gjörir mikinn mun á þessum degi, sem nú er, og þeitn degi. Þessi er náðarinnar dagur, hinn er endurgjaldsins og for- dæmingarinnar dagur. »{ dag, ef þér heyrið hans rödd, þá forherðið ekki hjörtu yðar.« í dag er náð- arinnar dagur. Heimurinn mun ekki alla tíð haldast við eins og nú. Skeiðhlaupið tekur enda. Hliðin lokast. Straumur reynslutímans þverr- ar í hafi eilífðarinnar. Trúir þú þessu? »Sádagur« mun sannarlega koma. Drottins mikla degi mun ekki dvelj- acf ns mun koma. Sólin inun renna í síðasta sinn; Tímans klukka hringja í síðasta sinn, og s!ög liennar enduróma á jörðinni, á himnum og í helju. Á morgun verður ekki æfinlega eins og þenna dag. Dómarinn kemur; dómstíminn rennur upp. Sá dagur hefir þetta í för með sér. Ert þú undirbúinn? Nói var viðbúinn, þegar vatns- flóðið kom; en ekki margir fleiri. Jafnvel þeir menn, sem smíðuðu örkina með honum, fórust. Smið- urinn, sem negldi síðasta naglann í örkina, eða hjálpaði til að ganga frá hinum dýra umbúning tapiðist. Að vera nærri örkinni frtlsaði ekki þá. Gæt þín, kæri, lesari að þú fyrirfarist ekki, þó örkin sé fyrir fótum þér. Þú verður að ganga inn í hana — eða glatast. Sá dagur mun koma mörgum á óvart, sem eru óviðúnir, semaðeins sögðu: Herra, herra; en gjörðu ekki vilja föðursins á himnum. Það eru margar óforsjálar meyjar sem vant- ar olíu á lampana — mikill fjöldi verður fyrir reiði lambsins, og hrópar árangurslaust til fjallanna og hamranna að fela sig. Viltu, kæri lesari, vera í þeirra tölu? nærri því frelsaðir, en þó glataður að lokum? við hliðið, en því verður lokað rétt fyrir augum þínum? Lítum á, hvað »sá dagur« er. 1. Hann er guds dagur. Nú er dagur mannkynsins — en þessi verður dagur guðs. Þá mun guð vera alt, og verða viður- kendur fyrir öllu og öllum. Óguð- legir menn munu ekki framar ríkja á jörðunni. Sá dagur mun gjöra enda á núverandi þjóðhöfðingja- fjölda og innleiða nýtt, guðdóm- legt og eilíít ríki. Hinn bitri straumur syndarinnar flæðir nú yfir jörðina, eins og dauða hafið; en sá dagur mun gjöreyða biturleikan- um og innleiða straum lífsvatnsins, skæran sem krystall. 2. Hann er Krists dagur. Þetta er satans dagur; því hann

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.