Frækorn - 12.05.1911, Síða 5
F R Æ K O R N
45
oss enn framboðinn. Friður
býðst iðrandi syndara — friður við
guð fyrir blóð lambsins. Og þessi
friður veitir von, huggun og djörf-
ung til að mæta á þeim mikla degi
hins almáttuga, með gleði.
»Sá dagur«! Með hárri röddu
talar hann til allra. Segir til þeirra,
er enn ekki hafa snúist til afturhvarfs:
»Leitið drottins, meðan hann er
að finna«. Og til hinna kristnu:
Vakna þú fyriralvöru! Elskið ekki
hégóma heimsins, heldur Iifið fyrir
Krist og hans ríki. Gleymið því,
sem bakvið er, en seilist eftir því,
sem fyrir framan er. Hinn mikli
dagur kemur og hraðar sér mjög.
Verið til taks að mæta guði yðar!
Vakið og biðjið!
HINN MIKLI MYNDASMIÐUR
(Eftir Ingemann)
Hinn mikli myndasmiður
sinn málm hann bræðir skírt;
hann situr við sína deiglu
og silfrið hreinsar hann dýrt.
Þess augnabliks hann bíðar
að bliki hrein og skœr
og speglist hans mynd í málmi
sem mót í steypunni fœr.
Hinn mikli myndasmiður,
sem myndar huga þinn,
hann situr við hjarta-holið
og horfir í sálina inn.
Ef hann í hjartans djápi
sér hreina mynd af sér,
þá gleðst sá meistarinn mikli,
því mynduð líking hans er.
o V. B.
J _______
OG DÆMI 3;
„EG MUNDIHELDUR VILIA SYNGJA“.
Lítil stúlka, áttaára, erhafðidjúpt
sár á hendinni, var flutt til læknis.
Hann sá, að nauðsýnlegt var að
sauma saman sárið með nokkrum
sporum. Meðan læknirinn bjó sig
undir starfið, sat telpan angistarfull
á stól, og móðir hennar áminti hana
ástúðiega að vera kyrlát. — »Það
verður ekki mjög sárt, sagði læknir-
inn hughreystandi, »meðan þú held-
ur hendinni kyrri*. En þegarhann
sá angistarsvipinn áandliti litlu stúlk-
unnar, bætti hann við: »Þú mátt
Iíka hljóða eins og þú vilt«. •—
»Eg mundi heldur vilja syngja«,
svaraði barnið.
— »Jæja, það er miklu betra.
Hvað kantu að syngja?« — Eg
kann sönginn: »Meðan eg er Jesú
litla lamb. Þekkir læknirinn hann?«
— »Eg er ekki viss um það.
Hvernig hljóðar hann?«
Telpan las upp sönginn. —
»Þetta er mjög fallegt«,sagði læknir-
inn. »Þessi Ijóð vildi eg gjarnan
heyra sungin.«
Og meðan hin haga hönd læknis-
ins saumaði sárið saman, hljómaði
blíða barnsröddin um herbergið.
Einu tárin, er runnu við þetta tæki-
færi, komu frá augum móðurinnar.
Ef til vill höfum vér öll reynt,
að það linar kvalir að gráta eða
stynja. En hvernig væri, ef vér,
þar eð grátur og kveinstafir hryggja
vini vora, reyndum einu sinni að
syngja, þegar vér þjáumst? Látum
oss þessvegna alt af muna eftir að
lofa og vegsama guð með fögrum
söngvum, og einnig í hjörtum vor-
um lofsyngja hans gæzku!
S.
SÖGUR
SÖNN SAGA UM UNGT LJÓN.
Fyrir mörgum árum lofaði faðir
minn mér að koma með sér að sjá
dýrasafn, er flutt var með á ferða-
lagi. Þarna blakti stórt tjald og nokkr-
ir stórir vagnar með villidýrum, er
hlupu fram og aftur í búrum sín-
um, og með glóandi augum störðu
út um járn-grindurnar. Þar var
líka fíll; maður fékk að koma á bak
honum fyrir nokkra aura. Tunnur
voru þar fullar með hnetur og tví-
bökur, þær máttum við gefa öpun-
um. Hér sá eg í fyrsta skifti ungt
Ijón. Það var enn svo lítið og
ungt, að það gerði engum mein;
og rétt hver einn og einasti áhorf-
andi tók það í fang sér og klapp-
aði þvf. Gæzlumaðurinn spurði
mig, hvort mig langaði ekki líka til
að halda á Ijóninu. Og enn finst
mér til um, að eg sem lítill dreng-
ur þorði að hafa lifandi Ijón í faðm-
inum, Síðan hefi eg hugsað hvar
þetta, kæra, litla dýr sé niður komið.
Að öllum lfkindum inni í stóru
búri, horfandi út um grindurnar,
og öskrandi hristir stóra höfuðið og
réttir fram hramminn; með einu
áhlaupi getur það deytt mann.
En hversvegna segi eg frá þessu
ljóni? Af því það minnir á margar
smá venjur hversdagslífsins. Vond-
ur vani lítur oft fallega út í byrjun-
inni og þú hugsar, að hann sé al-
veg saklaus — eins og ungaljónið.
En sigraðu vondar venjur þegar
í upphafi; því ef þær fá að þrosk-
asl, rnunu þær sífelt verða sterkari,
þar til þær loks verða eins voldugar
og stóra ljónið í búrinu, og geta
gjört tjón; já, jafnvel orðið þitt dauða-
mein. __________________ E. 5.
TRÚUÐ BÆN.
Filip Jakob Spencer, guðrækinn
prestur,er lifði á erfiðum tímum, hafði