Frækorn - 12.05.1911, Qupperneq 7
F R Æ K O R N
47
hvolfið er sífelt í ákafri hreyfingu,
þegar almyrkvar eru á sólu sést
lithvolfið alt umhverfis tunglið og
er þá yfirborð þess ýmist jafnt og
slétt eða alsett logakögri mjög mis-
munandi bæði að lit og lögun. Oft
vaxa afarlangir sólkyndlar út úr því
á svipstundu og ná þá oft mörg
þúsund rastir út í geiminn.
Upphaflega var ekki hægt að
athuga sólkyndlana nema meðan
stóð á almyrkvum og þessvegnavar
það mjög mikilvæg uppgötvun, er
stjörnufræðingarnir Janson og Lackyer
gjörðu — án þess þó að vita hver
af öðrum — er þeir sýndu, að hægt
var að athuga sólkyndlana um há-
bjartan dag með því að nota lit-
sjána.
Og stjörnufræðingur einn í Vest-
urheimi, Hale að nafni, rak svo
smiðshöggið á uppgötvun þessa
með því að útbúa litsjána þannig,
að hún getur tekið ljósmyndír af
sólkyndlunum.
Sólkyndlarnir vaxa oft með af-
skaplegutn hraða og breyta þá jafn-
framt lögun sinni og oft hafa þess-
ir ljóstangar sjest skaga alt að 500,000
rastir út í geiminn og er þá lengd
þeirra rúmur þriðjungur af þver-
máli sólar.
Þannig var því varið með sól-
kyndil einn, er stjörnuftæðingurinn
Trouvelt athugaði 11. júlí 1892.
Þegar hann var orðinn 200,000
rastir á lengd varð hann 427,000
rastir á einum 5 mínútum. En að
8 mínútum liðnum var hann al-
gjörlega horfinn. Frh.
Prentvillur.
í ritgerðinni um sólina í 3. tbl.
heftr misprentast á bls. 22, í mið-
dálk, 11. línu: 1010—11, en á að
vera 1610—1611.
í 4. tbl. stendur ábls. 32: »Eng-
in synd er svo stór, að hún geti
ekki orðið fyrirgefin.« Þar hefði
átt að standa í áframhaldi: — «sé
hennar iðrast af einlægu hjarta.«
o— ■ ■ ■ ■ ==ó
H EILBRIGÐISBÁLKUR |
O ■■ ■ '■:■■■■ ........=Q
VATN ÚR ÁM 0G BRUNNUM.
Vatn úr ám, lækjum o. s. frv. er
óhreint og hlýtur að vera það, og
það jafnvel mjög óhreint. Orsökin
til þess er auðskilin.
Á eða lækur kemur frá uppsprettu
sinni og rennur um ekrur og skóga,
fram hjá húsum og búgörðum, sveita-
þorpum og kaupstöðum; stundum
fer það líka tram hjá verksmiðju.
Áin tekur við óhreina yfirborðs-
vatninu, sem síast út í hana, í skóg-
unum fyllist hún rotnuðum biöðum
og allstaðar þvo íbúarnir föt sín,
einkum línfötin, í vatninu hennar,
og tneð því blanda þeir í það mikl-
um óhreinindum, rotnuðum efnum
og mannasaurindum. Frá kaupstöð-
utn og sveitaþorpum ganga afrensli
af bökkum hennar og hún fær sótt-
næmisefni frá sóping og þvotti á stræt
um. Verksmiðjur, sútarahús, slátr-
unarhús o. s. frv. leggja til sinn
skerf og vatnið verður loks svo
óhreint, að 100,000,000 (hundrað
miljónir) míkróba geta verið í ein-
um potti — það er hræðileg tala,
en hún kemur fyrir og verður stund-
um enn hærri.
Þar sem vatnið er orðið saur-
grátt af þessari meðferð, þar sem
ofan á því er himna úr saurugu
slýi og í það koma bólur og blöðr-
ur, þar mun hvorki tnenn né skepn-
ur langa til að svala þorsta sínuum.
En oft er það gagnsætt og tært
og að öliu mjög lystilegt að sjá
og getur samt vertð fult af óhrein-
indum og míkróbum. Svo getur
farið, að manni verði ekki meint af
því, að drekka þetta vatn, en aldrei
getur maður verið óhræddur. Þ\í
er þetta vatn grunsamt.
Ekki eru brunnarnir öllu betri.
Dr. X.
t HELGA ÓLAFSDÓTTIR,
ekkja á Þingeyrum.
Miðvikudaginrt 15. febr. 1911 andaðist
á Þingeyrum, hjá syni sínutn Þorsteini
Líndal, merkiskonan Helga Ólafsdóttir
ekkja eftir hinn góðkunna bændahöfð-
ingja í Borgarfirði, Salómon sál. Sig-
urðsson hreppstjóra í Síðumúla. Helga
sáluga var fædd á Grund í Vesturhópi
13. ágúst 1824. Foreldrar hennar voru
Ólafur Guðmundsson bóndi þar og
kona hans Helga Jónsdóttir prests Þor-
varðssonar á Breiðabólsstað í Vestur-
hópi. Var hún systir þeirra bræðra séra
Jóns Reykjalíns prests að Þönglabakka,
séra Friðriks prests að Stað á Reykja-
nesi, séra Þorvarðar prests að Prests-
bakka á Stðu og séra Ingjalds prests
að Nesi í Suður-Þingeyjarsýslu, er allir
voru merkir kennimenn á sinni tíð.
Helga sáluga misti föður sintt á unga
aldri, en móðir hennar giftist aftur séra
Gísla Gíslasyni presti að Staðarbakka
og fluttist hún með honum og móðrr
siuni suður að Gilsbakka vorið 1859;
þá um haustið giftist hún Salómon
Sigurðssyni ættuðuin af Vatnsnesi nyrðra
og dó hann fjórum árunt á undan konu
sinni. Þau hjón Salómon og Helga
bjuggu mestan sinn búskap i Síðumúla,
Hvítársíðu. Og sáust þess þar skjótt
merki að þau voru bæði mjög samval-
in í öllu því, sem prýða mátti heimili
þeirra og gera það að sannri fyrir-
mynd í sveitinni og þó víðar væri leit-
að. Hafði Salómon sálugi alt það er
til þurfti til að vera hinn fremsti í bænda-
flokki héraðsins, vit, hyggindi, stilling,
hagsýni, stjórnserni og reglusemi, hvort
heldur kom til heimilis umsýslu eða
sveitarstjórnar niála. Var hann hrepp-
stjóri sveitar sinnar og mjög sóttur ti!
ráða, þá er vanda bar að höndum. Og
alt hið santa mátti á sinn hátt segja
um konu hans. Hún var afburða dug-
leg til búsýslu og sannkölluð hetja í
mannraunum öllum, en þó bljúg og
hrein sem barn, viðkvæm og innileg
sem móðir öllum, sem til hennar leit-
uðu hjálpar. Var hún trúkona af lífi og
sál, einlæg og heit í því sem öðru. og
komu ávextir þess á hinn fegursta hátt