Frækorn - 12.05.1911, Side 8
48
F R Æ K O R N
fram í öllu hennar lífi. Helga sáluga
var kona mjög vel að sér til munns og
handa, eftir því sem þá var títt. Enda
var heimili hennar hið snyrtilegasta hvar
sem augað leit. Uppeldi barna sinna
vönduðu þau hjón sem mest þau máttu
og veittu þeim góða mentun, þó þau
eigi væru send að heiman til skólanáms.
Lifa börn þeirra bæði: Helga kona Run-
óifs organista Þórðarsonar í Hafnar-
firði og Þorsteinn Líndal bóndi á Þing-
eyrum nyrðra. Þau hjón fluttu með
Þorsteini syni sínum til Hafnarfjarðar
1906 og andaðist Salómon sál. þá um
haustið (sbr. æfiminnipg í »Lögréttu«
sama ár). Eftir dauða manns síns þverr-
uðu mjög kraftar Helgu sálugu og var
hún mjög hrum orðin, er hún fjórum
árum seinna fluttist með syni sínum
norður að Þingeyrum og var hún rúm-
föst jafnan eftir það. En sami var
þróttur andans, sama ástríka hjartað,
og sami kærleikurinn til barnanna sinna.
Mun henni hafa fallið mjög þungt að
atvikin leyfðu eigi, að hún gæti haft
bæðibörnin sín náiægt sér síðustu árin.
Og það féll Helgu dóttur hennar sárast
að geta eigi komist norður og séð hana
áður en hún dæi. Henni tók það því
undur sárt að frétta lát hennar og vera
hvergi viðstödd. — Vinkona hennar, sem
skildi þenna harm tók því saman erindi
þau, sem á eftir fara, og sendi henni
til huggunar.
Eru þau ort í nafni hennar og hér
látin sem hinzta þakkarkveðja syrgjandi
dóttur, sem finnur það vel, að hið bezta
er horfið, þegar móðirin er mist.
Burtu hafs á bárum,
beygð af trega sárum,
fluttist móðir mædd,
hrum við hækju lotin,
að heilsu og kröftum þrotin,
en andans göfgi gædd,
trúin sterk,
trygðín merk,
göfugt kvendi, glögt auðkendi
hels að hinstu stundu.
En hvað mædd eg eygi,
eftir sollnu fleyi,
burt er bera réð,
mína kæru móður,
og mætan einkabróður,
lamar grátur geð;
örlög köld,
æfikvöld
leyfa eigi, að eg megi
henni hugljúft gjöra.
Samkvæmt dauðadómi,
dynur feigðar ómi
nú um hauður, haf,
að mín sé móðir látin,
minn sé bróðir grátinn,
sorgum særður af,
umbreyting,
alt um kring,
hlutar kjörum hefir’ í förum,
dauðann lögmál lífsins.
Löngu’ er lokið verki,
loks hefir svanninn merki,
höndlað trúar hnoss,
leyst frá lífsins starfi,
leidd að heigum arfi,
tyrir Kristí kross,
fól hún önd,
í föður hönd,
bljúg í lundu’ á banastundu
báðum náð í dómi.
Fenginn sæll er friður,
faliin hækjan niður,
Iífs við liðna þraut,
áttræð hetja er hnigin,
hinstu sporin stigin,
enduð æfibraut,
goldið pund,
guðs i mund,
alt er búið, öílu’ er snúið
guðs í barna gieði.
Enn af strönd eg eygi,
eftir lífsins fleyi,
er blítt mig beri’ um dröfn,
heim til himinranna,
heim til foreldranna,
heim í trygga höfn;
frelsuð þá,
fæ eg sjá,
föður og móður faðminn góða,
mér á móti breiða.
M. P.
HÚSALEIOU-
SAMNINGA- OO
REIKNINOAEYÐUBLÖÐ
selur
D. ÖSTLUND.
taiar í Síioam við Grundarstíg
á sunnudagskveld kl. 6x/2 síðd.
Allir velkomnir.
Gamlan eir, látún, kopar og
blý kaupir Vald. Poulsen,
Hverfisg. 6.
Forskriv selv
Deres Klædevarer
direkte fra Fabrik. Stor Bespa-
relse. Enhver kan faa tilsendt
portofrit mod Efterkrav4 EVJtr.
130 Cim. bredt sort, blaa,
brun, grön og graa ægtefarvet
finulds Klæde til en ele-
gant, solid Kjole eller Spadser-
dragt for kun 10 Kr. (2.5,
pr. Mtr). Eller 31/, Mtr.135
Cim. bredf sort, mörkeblaa
og graanistret moderne Stof
til en solid og smuk Herre-
klædningfor kun 14 Kr. og
50 Öre. Er varerne ikke efter
Önske tages de tilbage.
AARHUS KLÆDEVÆVERl
Aarhus. Danmark.
Stór og góð lóð
um 1500 ferálnir á besta
stað í bænum, við tvær
götur, er til sölu með
tækifærisverði. Lftil út-
borgun. Ritstj. vísar á
seljanda.