Frækorn - 18.03.1912, Blaðsíða 4

Frækorn - 18.03.1912, Blaðsíða 4
12 F R Æ K O R N Gamalt, en gott. Um staðfestlngu á áfengls- bannlögunum íslenzku. í bók, sem eg nýlega hef feng- ið frá »Alþjóða-bannlagafélaginu«, og er skýrsla um ársþing þessa félags í Haag á Hollandi, 11.—16. sept. f. á., hef eg rekið mig á það, sem hér fer á eftir, um okkur og bannlögin okkar. Úr því, að eg man ekki eftir, að þetta hafi nokkurn tíma komið á prenc hér á landi, læt eg Fræk. flytja það: »Þá er Björn Jónsson varð ráð- herra, sagði hann: ’Eg vona, að bannlögin verði hin fyrstu lög, er eg skrifa undir.’ — Og það fór svo. Konungur Dana samþykti fús- lega hin nýju lög, sem banna mn- flutning á áfengum drykkjum frá 1. jan. 1912, og sölu á siíkum drykkjum frá 1. jan. 1915. Svo er frá sagt í opinberum blöðum, að konungur Dana hafi sagt við sendi- nefnd nokkra, er þakkaði honutn fyrir að hafa staðfest bannlögin ís- lenzku: ’Fátt, ef nokkuð, af verk- um mínum síðan eg varð kon- ungur, hefir veitt tnér ein§ mikla gleði eins og undirskrift hinna ís- lenzku bannlaga, og ef ríkisdagur Danmerkur samþykti slík lög, þá mundi eg enn glaðari skrifa undir.« Blað það hér hjá oss — það er guði sé lof aðeins eitt — sem am- ast við' bannlögunum og telur það minkun íslendingum og vott um skrælingjahátt o. fl., gæti haft gott af því að taka eftir, hvernig kon- ungur Danmerkur og íslands lítur á málið; ekki óskar þó konungur að koma Dönum í tölu skrælingja- þjóðanna; hann telur samþykt bann- laga fyrir Danmörk einhverja helstu gleði-von sína — gæti hann alið þá von í brjósti sér. D. Ö. »Nýja guðfræðin.« Þótt ótrúlegt megi virðast, hafa. einstakir lesendur »Fræk.« misskil- ið svo grein mína í síðasta tbl. (’Óvísindaleg bardagaaðferð*), að þeir hugsa, að eg nú sé farinn að hallast að »nýju guðfræðinni« svo- nefndu, þar sem eg dcili á einn af andstæðingum hennar, séra Guð- mund Einarsson. Þessi ótti er ástæðulaus með öllu. Eg er ekki síður andstæður nýju gu$fræðinni en séra G. E. Eg er henni andstæður af því, að eg er þess fullviss, að hún eigi engan frelsara frá synd og glötun til að boða mönnum; hún afneitar Jesú Krísti sem guði og' guðs eingetn- um syni; hún afneitar, yfirleitt, yf- náttúrlegri fæðingu Jesú, undraverk hans og síðast en ekki sízt, frið- þægingardauða hans; guðdómleg- um innblæstri ritningarinnar afneit- ar hún, og leiðir hinar leitandi sálir út í hið mikla tóm óvissu- spekinnar. En aðfinsla mín til séra Guð- mundar Einarssonar felur ekki í sér hina minstu óeiningu um af- stöðuna til þessarar nýtízku guð- fræði. Það er aðeins aðferð séra G. E. í einni blaðagrein. þegar hann er að berjast móti henni, sem mér ekki þykir eins góð eins ans (og minn) málstaður er. Eg vona nú, að allir skilji mig rétt í þessú. , D. Östlund. — Sú gleði, er vér fáum veitt öðrum, ætti einnig að vera vor eigin. — Viljir þú verða meira andlega sinnaður, ættir þú að tála meira við guð, en minna við menn. Löngun réttlátra. í Esajasar-spádómsbók 26, 9 lýs- ir spámaðurinn afstöðu hjarta síns til guðs og guðs réttlátu dóma yf- ir innbúum jarðarinnar: »Mín sál, hún þreyir eftir þér á næturnar; andinn í brjósti mínu, hann leitar þín; því þegar þínir dómar ganga yfir jörðina, þá læra heimsins inn- byggjendur réttlætið«. Spámaðurinn hafði sjálfur fengið að reyna, að guðs réttlátu dómar kendu honum réttlætið. An laga nær enginn rétti fyrir dómstólum, og án Iögmáls til- reiknast ekki syndin. Sú réttlæting, sem ekki er í sanihljóðan við guðs 1 ög, á ekkert sky 11 vi ð réttl æti n gu n a fyr- ir trúna á Jesúm, handa óguðlegu fólki, og enginn er fær um að upp- fræða í slíku réttlæti, sem gætir ekki guðs boðorða. Guðs boðorð hafa aldrei orðið honúm kær. Sanna afstaða sálarinnar til guðs lýsir sér í fyrstu orðum texta vors. Sá sem af eigin reynslu þekkir þessa Ijúfu sameiningu við guð, er fær um að skilja í hvaða afstöðu spámaðurinn stóð til guðs og þess sem eilíft er. Þegar sálin þráir guð og nýtur unaðar í umgengni við hann, þá lýsir guðs Ijós á vegum mannsins meir og meir og á nóttunni og árla morguns leitar hún hans. Það skeður eins og hún segir í Es. 50, '4: »Hann vakti, á hverjum morgni vakti hann eyra mitt, svo eg tæki eftir eins og lærisveinn.« Þegar drottinn vekur hjarta, sálu og huga, lýsir alt í skærara Ijósi, og hið ei- lífa og óforgengilega verður óend- anlega dýrmætt. Hið tímanlega tapar gildi sínu, og hið eilífa ljómar í æðra og skærara Ijósi. Sá, sem ætl- ar sér að höndla hið eilífa lífið, ætti að minnast þess, að þetta iíf myndast hér fyrir innilega umgengni við guð og það mest í einrúmi og

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.