Frækorn - 18.03.1912, Blaðsíða 6

Frækorn - 18.03.1912, Blaðsíða 6
14 F R Æ K O R N Stjörnurnar þrjár. Trúin er fyrsta stjarnan. Hún lýsir skært upp huga minn með þeirri fagnaðar vissu, að Jesús sé minn, og þveginn í blóði hans verð eg erfingi dýrðar himinsins. Vonin er önnur stjarnan, og hún lætur okkur ekki verða til skaminar. Þó að leið mfn liggi gegnum dimma dali með sorg og þrengingum, þá lýsir vonarstjarnan alveg eins skært á veginum heim. Kærleikurinn er þriðja stjarnan. Hún kastar ljósi á götu mína eins og sólin um hádegisbil. Þegar eg vil sjá ljós og Ijóma hans sem bezt, lít eg til Golgata, þar sem Jesús le ð dauðann fyrir mig. Ó, hvílík endalaus ást! R. H. Biblfan. Þessi bók opinberar lunderni guðs, ástand mannsins, veg frels- isins, afdrif syndarans og hamingju réttlátra. Kenningar hennar eru Jieilagar, boð hennar eru algild, frásagnir hennar eru sannar og úr- skurðir hennar eru óbreytanlegir. Lestu hana til að verða fróður, trúðu henni til að vera ekki í hættu og lifðu eftir henni til að vera heilagur og saklaus. Hún hefir að geyma Ijós þér til leiðbeiningar, næringu þér tii styrktar og huggun handa þér. Hún er leiðarvísir vegfarandans, stafur pílagrímsins, áttaviti hafn- sögumannsins, sverð hermannsins og skírteini hins kristna. í henni er himininn opinn og hlið glötunarinnar leidd í ljós. Kristur er hennar háleita efni, vel- ferð vor er markmið hennar og heiður guðs er takmark hennar. Hún ætti að uppfylla hjarta og hugsanir, stjórna hjartanu og vísa oss veg. Lestu hana hægt, oft og með bæn. Hún er gnótt auðæfa, dýrðleg paradís, fljót ánægju og gleði. Hún var gefin þér, meðan þú lifðir, mun verða opnuð í dómn- um, hennar mun minst altaf. Hún færir með sér hina mestu ábyrgð, hún hefir að geyma laun fyrir mestu vinnuna og sakfellir alla, sem fara gálauslega með innihald hennar. X. > Ófyrirgefanlegsynd.* Hr. ritstj. Þér segið nýskeð í »Frækornum«: »Engin synd er svo mikil, að hún verði ikki fyrirgefin*. Eru þessi orð rétt? Jesús Kristur talar þó um »syndina gegn heilög- um anda« og segir að hún verði »aldrei fyrirgefin«. Kaupandi »Fræk«. Svar: Þessi umrædda setning var óheppileg, aftan við hana vant- aði þetta: — »sé hennar iðrast af hjarta«. En um syndina gegn heilögum anda, þá virðist guðs orð benda á, að sá sem hana drýgir, verði forhertur og iðrist ekki í raun og veru. Enda hlýtur það að vera svo, þegar þess er gætt, að heilag- ur andi »sannfærir um synd«. Jóh. 16, 8. Án guðsanda er eng- in sönn iðrun til. Og sé þetta svo, þá hefir heldur engin einlæg sál neitt að óttast í þessu efni. Og orð Jesú taka af allan efa: »Alt sem faðir minn gefur mér, kemur til mín, og þann, sem til mín kemur, mun eg ekki burt reka«. Jóh. 6, 37. Les líka Es. 1. 18, 19. D. Ö. Sannur friður. Hvers vegna eru til svo margir kristnir, sem ekki eiga sannan frið? Maður verður að fara til uppsprettu lífsins, til að finna orökina að þessu. Vér tölum ekki um heimsmennina í hégómalífinu. Það er víst, að hégóminn getur ekki veitt frið. Töl- um heldur ekki um þákristnu menn, er halda sér eingöngu við sínar eigin andlausu guðræknisiðkanir. Það sem einungis verður vanaverk, veitir ekki frið fremur en hégóminn. Tölum um þá, sem sannarlega liafa vaknað. Hvers vegna eru til svo margir kristnir, sem í sannleika hafa vakn- að; hversvegna eru til svo margir kristnir sem í sannleika hafa orðið fyrir guðlegum áhrifum, en eiga þó ekki guðs frið? Orsökin til þess er fyrir sumum, að þeir eru enn á meðal þyrna. Þeir hafa orðið fyrir vakningu, en þeir hafa hvorki getað í einlægni slitið sig frá nokkurri sérstakri synd eða losað sig við einn eða annan afguðinn. Það er hið tvískifta hjarta þeirra, er rænir þá friði. Hjá öðr- um er trú og réttlæting enn óljóst; leyndardómur náðarinnar er enn þá ekki afhjúpaður fyrir þeim. Til eru þeir, sem styðja sig við þann frið, sem þeir einu sinni þektu, en nú flýr frá þeim; þeir reiða sig á fyrri reynslu sína en þegar þeir ekki framvegis verða þess varir, trúa þeir engu. Aðrir láta að líkindum sinn eigin frið vera kominn undir því, á hve háu stigi helgun þeirra er; þegar þeir sjá, að þeim fer ekki fram, eða að aðrir taka þeim fram, verða þeir niðurbeygðir, og hrygð sviftir þá friði. Vér mundum vilja grafa á hjörtu allra þessara orða postulans: »Hann er vor friður«. Friður vor er ekki að eins ástand, hann er fyrst og

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.