Frækorn - 01.04.1913, Page 3
F R Æ K O R N
27
þeim og kemur þeim í hreyfingu,
verður lifand virkileiki, sannreynd
fyrir þeim, sem hefur áhrif tii að
umbreyta öllu lífí þeirra, sem fær
þá til að fórna öllu, sem þeir eiga,
yfirgefa alt, land sitt og fólk og
ferðast til fjarlægra landa, til að líða
söknnð, ofsóknir og sjúkdóma —
til þess að færa meðbræðrunum
boðskapinn um frelsun og aðvara
þá: að pað er lífshœtta að snerta
— að snerta á syndinni, heiminum
og hinu iila. En aliur tjöldinn —
þó þeir hafi lært að lesa, þó þeir
sjái af sögurini og fjölmörgum dæm-
um núíímans, hættuna af því að
taka á, og þó þeir innra með sjálf-
um sjer hafi hvað eftir annað heyrt
aðvörunina — þá standa þeir samt
eins skilningslausir og maðurinn í
dæmisögu vorri — þeir fara að
taka utan um stólpann — heiminn
og syndina — og af þvi þeir deya
ekki undir eins, hætta þeir sjer æ
lengra og lengra, þar til þeir taka
á sjálfum þræðinum. Svo hafa þeir
stigið yfir takmörkin, farið of langt;
það er orðið of seint, dauðinn hef-
ur hitt þá, og engin frelsun er
möguleg frarnar.
Ó, hve heimskir þeir menn eru,
sem ddrei vilja trúa því, senr þeir
geta ekki skilið eða sjeð — sem
ekki kæra sig um að læra að þekkja
upphaf trúarlífsins: að svara já,
þegar drottinn kallar, að gæta sin
og hlýða, þegar hann varar við, að
fela sig valdi hins almáttuga, svo
hann geti opnað augu þeirra svo
þeir sjái og kannist við, að kristin-
dómur, og eilífðar-áhrif mannsins,
líf eða dauði, sæla hins trúaða, ná-
lægð og kraftur guðs anda, alt þetta
eru jafn átakanlegar sannreyndir,
eins og rafmagnskrafturinn, sem allir
mentaðir menn kannast við, þó þeir
ekki geti skilið eða útskýrt eöli hans.
Lífshœtta! Svo geta menn lengi
lifað í óhlýðni, synd, heimslegum
nautnum, fullnægt fýsnum sínum
að þeir loks missa skininginn á
hættunni og glata sálu sinni.
Lífshœtta! Svo lengi mun guðs
andi snerta við hjörtum þeirra, þang-
að til þau af langsanrri mótstöðu
hafa mist tilfinninguna fyrir áhrif-
um hans. Þeir ern orðnir andlega
dauðir. — Það er lííshætta að verða
fyrir verkunum guðs anda og samt
ekki gefa þeim gaum. Sje sorg og
gleði, elska og hatur sannur veru-
leiki, og því vill enginn neita, þá
eru einnig áhrif guðs anda veruleiki
en ekki ímyndun. Drottinn talar á
sinn hátt og jafnvel heyrnarlausir
heyra til hans, með röddu, sem er
daufari en lágt hvísl, og verður þó
ekki yfirgnæfð af þrumuraustinni
eða hávaða heimsins. Þó ekki heyr-
ist neinn ómur orðanna, er samt
mál hans eins verulegt fyrir því,
og að draga sig í hlje er að missa
lif sitt. »En dragi nokkur sig í
hlje mun sála mín enga geðþekni
á þeim hafa«, segir drottinn. Þess
vegna »í dag, ef þjer heyrið hans
raust, þá forherðið ekki hjörtu yðar«.
»Snúíð yður, snúið yður, hvers
vegna viljið þjer deyja, ísraelsmenn?«
fi. M. Lund.
Eldmóður.
Margir hræðast eldmóðinn. Veistu,
hvað það þýðir að eiga eldlegan
áhuga? Jeg bið til guðs, að við
ættum þúsundfalt meiri eldmóð en
við eigutn. í síðasta stríðinu voru
einstakir nafngreindir menn, sem
voru meira virði en 10,000 her-
mannaflokkar. Hversvegna? Af því
þeir áttu eldmóð, sem auðveldlega
yfirvann alt.
Jeg er hrifinn af þeim eldlega
áhuga, er þjóðhetjan Garibaldi var
gæddur, og aldrei sá jeg nokkuð
um hann í blöðunum, að jeg læsi
það ekki. Þeir vörpuðu honum i
fangelsi, en hann skrifaði: »Þó þeir
varpi fimtíu mönnnm eins og mjer
í fangelsi, þá skal þó Róm frelsast.«
Hann spurði alls ekki um, hvernig
Garibaldi liði. Það varð orsökin
til, að hann komst hærra en allir
hans samtíðar menn. Hugur hans
var brennheitur af eldmóði.
Maður fyltur eldlegum áhuga, er
meira virði en þúsund menn áhuga-
lausir.
Hvernig metum vjer Pál? Vegur
hann ekki einn á móti oss öllum?
Þó var hann aðeins tjaldgerðar-
maður frá Tarsus. Guð gefi, að
vjer ættum þvílíka meðal vor nú
.— menn, sem gengju fram fullir
eldmóði. Reyndu ekki að telja mjer
trú um nokkuð annað, en að hann
var fullur af heilögum elctmóði.
Fyrir skömmu las jeg um elds-
voða. Menn hjeldu, að öllum úr
húsinu hefði verið bjargað. Er. alt
í einu rak lítið barn höfuöið út
um glugga á fimta lofti og kallaði
á hjálp. Þetta barn var í mestu
hættu. Stigi var reistur upp við
gluggann, en á sömu svipstund gaus
eldurinn út um gluggann fyrir neð
an. Brunaliðið virtist hopa á 'hæl.
En þá kallaði einhver meðal þeirra,
sem við brunann voru: »Við skul-
um hughreysta hann !« Og hvert
viðurkenningar-orðið rak annað.
Brunaliðsstjóranum óx áræði við
lofsyrðin, hljóp upp stigann og
bjargaðj barninu. Vinur minn, ef
þú getur ekki sjálfur varpað þjer
út í starfið fyrir guðs ríki, þá upp-
örfaðu starfsmennina með viður-
kenningarorðum. Kveina ekki nje
kvarta. Getirðu ekki starfað og
borið hita og þunga dagsins, þá
gættu þín að fylla ekki flokk þeirra,
sem ásakandi leita að lýtum annara.
D. L. Moody.