Frækorn - 01.04.1913, Síða 1

Frækorn - 01.04.1913, Síða 1
i 4. árg. Arg. kostar hér á Iandi 75 au. í Vesturheimi 40 cents. Ojaldd. 1 okt. REYKJAVÍK, APR,- MAÍ 1913. Auglýsingar 1 kr. 25 aa. þumlunginn. „ . Afgr. Austurstr.17. -Prsm.D. Ostlunds tDI. Einelega. »Þá sagði Jesús við þá: farið með mjer einir saman á afvikinn stað, og hvílist þar um stund, því svo margir voru komandi og far- andi, að þeir hötðu ekki matfrið«. Mark. 6, 31. í hinu óðfluga, ónæðissama lífi er oss torvelt að fá að vera svo kyrlátir, að vjer heyrurn guðsraust og könnumst við hina leiðandi föður- hönd. Heill sje því hverjum þeim, sem einnig í dag gefur gætur að orðum drottins: »Farið með mjer einir saman á afvikinn stað«! Vissu- lega fer hann með sínum út í bar- áttuna, þar sein stríðið er harðast og óvinirnir úr öllum áttum flykkj- ast að. Enn eru fáir þjónar hans, sem syngja: »Þú tilreiðir mjer mat- borð fyrir minna óvina augsýn«. En svo safnar hann þeim, aðskild- um frá heiminum, að þeir svo sem heilagur lýður endurnærist í trúnni hver með öðrum, af fyrirheitum drottins og sameiginlega njóta dýrð- legrar sælu guðsbarna. Hve sönn reynast hjer ekki orð Jesú: »Farið á afvikinn stað með mjerU — Ef vjer, Krists játendur, elsk- um drottin umfram alt annað, þá er eðlilega afleiðingin, sú að vjer kappkostum að þóknást honum í öllu jafnt í smáu sem stóru. Þetta er það sem vjer erum hvattir til í ritningunni, því það stendur: »Hvað helst þjer aðhafist í orði eður verki, þá gjörið alt í nafni drottíns Jesú, þakkandi guði og föður fyrir hann.« Kól. 3, 17. Sa'lu minni er sælt að vita, að hið versta sem óvinurinn getur gjörtf er, að slíta sundur fjötrana, sem binda guðs börn. Þegar Kristur er með oss, skulu sárustu raunir að eins leysa jarðnesku böndin og hjálpa oss að keppa hærra upp. D. L. Moody. Sá er göfugur, sem gleðst yfir framförum meðbræðra sinna hjer í lífi, þó haun sjálfur ekki njóti þeirra. — Ný föt eru stundum aðal- hvötin til kirkjuferða. — Það er miklu betra að lifa heilögu lífi en tala um það. — Ef mennirnir alment leituðust við að vera í sannleika, það sem þeir vilja sýnast vera, þá mundi lífið verða alt öðruvísi en það er. Dramb. Engin synd er eins vandþekt, lævís, tælandi, ísmeygileg, svo áheyrileg, eins og andlegt dramb. Það glæð- ir Ieynilega ánægju yfir gáfum vor- um, reynslu, blessun og trú á það að maður sje guðs elskulega barn, eigi frelsi öðrum fremur, geti gjört ýmislegt betur en aðrir, yfir því að standa dálítið hærra en aðrir menn. Það er ekki hættulaust að tala hátt og einarðlega á guðræknis-sam- komum, því ef til vill kemur and- legt stærilæti þar fram. Ekki hættu- laust að vera ákaflega hrifinn af aðdáunarverðum hlutum og fágætri trúarreynslu, því ef til vill felst and- legt dramb í því. Það er ekki hættulaust að keppast eftir miklum hlutum, miklum framgangi, því nærri því án undantekningar læðast þar inn sjálfssvik, og sjálfsþótti og sú hætta að göfga og dýrka skepnuna í stað skaparans. O. D. Watson. — Ekki það, sem þjer hefur áskotnast handa sjálfum þjer, held- ur það, sem þú hefur gjört fyrir aðra, mun veita þjer ánægju í einverustundum þínum.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.