Frækorn - 01.04.1913, Blaðsíða 4
28
F R Æ K O R N
Trúmálahiigleiðingar.
ii.
Prófessor Jón Helgason hóf rit-
smíðar sfnar í ísafold fyrir 5 mán-
uðum (15. jan. ’13), og þeim mun
nú lokið.
»Frækorn« hafa hingað til lítið
fengist við þessar hugle'ðingar pró-
fessorsins, aðeins minst lítillega á
þær í 2. tbl. þ. á. — En nú finst
oss tími (il kominn að íhuga aðal-
efni þeirra.
Málið er þýðingarmikið. Það er
alment sagt, þó staðlaust sje, að
>það hafi ekki mikið að þýða, hverju
maður trúir, ef maður aðeins breytir
rjett«. Meiri fjarstæðu er varla hægt
að hugsa sjer. Trúarlífið er undir-
staða og grundvöllur, rót og upp-
spretta breytni vorrar. Sje trúin röng,’
verður breytnin það Iíka óhjákvæmi-
lega.
Sönn þekking er svo mikilvæg,
að Jesús Kristur segir, að sú þekk-
ing er lífið sjálfl-.
»En þetta er hið eilífa líf, að
þeir þekki þig einan sannan guð
og þann, sem þú sendir, Jesúm
Krist«. Jóh. 17, 3.
Já, í sannleika, sönn þekking er
lífið. Þegar Jesús Kristur kom í
heiminn, var þekkingin á guði og
sannleikanum svo lítil, jafnvel hjá
hinni »útvöldu þjóð«, að gyðingarn-
ir sögðu um Jesúm, sem var og er
»geisli guðs dýrðar og ímynd hans
veru«, að hann hefði djöfulinn og
starfaði fyrir fulitingi djöflahöfðingj-
ann, Belzebubs. Því varð raunin á,
að »hann kom til sinna, og hans
eigin meðtóku hann ekki«, heldur
gjörðust böðlar frelsarans sjálfs.
Þegar kristna kirkjan svokallaða
á Frakklandi fyrir rúmri öld var
horfin svo mjög frá sannleikanuni,
að hún í stað þess að vera íil bless-
unar og frelsis þjóðinni, var orðin
að fargi og þrældómsoki; þegar
kennimönnum hennar gleymdist, að
þeir voru sendir eins og meistari
þeirra: ekki til að láta þjóna sjer,
heldur til þess að þjóna«, ekki til
að útsjúga fólkið, heldur til þessað
veita því blessun, — — þá braust
út stjórnarbyltingin með ógnum sín-
um. Kirkjan hafði veitt þjóðinni
ósanna fræðslu um hinn eina sanna
guð, og þegar svo byltinginn kom,
ruddi hún burt allri guðsdyrkun
um tíma, og gerði frönsku þjóðina
að guðlausustu þjóð Norðurálfunn-
ar.
Hver getur lesið söguna fordild-
arlaust án þess að sjá það, að rang-
lega boðaður kristindómur, guðs-
þekkingarlaus guðfrœði, var orsök
byltingarinnar í raun og veru?
í sannleika, það er Iíf — eilíftlíf
— hverjum manni að þekkja rjett
»hinn eina sanna guð ogþann, sem
hann sendi, Jesúm Krist.«
III.
Hvað veitir nýa guðfræðin?
Veitir hún sannkikann? Er hún
mönnum til lífs eða da"ða?
Sú spurning er háalvarleg og á
erindi til hvers manns, sem hefur
hina minstu hugmynd um gildi
lífsins.
Vjer tökum hjer þessa spurningu
til íhugunar, ekki af því, að vjer
höfum neina löngun til að vera í
orðaþrætum, heldur vegna þess, að
oss langar til þess að leitast við að
benda á hinn
eilífa sannleika,
sem er svo ganiall, að ekkcrt er
eldra en hann, en þó svo nýr og
ungur, að nýa guðfræðin visnar sem
kalið strá vjð hhðina á honum,
Vjer tökum tilefni af »hugleið-
ingum« prófessorsins, en ætlúm þó
hvorki að elta hans langdregna
mál nje taka upp öll þau atriði, er
hann fer með; en leitast munum
vjer við að dvelja við öll aðalatrið-
in, sem nýa guðfræðin fjallar um,
og sýna, hve skamt hún nær, og
eins hitt, hve dýrðlegur sje hinn
gamli og eilíflega nýi sannleikur í
Jesú Kristi, drotni vorum.
Þessi verða umhugsunarefni vor:
1. Hvað getum vjer vitað um guð?
Er biblían guðs orð?
2. Er Jesús Kristur guðs sonur?
3. Maðurinn Jesús Kristur.
4. Meðalgangarinn milli guðs og
manna.
5. Guð og maður.
6. Eilíft líf — nú og síðar.
7. Upprisan og lífið.
IV.
Hvað getum vjervitað um guð?
Nýguðfræðingarnir geraguðsþekk-
inguna að einkamáli fræðimannanna.
Hinir hálærðu Þjóðverjar eru þeirra
meistarar. En hver verður þá þekk-
ingin?
Ekki fáum vjer betur sjeð, en að
því leyti, sem þeir fylgja nýguð-
fræðinni þýsku (og að suniu leyti
má líka segja hið sama um ensku
nýguðfræðina), verða þeir efasjúkir
Tómasar, og honum verri, að því
leyti, að flestir þeirra ná aldrei
gleði Tómasar, er hann í sælli þekk-
ingu gat hrópað: »Drottinn minn
og guð minn«. Jóh. 20, 28. Hjá
fjölda nýguðfræðinga er Jesús Krist-
ur hvorki herra nje guð.
Sá, sem óneitanlega hefur vitað
mest um guð, sá, sem mest allra
manna hefur frætt oss um hann,
var alls ekki »háskólamentaður guð-
fræðingur*. Vjer vitum allir, að
álit prófessoranna og hálærðu guð-
fræðínganna fölnar, þegar á Jesú
er litið og lærdómur þeirra er fá-