Frækorn - 01.04.1913, Page 6

Frækorn - 01.04.1913, Page 6
30 F R Æ K O R N Krisfcur vinur vor. Að hugsa um áhrif og þýðingu mannlegrar vináttu hjálpar oss til að skilja dáiítið betur, hvað Krists vin- átta getur þýtt fyrir oss, hverju hún kemur til leiðar fyrir oss og í oss. Kristur frambýður oss sjálfan sig einnig á þenna hátt sem vinur vor. Vér hugsum ef til viil ekki nóg um þessa hlið lífs hans. Vjer tölum um liann sem frelsara vorn, meistara vorn og hjálpara. En hugsum vjer nógu oft um hann sem vorn vin? Vinátta grundvall- ast á trausti. Vjer höfum mæt- ur á að vera samvistum við vin vorri. Vjer viljum gjarnan tala við hann um alt það í lifi voru, sem vjer liölrlum heiíagt. Er slikt trún- aðar samband milli vor og Krísts? Nýskeð kvartaði maður nokkur yfir því,að hann hefði ekki tírna tíl að biðja; hann hafði svo mikið að gjöra. Lífið er sannarlega örðugt fyrir mörgum vor á meðal; þaö er fult af skyldum, er virðast banna íðjuieysi. Sje nútíðarlifið á leiðinni að svifta oss blessun mannlegrar vmáttu er þá ekki hætt við, að það gjöri einnig innilega og trúfasía vin- áttu við meistara vorn hjer um bil ómögulega? Vjer lesum um menn, sem eru heila klukkustund hvern morguu með Kristí, og vjer segjum: »Þetta væri ómögulegt með niínu annrika lífi«. En jafnvel þó vjer ekki getum verið lengri tíma með Krisíi aleinir, getum vjer notið vin- átiu hans, að hún haldist óslitin, jafnvel hina lengstu og aunríkustu tíma. Einlæglega heittrúuðum kristn- u111 manni er mögulegt að öðlast þetta. Vjer getum ekki ætíð nieð beygðum knjám tiutt reglulega bæn. Vjer liöfum vorar skyldur að rækja og vjer megum ekki vanrækja þær, jafnvel ekki til að taka þáttíguðs- þjónustunni. Það mundi ekki geðj- ast meistaranum. Vjer getum hugs- að oss tækifæri, þegar það væri ekki skylda vor að halda bæn, heldur jafnvel fara frá altari voru til að vinna eitthvert kærleiksverk, sem kall- ar að oss. En vjer getum alla tíma beðið meðan vjer vinnum. Hjörtu vor geta verið í samfjelagi við guð, jafnvel meðan hendur vorar vinna kappsamast. Vjer getum talað við Krist, meðan vjer þjónum honum. Hvað sem vjer gjörum, getum vjer haft Krist með oss, og alt, sem vjer tökum oss fyrir, getum vjer gjört í hans nafni. Vjer þurfum ekki að yfirgefa starf vort tíl að vera með Kristi. Vjer getum haldið vinátiu vorri við hann, jafnvel á annríkustu tímurn vorum. Ef vjer viljum eiga hluídeild í því besta, sem Kristur getur gefið oss, verðurn vjer að þekkja hann sem einka vin. Oss er hætta búm af þeirrí hugsun, aö ekkert hafi þýð- ingu í hiuu kristilega lífi nema það, sern vjer áþreifanlega framkvæmum. Vjer verðum altaf að gjöra eitthvað, ta'a við emhvern, halda samkomur búa til föt handa fátkkum og hjálpa í neyð. Til er Iíka annar vegur. Lærisveinarnir hjeldu það óhóf hjá Maríti, þegar hún opnaði krukkuna og hehi dýrmætu nardusoliusmyrsl- unum yfir höfuð og fætur meistarans. Hún hafði engum gert gott með því. Hafði ekki mettað nokkurn svangan, borgað nokkurs manns húsaleigu eða klætt nokkurt ldæð- laust barn. Að nota hana aðeins til heiðurs vini var í augum þeirra óhóf. En sannleikurinn er, að aldr- ei, hvorki fyr nje síðar í sögu heints- ins, hefur notkun viðlíka fjárupphæð- ar veitt aðra eins blessun. Hugsaðu um, hve kærleiksathöfn Maríu hug- hreysti meistarann, vermdi hjarta hans og styrkti hann til krossgöng- unnar. Minstu svo, hve frásaga þessa viðburðar, um kærleika henn- ar, hefir fylt heiminn göfugum hvöt- um og fögrum hugsunum allar þess- ar aldaraðir. Otal þúsundir hafa af frásögunni um kærleika Maríu feng- ið uppörfun til þess, sem gott er og elskuvert. Þannig er fórn þess- arar kyrlátu konu orðin hvöt til að auðsýna kærleika alstaðar, þar sem þessi frásaga hefur orðið kunn í heiminum. Margir menn strita eingöngu fyr- ir munn og maga og hugsa aldrei um nokkuð æðra. En brauð er ekki alt það, sem menn þarfnast. Til eru dagar, þegar þig hungrar ekki eftir mat, heldur þráir hluttekn- ingu, ástúðlegt uppörvunar-orð, vin- áttu og eftir að vera skilinn rjett. Það erti tímar, þegar þú hefir alt sem þú getur óskað þjer af jarð- neskum gæðum, af mannhylli og áhugaefni, en vaníar snerting af Krists hönd, opinberun" guðdóm- iegrar elsku og samhygðar.. Meðal allra þeirra gæða, sem þú átt völ á, hefur ekkert eins mikla þýðingu fyrir þig og vinátta Krists; eigir þú hana, muntu einskis sakna, er þú hefur ekki. Þessi vinátta, svo inni- leg, svo trúföst, svo fullnægjandi, lætur enga ósk óuppfylta. Hugsaðu ennfremur um, hvað vinátta Krists þýðir fyrir oss til and- legrar mentunar. Það var vinátta Jesú, sem hafði hina mestu þýðingu fyrir þroskun Jóhannesar postula. Hann var ekki alla tíma sá kær- leikans postuli, sem vjer könnumst við í fjórða guðspjalli af brjefunum. Það var skrifað eftir að Jóhannes var orðinn gamall maður. í fyrst- unni hefur hann verið nráðlyndur — óstýrilátur í viðræðum, fljótur

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.