Frækorn - 01.08.1913, Page 8

Frækorn - 01.08.1913, Page 8
56 F R Æ K O R N »Afsakið, frú Ellsworth, að jeg trufla, en leyfið mjer að leiða Lizz- ie dóttur mína fram fyrir yður«. Elísabet leit upp og mætti aug- um dökkhærðrar stúlku, á að giska 17 ára að aldri, þótt framkoma hennar og fas væri líkast því að hún væri 10 árum eldri. Hún líkt- ist mjög föður sínum, svipurinn var eins, og munnurinn feitlaginn og munaðarlegur. Hún hneigði sig kunnuglega fyrir John. Taylor öldungur sagði brosandi viðElIsworth.ogorð hanssnertuElísa- bet mjög óþægilega: »Jeg sje, að þú þekkir dóttur mína, Ellsworth«. Óánægju-skugga brá fyrir á andliti Ellsworth’s, um leið og hann játti því. — Meðan þau stóðu þarna og töluðu saman, byrjaði aftúr hljóð- færaslátturinn. Taylor öldungur rjetti Elísabet arm sinn, sem hún neydd- ist til að taka á móti, og John, sem hafði hugsað sjer að dansa í þetta skifti við konu sina, varð einn eftir og gat ekki annað en boðið ungfrú Taylor að dansa við sig, og fylgja á eftir Elísabet og öldungn- um. Ungfrú Taylor hló mikið og hið þýðingarmikla augnatillit hennar gagnvart Ellsworth fylti Elísabet megnu hatri. Hvaða rjett hafði hún til slíkrar framkomu gagnvart manni annarar konu? En alt í einu varð aumingja kon- unni það ijóst, að slíkt er algengt og alveg rjett — í Utah. Hjarta hennar hætti fáein augnablik að slá John hafði auðsjáanlega hitt stúlk- una áður. Hún daufheyrðist við smjaðurs- yrðum öldungsins. Henni fanst dansinn aldrei ætla að enda. En loks var hann þó búinn, og hún sett- istniður,en öldungurinn hneigði sig, þakkaði og fór. —Kuldahrollur fór um hana. Hún fór að hugsa um sjalið sitt. Hún gæti kallað ájohn og biðið hann um að sækja það, því að hann hafði leitt ungfrú Taylor til sætis og farið frá henni; og það, að komast burt frá þessu ljósi og frá hljóðfæraslættinun, væri svölun, þó ekki væri meir en um eitt augnablik. Hún fór inn í búningsklefann, um leið og önnur kona fór þangað inn; hún fann sjalið sitt og ætlaði að fara þaðan, en hún hrökk við, er hún sá konu í einu horninu með andlitið falið í höndunum. Það var slíkur örvæntingarsvipur yfir henni, að Elísabet ætlaði að tala við hana og spyrja hana um orsák- irnar að sorg hennar, þegar sú kona, sem kom samtímis Elísabet inn í klefann, snart arm hennar, og hristi aðvarandi höfuðið. «Hvað er að«? hvíslaði Elísabet, þegar þær fóru út. »Æ, ekkert! Maðurinn hennar hefur einmitt fengið sjer aðra konu; það er alt, og þau eru saman þarna inni«, sagði hún, um leið og hún benti inn í danssalinn. »Hann var ætíð vanur að vera hjá þessari fyrstu konu«, hjelt hún áfram, og hann vissi ekki hversu góður hann átti að vera við hana, og hann gifti sig ekki aftur fyr en eftir fjögur ár, og það er sjaldgæft. En hann lifði ekki samkvæmt trú- arbrögðunum, skiljið þjer. Og »post- ularnir« og »öldungarnir« töluðu við hann, og« (— hún hraðaði talinu, því þær ætluðu aftur inn í danssal- inn —) »svo gifti hann sig aftur fyrir hjerumbil tveim vikum. Og hann hefur skemt sjer mjög mikið með nýju konunni sinni í alt kveld. Jeg vildi ekki, að þjer töluðuð við fyrstu konuna hans þarna inni, því hún er næstum frávita og það er vonlaust að reyna að hugga hana. Jeg reyndi nýskeð að tala svolítið við hana, en hún tók mjög geyst í það. Það er meiningariaust hjá henni, því ekkert vinst með því. Jeg gjörði það líka einu sinni', hjelt hún áfram með lágri röddu, »og nú get jeg alls ekki élskað manninn minn framar. En jeg skifti mjer ekkert af þessu lengur og jeg lifi glöðu !ífi.« En hinir tilfinninganæmu, sorg- mæddu drættir um varir hennar báru vott um, að orð hennar voru ósönn. Það, sem eftir var af kveldinu, kvaldist Elísabet enn meir. Þegar þau komu lieim, fjell hún um háls manni sínum og grjet í sorg sinni. Hún sagði honum frá, hvað hún hafði heyrt og sjeð. Hann hleypti brúnum. »Konurnar eru nógu einfaldar til að láta svona. Fjölkvænið er heilög stofnun, og þær verða að beygja sig fyrir henni«. »Mjer þykir sárt«, hjelt hann áfram, að það skuli vera þannig, en það er ekkert hægt að gjöra við þvu. Orð hans voru eins og hnífstung- ur í hjarta hennar. Þau töluðust ekki meira við um þetta mál, en þessu kveldi gleymdi Elísabet aldrei. Frh. Massage læknir Guðm. Pjetursson. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9. (niðri). Sími 394. MSTLE’S 3BJSÍ . er ljúffengt, heilnæmt og nær- g • andi. Börnunum þykir ekkert j| betra. Fólk er flutt til Hafnarfjarðar næsta laugardagskveld kl. 8 og til baka aftur sunnudagskveld kl. 9. Ouðm. Benjamínsson, Grettisg. 10. ©á A LLIR, sem vilja selja (gg) (f r\ eQa fasteign, & auglýsi það í Magasín- inu á Qrettisgötu 51.— Það dugar best, en kostar sama sem ekki neitt. r L; drekka allir þeir, 2,18Uu er vilja fá góðan, óskaðlegan og ódýran kaffi- drykk. Fæst hjá Sveini Jónssyni, Temptarasundi 1. á aðeins 80 au. pundið.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.