Gimlungur


Gimlungur - 30.03.1910, Side 2

Gimlungur - 30.03.1910, Side 2
GIMLUNGUR. 1. ÁR. Nr. I. GIMHJNOJR. Gefinn út aö Gimli, Manitoba. Útgefendur: /^iAPLC LEAP FrIHTING & SUPPLY CO., LlílITCD, QIMLl, • • MAN. Kostar $1,00 um áriö, borgist fyrirfram. Ritstjóri: S. G. Thorarensen. Ráösmaöur: G. P. Magnússon. Prentari: Jóhannes Vigfússon. AuGLýSINGAR: Smá auglýsingar í eitt skifti 25 f fyrir 1 þumlung dálkslengdar, eöa 75 f um mánuðinn. Á stærri aug- lýsingum eða auglýsingum, sem eiga aö birtast í blaöinu fyrir lengri tíma er afsláttur eftir samningi. Viövíkjandi pöntun, afgreiöslu og öllum fjármálum blaöeins eru menn beönir aö snúa sjer til ráös- mansins. Utanáskrift til blaösins er: Œímluneur, P. O. Box 92» Gimli, Man. Midvikudaginn 30. Mars 1910. r Astand og framtíðar- horfur Gimlisveitar. Ritgerð, moð þos8ari yfirskrift verð- ar haldið áfratn í ‘Gimlungi' þar til vér álítum þnð mál útrætt eftir fiingum. Að voru áliti eru horfurnar svo í- 3,kyggilegar> að ekki só með öllu ó- þarft verk, að athuga þter og gera gjaldendum sveitarinnar þær svo Ijós- ar sem unt er. Að hinu leytinu hefir oss virst á- hugi landa vorra, sumra hverra f öllu falli, hafa verið helst til lftill fyrir þeim málum nú á siðustu tfmum, og skulum vér þvrf reyna að sýna fram á það með nokkrum rökum, að þau mál séu alls ekki þýðingar- lau* fyrir íbúa sveitarinnar; heldur þvert á móti afar-athugaverð og þýð- ingarmikil. Og það kemur, ef til vill, í ljós, áður ritgerð þessari er lokið, að tími sé til þess kominn, að hefjast, að einhvetju leyti, handa. Öllum þeim mönuum, er einhvern manudóm og framfara-þrá hafa til að bera, er ant um hvern þann féiags' skap. er þeirstanda f; vilja efla hann og stvrkja, en þola ekki, að sjá hanu f'ótum troðinn eða á annan hátt eyði- lagðan af ómildum höndum. Og sveitarfjelagsskapur er sannar- lega ekki þýðingarminni en hver annar fjelagsskapur, heldur þvert á móti; þar eiga menn vanalega sam- eíginleg hin þýðingarmestu mál. Tíl þess, að gefa nokkurn veginn Jjóst yíirlit yfir ástand Gimlisveitar n ú, skulum vér byrja á því, að at liuga hvernig sveitarmál stóðu fjár- hagslega, er sveit þeasi fór, að mestu Jevti, úr höndum íslendinga og komst undir stjórn Þjóðverja og Ga- liciaraanna um áramót 1907 og 1908. Þá voru peningar f sjóði $ 101.37 Á banka......................... 3.63 Ógreiddir skattar . . . 14,309.73 Úlfaverðlaun frá fylkis- stjórn, ógreidd . . . 36.00 SamtaU 14,450.73 Skuldir 7,272.96 Fram yfir skuldir: $ 7,177.77 Þess skal getið, að sem tekjur er hér að eins talið það fé, er renna átti beint f sveitarsjóð og þá komið f gjalddaga, en ekki taldar með verð- msetar eignir ýmsar, svo sem skrif- stofu-áhöld, vegaverkfæri o. fl. Þeas skal einnig getið, að allmikill hluti skuldarinnar ($7,272.96) var til skólanna og var þoirri skuld að mestu lokið hina tvo fyrstu mánuði ársins 1908, vitanlega að nokkru leyti með peningum lánuðum hjá banka. Nú skal tekið til athugunar, hver breyting hefir orðið á ástandinu þessi liðug tvö ár, er stjórnin hefir verið f höndum Útlendinganna*, er vér svo nefnum hér alment? Árið 1908 voru $3,000.00 ætlaðar til vegnbóta, en full $3,500.00 lentu í vegi, og þótti þeira þó víða svo ábótavant það ár, að naumaat vaeri við unandi. En hjá hverjum lenti svo þotta mikla fje ? Nálega einvörð- ungu hjá Útlendingunum. Að eins sárfáir Islendingar urðu þeirrar náð- ar njótandi. að vinna á stöku stöð- um; enda kom það ljóslega fram, er til skattgreiðslu kom næsta haust. Það, som greitt var af sköttum f peningum, kom hjer um bil alt frá Islendingum, en frá hinum gjald- endunum sást okki annað on vinnu- reikningar. En margir þeirra voru búnir að ná út á vinnu sfua áður, og létu sro skattana eiga sig eins og sfðar mun sýnt verða. Nálega alla starfsemi f þarfir sveitarinnar, að undanskildu skrif- ara starfinu, fól sveitarstjórnin Út- lendingunum á hendur það ár. Þvf þótt einn Islendingur væri f nefnd- inni það ár, og þótt hann gerði alt, sem hann gat til þess, að reyna að bjarga málum sveitarinnar, þá dugði það sjaldan. Hann var eðli- lega borinn atkvæðum. Hið fyrsta verk sveitarstjórnar þeirrar var, að skifta sveitinni 1 nýj- ar deildir (Wards) og skal fátt um það sagt hér; en geta má þess samt, að nær helming sveitarinnar eettu þeir í syðstu deildina. Matsmenn sveitarinnar knsu þeir auðvitað úr sfnum flokki, þrátt fyrir þið þótt kostur væri á vel hæfuni íslendiugi, er var vannr þeim starfa __hafði verið virðingamaður f fleiri ár. — Þá hófst fyrst sögu-öld þessar- ar stiórnar og er hún fremur sorg- leg, en þó ekki með öllu ófróðleg. Þegar þcssir nýju virðingarmenn komu með matsskrár sínar, reyndust * Með því nafni meinura vér hér eftir Þjóðverja og Galicumenn. þær svo frámunalega hringlandi vit- lausar, að engin tiltök votu að nota þter. Nú voru góð ráð dýr. Alt komið í eindaga með tímann. Nefnd- inni var bent á, að reyna að fá Is- lendiug þann, er fyr var nefndur til þess, að reyna að koma einhverju viti f matið. Nei. Ekki að taka íslending ; heldur var það ráð tek- ið, að senda þann matsmann út af örkinni á ný, er færri stór-afglöp hafði gert. Hinum manninum hafði oddviti borgað $30 upp á sitt ein- dæmi, sem part af kaupi hans. Og hvað gerir sá heiðraði embættismaður svo? I staðinn fyrir að mætaáyfir- skoðunarfundi matskrár (Court of Revision) og verja þar gerðir sínar, tekur hann til fótanna, flýr í fjar- læga sveit, og lætur ekki sjá sig, að minsta kosti í hálft ár. En sveitin “borgaði brúsann“, þessa $30; því þótt oddviti lofaði mjög digurbarka- lega á fundi, að hann skyldi ná þessum peningum “frá fantinum“, mun það ógert enn. Framh. Sveitarskiftingin. ÞessU máli var hreift f eitt skiftið enn síðastliðinn vetur. Forstöðunienn þeirrar hreifingar í þetta sÍDn, settu út fjölda margar Lænartkrár og dreifðu þeim vfðsvegar uin sveitina meðal Ia- lendiuga, sem boðnir voru að sat'na nöfnum undir þær. Þessar bænarskrár fóru fram á skift- ing núrerandi Gimlisveitar uorður og suður um miðja röð þrjú. Sú skifting virflist mjög sanngjörn fyrir bæði aust- ur og vestur búa, par sem nú er komin, aðnokkru leiti og bráðlega fullgjörð, járnbraut hér fyrir vestan alla leið norður að íslcndingafljóti í Árdals- bygð, og yrði því jafulajigt að sækja að járnbraut fyrir þá, sem búa austast í vestnr partinum vestur á bóginn og hina. ssm búa vestast í austur partinum hingað ofan að Gimli. Óefað hefir þessum bænarskrám ver- ið vel tekið & meðal íslondinga, því það inun vera þeim mrkið áhugamál, að fá sig aðskilda frá útlendingunum en þó hefir heyrst, að nokkrir landar hafi neitað að setja nöfn sin þar undir, en um ástæður þeirra fyrir þeirri neit- un vita menn ekki, og annars mjög ó- trúlogt að sagan sé sönn. Eftir því, sem þetta sveitarskiftiug- armál horfir viðnú, þá er alt útlit fyrir að mótspyrnan frá Útlendingunum yrði ekki stórkostleg, þar sem menn úr vesturhluta gveitarinnar tóku að sér eða réttara sagt, báðu um nokkrar bæn- arskrár til að safna undirskriftum á meflal sinna landa, sem þeir kváðu mjög áfram um að losna við okkur héraðaustan og mynda sveit út af fyrir sig. Eftir því að dæma er and- róðurion mestur, eða einungis, hjá þeim.sem búa í niiðri röð þjiú og mun það koma til af því, afl embættis- menn sveitarinnar, nema skrifarinn, eru þaðan og fá sitti kosninga fylgi úr vestuihlutanum; sjá þeir þvi, aö ef skiftingysði þá hlytu þeir að hrapa úr embættismanna sessinum, því eink- is góðs vænta þeir frá Islendingum f þeim efnutn. Ef því þessu sveitarskiftingarmáli hefði verið fýlgt fram með kappi og ötulleik f þettað sinn, er lítill efi á að skifting befði fengist. En í þess stað, var því máli ekki fylgt fram eins og vera skyldi — og þurfti, þar sem ekki var hugsað um að fá bænar- skárnar innheimtar aftur frá þeim^ sem voru að saína undirskriftunum, og síðan fengnar í hendur manni, sem séð hefði um að koma þeim inn á síðasta fylkisþing í tæka tíð. Ef það, að fá Gimli-sveit skift, er áhugamál Islendimga, ættu menn allir að vera vakandi yfir því, og leggjo því lið, og það í tæka tíð, með því eina móti hefst það í gegn, en annars. aldrei. G. P. M. KLÁÐI A ÚTSAÐSKARTÖFLUM. Kláði sá er slæmur mjög. Hann eyðilegst best með því að fá sér 8 únsur af formalmi í lyfjabúðinni, blanda þeim saman við 15 gallón af vatni, og leggja kartöflurnar í þessa blöndu í klukkutíms,svo ern þærtekn- ar vipp úr blöndunni, þurkaðar, britj- aðar niður og sáð. Þessi skamtur af formalini og vatni, er nógur fyrir 15 —20 bushel af kartöflum. Ekki mega þessar böðuðu kartöflur látast í sama llát og kláðakartöflur hafa verið I. Þess eru dæmi að séu gripurn gefn- ar kláðakartöflur, og áburðurinn frá þeim boriun í kartöílugarðinn, að þá kemur fram kláði á kartöflunum f þeiro garði. Réttast er að baða allar útsáðskartöflur áður on þeira er sáð. Því má ekki gleyma, að þessar böð- uðu kartöflur ern eitraðar, svo engin skepna má ná í þær, og verði nokkur afgangur af þeim, þá sáð er, verður að bvenna hann. Sömuleiðis verður að hella formalinvatninu þar, sem það getur engan skaða gert. FLIJGUR. Þir sem mikið er ura flugur, hefir það reyust gott ráð að hita öskuspað- ann svo hann verði rauður, hella svo á hana dálitlu af karbólsýru og bera haDn u'u berbergið, svo lyktin dreif- ist sem best, hurðir og gluggar þurfa auðvitað að vera aftur. Að iftilli stundu liðinni eru ttugurnar liorfnar. „Oil af Sassafras“ er lfka góð til að fæla burt flugur. Til að verjast maurum, möl og veggjnlús, er steakt álúnsvatn ágætt. Hillurnar, gólfin, rúmin, springia og önnur húsgögn þvegin úr því, eru óhult gegn slíkum gestum.

x

Gimlungur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gimlungur
https://timarit.is/publication/184

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.