Gjallarhorn - 22.05.1903, Blaðsíða 3
Nr. 17
GJALLARHORN.
67
Spánnýjar
ráðningar á gátunni í 33. tölubl. Norðurlands
hafa verið sendar Gjallarhorni. — Þessar eru
hinar helztu.
1.
Það sem >yfir stökk« eru skammir dæmda
ritstjórans um L. H. Bjarnason í 60. tölubl.
XXVIII. árg. ísafoldar. Það sem »ofaní datt<
er dæmdi ritstjórinn E. H. Það sem »eptir sat«
er orðrómur sá, er hann hefur getið sjer með
ritmennskunni.
2.
Það sem »yfir stökk* er framfara-rövlið í
Norðurlandi. Það sem »ofaní datt« er fram-
kvæmd framfaranna hjá liðinu. Það sem »eptir
sat«, er stjórn hlutafjelagsblaðsins með sárt
ennið.
3-
Það sem »yfir stökk«, er sá sem verður
ráðgjafi. Það sem »ofan( datt« er sá sem ætl-
aði að verða ráðgjafi. Það sem »eptir sat« er
sá sem langar mest til að verða ráðgjafi.
Fleiri ráðningar eru væntanlegar.
Þeir sem hafa nautgripi til að
selja í vor og sumar geta enn, eins og að
undanförnu, samið við undirritaðan.
Oddeyri 14. maí 1903.
J. V. Havsteen.
JVIustads smjörlíki,
agætt, fæst í verzlun consuls Havstcens á Odd-
eyri með góðu verði, sjerstaklega þegar keypt
er 12 pd. dós í einu eða meira.
Ágaett Cement á 9.50-10.00 tunn-
an, sömuleiðis ágætur Múrsteinn, bezta
s°rt á 5 aura stykkið, mót peningum, fæst
hjá Consul J. V. Havsteen, Oddeyri.
Seglskipið »Sylvia« lagði af stað 4. maí
sfðastl. frá Dysart með 240 tons af kol-
um tii
konsuls J. V. Havsteens
Oddeyri.
Með »Vestu« komu miklar birgðir af allskon-
ar álnavöru og nauðsynjavöru til
consuls J. V. Havsteens
á Oddeyri.
Yfirlýsing:.
bar sem við undirritaðir erum orðnir leiðir
á fitfirsnúningi og rangfærzlu »Norðurlands« í
helztu málum þjóðarinnar, stjórnarskrár- og
bankamálinu, svo og á last blaðsins um ýmsa
hina beztu menn þjóðarinnar, þá segjum við
hjer með upp kaupum á blaðinu »Norðurland«.
Vjer viljum biðja »Gjallarhorn* að flytja
þessa yfirlýsingu til útgefanda »Norðurlands«
svo að ekki verði hægt að segja að hún komi
of seint.
Ágúst Jónsson, Fr. Jóhannsson,
helli. Háagerði.
Friðbjörn Gunnarsson, Jón Magnússon,
Efstakoti. Uppsum.
UNDIRRITAÐUR tekur að sjer pöntun á:
(Cykler) Reiöhjólum fyrir herra á kr. 135
— dömur — 150
Saumavjelum fyrir skóara og
söðlara ágætum á krónur. 110
Prjónavjelum frá .....— 125
og par yfir eptir því sem menn óska. Mynd-
ir og verðlistar eru til sýnis.
Saumavjelar ágætar fást í verzlun minni
á 35 kr. mót peningum, sama sort og áður
hefur kostað 40 — 45 krónur.
Oddeyri ‘Vs 1903.
J. V. Havsteen.
I verzlun
konsuls J. V. 3{avsteensf Oddeyri
er nýkomið:
Vasaúr á 7 —20 krónur.
Stofuúr og vekjaraúr, tnargar sortir,
góð og vönduð á kr. 3.50—24.00.
Postulíns bollapör rneð fleiru úr postu-
líni mjög skrautlegt og hentugt í gjafir, fá-
sjeð hjer áður.
Skrautnálar og hnappar fyrir döm-
ur og herra mikið úrval. Margar aðrar góð-
ar og ódýrar vörur, t. d. ágæíir spaðar á
kr. 2.35 — 2.50, smíðatól tnargskonar og margt
fleira.
Með næstu gufuskipsferð frá Englandi
miklar birgðir af álrtavöru, silkiböndum, gólf-
vaxdúk o. fl. 0. fl.
Egg
kaupir undirritaður í vor háu veröi sér-
staklega þessi:
Arnar, vals, hrafns, lóu, selnings, rauðbryst-
ings, þórshana, himbrims, skarfs, súlu, stóru
toppandar, grámáfs, kjófa og haftyrðils.
Eggin verða að vera ný eða nýleg, svo
hægt sje að blása úr þeim, og ekki tnega
þau blandast úr hreiðrum.
Ennfremur kaupi jeg smáfuglaegg þessi
og körfurnar með: sólskríkju, snjótitlings,
auðnutitlings, skógarþrastar og músabróðurs,
en ekki þúfutitlings, steinklöppu eða maríerlu
e£S- Oddeyri 6. maí 1903.
J. V. JCavsteen.
í verzlun konsul J. V. Havsteens á Odd-
eyri fást FJÁRBÖÐUNAR tóbaksblöðin góðu
og tóbakssósa, sem pöntuð er eptir vísbend-
ingu hr. O. Myklestads.
Einnig fæst:
»Fjárböðunaríóbakið ódýra« á 16 aura pundið
mót peningum.
Sjómenn og adrir
setn ætla að biðja mig að borga fyrir sig
aðgerðir á skófatnaði og því sem þar að
lýtur, verða að láta gera við skófatnað sinn
á vinnustofu herra Guðlaugs & Valdemars á
Oddeyri.
Oddeyri 12/s 1903.
J. V. Havsteen.
Lífsabyrjfðarfjelagið
■4 „Standard“
býður lífsábyrgð gegn föstum, ákveðnum iðgjöldum, með eða án hluttöku í ágóðanum
(Bonus). Iðgjöldin eru lægri en í þeim fjelögum, sem nú starfa hjer á landi.
Eignir fjelagsins eru yfir 187 miljónir króna, geymt og ávaxtað á beztu og áreiðanleg-
ustu stöðutn.
„Standard" er eitt af heimsins elztu lífsábyrgðarfjelögum, stofnað 1825, og getur því stutt
vinnu sína við meir en 75 ára reynslu, sem með hverju ári hefur aukið álit þess. Á þessu
tímabili hefur fjelagið útborgað ábyrgðarupphæðir sem neina 382 miljónum kr.
Fjelagið starfar í samræmi við tilskipun hins brezka Parlaments, og er undir því nákvæm-
asta eptirliti sem hægt er að heimta.
Síðan 1901 hefur fjeiagið sjálfstæða danska stjórn í Kaupmannahöfn; í stjórn fjelagsins
eru yfirforseti í Kaupmh. hr. Oldenburg, fyrverandi utanríkisráðherra, Hs. Excel. sjóliðsfor-
ingi Ravn og stórkaupmaður Etatsraad Claus L. Smidt meðlimur í stjórn verzlunarbankans
í Kaupmannahöfn.
Þegar maður aðgætir það, senr hjer er frant tekið, lilýtur maður að viðurkenna að sú
ábyrgð sem Standard býður er trygg og óyggjandi.
Stórbretaveldi er ættland lífsábyrgðar-starfseminnar, þess ábyrgðarlög eru þau, sem bezt
hafa reynzt, og þau lífsábyrgðarfjelög, eptir hvers fytirmynd þau beztu af hinum dönsku
fjelögum eru mynduð, og yftr allan hinn tnentaða heim þekkt og viðurkennd sern fyrir-
mynd upp á áreiðanlegleika, lipurð og rjettsýni.
Hvað hina þjóðlegu sparsemislegu hlið málsins snertir, setn einmitt er venjulega notað
sem hvatningarmeðal, hlýtur það að vera augljóst, að hinn mesti sparnaður fyrir landið er
einmitt það, að rnenti leggi peninga sína í þau fjelög, sem veita mesta tryggingu, satnfara
mestum hagnaði. — Og þar sem Standard uppfyllir allar þær kröfur, sem hægt er að setja
lífsábyrgðarfélagi í fyrstu röð og býður lífsábyrgð gegti lægri iðgjöldum en önnur fjelög
sem hjer starfa, þá ættu menn að tryggja líf sitt í Standard.
jloalumboðsmaður á Jslandi:
Þorleifur Jóhannsson,
Hóli.
Stefdn Jónsson,
Brimnesi.
myndasmiður Hallgr. Einarsson, jlkureyri.