Gjallarhorn - 18.03.1904, Side 1

Gjallarhorn - 18.03.1904, Side 1
CJ ALL ARHORJM. Útgefendur: Bernh. Laxdal * Jón Stefánsson. NR. 8. \í\ Akureyri, 18. marz 1904. 2. ÁR. j ferð og flugi. Eftir Steingrím Malthíasson. VI. Co/ombo, á Ceylon. »/12 1903. Vér höfum verið 17 daga á sjónum síðan vór fórum frá Port Said. Eftir svo langa sjóferð er ekki laust við að fari að vakna löngun til lands. Ekki af því, að illa fari um mann, þvf daglega liggja þeir, sem lítið hafa að starfa — og meðai þeirra má nefna læknirinn, næst farþegunum uppi á þilfari í þægilegum hægindastólum undir sól- tjaldinu og eyða mestum hluta dags- ins við að lesa. Þannig líður manni bezt; öll hreyfing eykur hitann, og það kostar margan súran svitadropa að skrifa bréf niður í káetu, einkum þar sem sólin hefir náð að skína inn um gluggana. En aldrei svitnum vér jafn-mikið og undir borðum, sér í lagi ef heit súpa eða feitur kjötréttur er borinn fram; þá rennur upp nýtt ljós fyrir mér og eg þykist skilja rétt orðin: I sveita þíns andlitis skaltu þfns brauðs neyta. En líkaminn verður stirður af þessu sællífi og þarf að liðka sig í landi; þess vegna verða allir glaðir og hoppa upp úr stólunum af fögnuði, þegar hyllir undir pálmaskógana á Ceylon. Litlu sfðar siglum vér inn á höfnina við Colombo, sem er stærsti bær á eynni með 140,000 íbúum. A leiðinni inn mættum vér stórum, enskum bryn- dreka, sem straukst fram hjá oss, illi- legur á svipinn með opnum fallbyssu- kjöftum, sem horfðu í allar áttir reiðu- búnar að gera ilt af sér. Á þilfarinu var kvikt af hvítklæddum dátum á iði til og frá. Vér heilsuðum með fánan- um og fengum kurteist svar. Þetta skip er eitt hinna mörgu varðskipa, er verða á vegi vorum, sem Englend- ingar hafa á vakki hér og hvar út um heiminn, til að gæta reita sinna. Það eru vanalega stór skip og hrað- skreið, því oft þurfa þau að þjóta úr einu horni í annað, ef eitthvað ilt er á seyði. Englendingar eiga Ceylon. Þeir hafa og bygt höfnina við Colom- bo, sem er mesta mannvirki og kost- aði 14 miljónir króna. Vér vörpum akkeri uti a höfninni og óðara safn- ast kring um skipið hópur af bátum með brúnum ræðurum hálfnöktum, sem gljáir á í sólskininu, og eftir litla stund er þilfarið orðið krökt af þessu fólki. Það eru Singhalar, sem eru skyldir Malayum. Þeir eru mikið dekkri á hör- und en Arabar — kaffibrúnir, sumir jafnvel jarpir. Þeir eru allflestir naktir niður að beltisstað, en þar fyrir neðan hafa þeir annaðhvort mittisskýlur eða dúk vafinn um lendarnar, eins og stutt pils, sem nær niður að hnjám. Flestir hafa nauðrakaðan skallann, svo ekki sést eitt höfuðhár, og ganga berhöfð- aðir að ósekju í sólskininu, en aðrir, sem virðast vera af heldra tagi, kemba vandlega hið hrafnsvarta hár, sem lið- ast niður á herðar, og sem höfuðdjásn bera þeir fagran kamb úr skjaldböku- skel. Allir eru berfættir og flestir með silfurhringi á stóru tánni. Það er gam- an að sjá þessa brúnu, vel vöxnu kroppa stæla vöðvana undir róðrinum, meðan þeir keppast um að komast fyrstir að skipsstiganum. Og svo bát- arnir þeirra - eintrjáningar með skrítnu lagi. Ormjóir, svo að eins einn getur setið á hverri þóftu, en fieiri faðma langir. Til þess að þessum mjóa, ó- stöðuga bát eigi hvolfi, flýtur alllang- ur trédrumbur - eins og tindill í lag- inu — jafnhliða bátnum og er í föstu sambandi við hann með tveim spöng- um, þriggja feta löngum. Bátnum er vanalega róið einungis á eitt borð og einn stýrir á móti. Sagt er, að fáir bátar gcti siglt á við þessa, sem þó eru máske eldri en allir aðrir. Á |>ilfarinu byrjar nú sams konar verzlun og í Port Said og verðið á hlutunum er næstum jafn-ósanngjarnt. Hér eru gimsteinar og allskonar gull- stáss á boðstólum, fílabeins skraut- gripir, ávextir og allskonar dót. Eink- um mega menn vara sig á gimstein- um úr glcri, þó nóg sé líka af ósvikn- um og ódýrum. Eg fór í land með tveimur farþeg- um af skipinu. Lendingin er mjög fögur við stóra bryggju og bryggju- hús, sem Englendingar hafa bygt. Fyrir framan bryggjuhúsið gnæfir hátt, skrautlegt marmaralíkneski af Viktoriu drotningu sitjandi í hásæti með veldissprota í hendi. Vér geng- um upp aðalstrætið, sem er breitt og rautt á litinn af rauðum leirofaníburði, sem tekur sig vel út í sólskininu. Til beggja handa er löng röð af háum, margloftuðum húsum, skrautlega bygð- um. Þar búa Englendingar. Ekki höfð- um vér gengið lengi, þegar hópur af Rickscha-kulis söfnuðust utan um oss. Rickscha er tvíhjólaður vagn, sem einn maður getur setið í. Kuli þýðir erf- iðismaður og í þessu falli ökumaður, sem sjálfur dregur vagninn. Vér tók- um hver sinn kuli, sem oss virtust fráastir á fæti, og settumst hver í sinn vagn, sömdum við þá um far- gjaldið (1 kr. um tímann) og báðum þá aka með oss um bæinn. Nú hlaupa þeir á stað sem fætur toga og draga vagninn á eftir sér eins og hjólbörur og lengi dáumst vér að hve úthalds- góðir þeir eru að hlaupa í brennandi sólarhitanum (meðalhiti ársins í Col- ombo er 27 0 Celsius) jafn-naktir og þeir eru, því lítil lérefts mittisskýla er eina spjörin, sem þeir eru íklæddir, fyrir utan silfurhring á stóru tánni. En eigi líður á löngu áður en svitinn rennur í ótal lækjum eftir brúnu húð- inni og skýlan verður öldungis gagn- drepa; þeir kippa sér eigi upp við það, en hlaupa þetta jafnt og þétt, nema upp á móti, þá hægja þeir á sér. Vér ökum í ótal krókum gegn um ýmsar mjóar götur, þar sem ein- göngu búa Singhalar. Allur bærinn virðist vera einn pálmaskógur og all- staðar slær á móti manni blómstur- ilmur af angandi vafningsjurtum með alla vcga litum stórum og fögrum blómum. En á milli trjánna og í ótal rjóðrum er húsum hrúgað saman og allstaðar er fólkið, sem á daginn hefst við úti undir berum himni og í skugga pálmanna, en notar húsin að eins sem skjól 1' rigningum og á nóttunni. Og húsin eru lág og lítil, öll með strá- eða laufþaki og gisnum veggjum úr timbri með mörgum dyrum, en glugga- laus, með öðrum orðum líkari hjöllum en húsum. Þákið slútir langt fram og kastar skugga yfir stéttina framan við húsið, þar sem heimilisfólkið situr á daginn. Þar situr húsfaðirinn og stund- ar handverk sitt sem skósmiður, skradd- ari, gullsmiður, rakari o. s. frv. Af rökurum er nóg; í öðru hverju húsi sér maður gamlan skrögg sitja með koll eins náunga síns í kjöltunni og raka vandlega alt hár af. I staðinn fyrir sápu brúkar hann olíu, sem hann hellir yfir hársvörðinn, og yfir hinum, sem krýpur á hnjánum og teygir fram hálsinn eins og við aftöku, virðist hvíla einstök værð. — Sumir verzla með hitt og þetta og gleyma aldrei að kalla í þá, sem ganga fram hjá, og jafnvel grátbæna þá um að kaupa hjá sér. Konan situr hjá og rabbar við mann sinn honum til skemtunar og lítur við og við eftir yngsta kró- anum, sem veltir sér í skarninu og nartar ( kókoshnetu. Hinir krakkarnir — og þeir eru vanalega margir - hoppa, syngja og leika sér í kring um húsið, allir berstrípaðir, með silfur- keðju um lendarnar og hringi í ökl- unum og tánum. Þess utan hafa þeir látúnshnapp stunginn í gegn um hægri nösina. Hnapparnir eru svipaðir brjóst- hnöppum og eru settir í líkt og eyrna- hringir; þeir eru með ýmsu sniði, til þess krakkarnir fari síður í óskil. Börn- in eru allflest aðdáanlega fríð og fall- ega vaxin. Þau koma á móti manni í hópum, brosandi og glaðleg, og heilsa svo vingjarnlega, með þvf að benda hendinni snögt upp á ennið. Sum rétta fram lófana; legg í lófa karls, karls, en sum bjóða blóm til kaups. En jafnvel þó þau ekkert fái, koma samt blómin fljúgandi eftir manni upp í vagninn — nóg er af þeim. Yfir höf- uð er mikill munur á þessum börnum og Arababörnunum í Port Said. Þetta eru góð börn, sem grýla tekur ekki. ]Morðurlandogtúngirðingalögin. Kynleg þykir mörgum framkoma »Norðurlands« í dómum um túngirð- ingalögin. 5. september síðastliðið ár telur blaðið upp lög þau, sem alþingi samþykti í sumar er leið, og endar frásögn blaðsins þannig: »Norðurland mun skýra frá efni helztu laganna* svo fljótt, sem kostur verður á. Hér fara á eftir helztu atriði fáeinna merkislaga. Túngirðingalögin.« Þá tekur blaðið upp orðréttar sex greinar túngirðingalaganna. — Af þessu sjá menn að 5. september f haust telur blaðið »Norðurland« túngirðinga- lög síðasta þings í röð »helztu lag- anna« * og með frekari áherzlu í röð »fáeinna merkislaga«. Og til fullnaðar áherzlu flytur blaðið ágrip laganna á undan ágripi allra annara laga. Mætti af því ætla að blaðið teldi túngirð- ingalögin helzt allra merkislaga þings- ins, að minsta kosti þeirra, sem þá voru komin, og var þá óskabarnið sjálft — fjárkláðalögin — sett til borðs í blaðinu með túngirðingalögunum, en á hinn óæðra bekk. Ekki mun nokkurum manni, sem las blaðið 5. sept., hafa dottið annað í hug, en blaðinu væri þetta alvara og að ritstjórnin teldi túngirðingalög- in ein helztu merkislög þingsins og að það fagnaði þeim af heilum hug. — Nú líður og bíður. — Stefán kenn- ari— formaður stjórnarnefndar Norður- lands — kemur heim af alþingi og bún- aðarþingi 10. september. Ut komu nokkur blöð af »Norðurlandi«, og alt er þögult. En 10. okt. hefst í blaðinu alþingis- krítík í grein, sem nefnist »Framfar- irnar á síðasta þingi«. í?á eru öll ráð íuWgerð og greinin byrjar með ódæma árás á »helztu merkislögin*, túngirð- ingalögin, og flutningsmenn þeirra. Eg ætla mér ekki í þetta sinn að rita á * Auðkent af mér. Á. Á.

x

Gjallarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.